„Nei takk“ Guðna við launahækkun vekur heimsathygli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2016 22:38 „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Vísir/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtti tækifærið á fundi með blaðamönnum í tengslum við veitingu á stjórnarmyndunarumboði til formanns Sjálfstæðisflokksins og svaraði spurningum um ákvörðun Kjararáðs að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin hefur varla farið framhjá nokkrum landsmanni sem fylgist með fréttum en til stendur að hækka þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent svo dæmi sé tekið.Laun forseta Íslands hækka einnig umtalsvert, eða um 20 prósent. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða mánaðarlaun forseta Íslands nú tæpar þrjár milljónir. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Svar hans vakti mikla athygli hér á landi og varð sömuleiðis tilefni frétta í einhverjum erlendum miðlum. Iceland Magazine, sem skrifar fréttir á ensku og er í samstarfi við Vísi, fjallaði meðal annars um svar Guðna, og nú fjórum dögum síðar komst fréttin í efsta sæti á Reddit.1400 ummæli Jón Kaldal, blaðamaður og ritstjóri Iceland Magazine, fylgdist með því hvernig áhugi notenda Reddit jókst á fréttinni í dag. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa á sjöunda þúsund manns ýtt fréttinni upp listann og tæplega 1400 manns hafa skilið eftir ummæli við fréttina. Þetta eru aðeins þeir notendur sem hafa brugðist við fréttinni en ómögulegt er að segja hve margir eru, vegna þess hve fréttinn rataði hátt á Reddit, nú upplýstir um ákvörðun forseta Íslands að hafna launahækkun. Um 234 milljón manns sækja Reddit heim í hverjum mánuði en notendur, sem miðast við ólíka vafra eða tól sem notendur nota, eru um 542 milljónir á mánuði. Síðan er í 26. sæti yfir síður í heiminum sem fá flestar heimsóknir.Bingó! Iceland Magazine a toppnum á forsíðu Reddit #takkGuðni pic.twitter.com/7nRDyAJYj0— Jón Kaldal (@jonkaldal) November 5, 2016 Ummæli úr öllum áttumÝmis skemmtileg ummæli eru að finna við fréttina af Guðna og má sjá dæmi hér að neðan í lauslegri þýðingu Vísis. „Donald Trump hefur fullyrt að hann mun ekki einu sinni þiggja laun verði hann forseti Bandaríkjanna.“ „Flott hjá honum. Ég held að þetta sé gæi sem Ísland hefur þurft á að halda í töluverðan tíma eftir framkomu bankamanna. Nú geta þeir í það minnsta verið stoltir af sínum æðsta manni.“ „Þú getur keypt kippu af bjór fyrir þessa upphæð á Íslandi.“ „Ég er í lögfræði með syni Guðna. Hann er flottur strákur. Ég þekki ekki Guðna en hann er örugglega fínasti náungi.“ „Borgarstjórinn í Tampa er með um 150 þúsund dollara (16 milljónir króna) í árslaun sem er um helmingur af því sem forseti Íslands fær fyrir sína vinnu sem er aðallega að vera skraut. Flott hjá honum að hafna þessu en það er ekki eins og hann sé að deyja úr hungri.“ Donald Trump Kjararáð Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtti tækifærið á fundi með blaðamönnum í tengslum við veitingu á stjórnarmyndunarumboði til formanns Sjálfstæðisflokksins og svaraði spurningum um ákvörðun Kjararáðs að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin hefur varla farið framhjá nokkrum landsmanni sem fylgist með fréttum en til stendur að hækka þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent svo dæmi sé tekið.Laun forseta Íslands hækka einnig umtalsvert, eða um 20 prósent. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða mánaðarlaun forseta Íslands nú tæpar þrjár milljónir. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Svar hans vakti mikla athygli hér á landi og varð sömuleiðis tilefni frétta í einhverjum erlendum miðlum. Iceland Magazine, sem skrifar fréttir á ensku og er í samstarfi við Vísi, fjallaði meðal annars um svar Guðna, og nú fjórum dögum síðar komst fréttin í efsta sæti á Reddit.1400 ummæli Jón Kaldal, blaðamaður og ritstjóri Iceland Magazine, fylgdist með því hvernig áhugi notenda Reddit jókst á fréttinni í dag. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa á sjöunda þúsund manns ýtt fréttinni upp listann og tæplega 1400 manns hafa skilið eftir ummæli við fréttina. Þetta eru aðeins þeir notendur sem hafa brugðist við fréttinni en ómögulegt er að segja hve margir eru, vegna þess hve fréttinn rataði hátt á Reddit, nú upplýstir um ákvörðun forseta Íslands að hafna launahækkun. Um 234 milljón manns sækja Reddit heim í hverjum mánuði en notendur, sem miðast við ólíka vafra eða tól sem notendur nota, eru um 542 milljónir á mánuði. Síðan er í 26. sæti yfir síður í heiminum sem fá flestar heimsóknir.Bingó! Iceland Magazine a toppnum á forsíðu Reddit #takkGuðni pic.twitter.com/7nRDyAJYj0— Jón Kaldal (@jonkaldal) November 5, 2016 Ummæli úr öllum áttumÝmis skemmtileg ummæli eru að finna við fréttina af Guðna og má sjá dæmi hér að neðan í lauslegri þýðingu Vísis. „Donald Trump hefur fullyrt að hann mun ekki einu sinni þiggja laun verði hann forseti Bandaríkjanna.“ „Flott hjá honum. Ég held að þetta sé gæi sem Ísland hefur þurft á að halda í töluverðan tíma eftir framkomu bankamanna. Nú geta þeir í það minnsta verið stoltir af sínum æðsta manni.“ „Þú getur keypt kippu af bjór fyrir þessa upphæð á Íslandi.“ „Ég er í lögfræði með syni Guðna. Hann er flottur strákur. Ég þekki ekki Guðna en hann er örugglega fínasti náungi.“ „Borgarstjórinn í Tampa er með um 150 þúsund dollara (16 milljónir króna) í árslaun sem er um helmingur af því sem forseti Íslands fær fyrir sína vinnu sem er aðallega að vera skraut. Flott hjá honum að hafna þessu en það er ekki eins og hann sé að deyja úr hungri.“
Donald Trump Kjararáð Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira