Hefur sinnt fimm kynslóðum í sumum fjölskyldum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 13:15 Katrín var að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein í læknisfræðinni en komst að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki. „Ég er nú af langlífisætt. Móðir mín, Jórunn Viðar, er að verða 98 ára, mamma hennar varð 93 og amma hennar líka. En við af kók- og prinspólókynslóðinni lifum kannski ekki eins lengi,“ segir Katrín Fjeldsted glaðlega þegar hún er spurð hvernig aldurinn fari með hana. Hún verður nefnilega sjötug á morgun, stelpan. Hvernig skyldi hún ætla að verja afmælisdeginum? „Ég ætla bara að bjóða fólkinu mínu í hádegismat, það verður grískt þema,“ upplýsir hún. Katrín er nýhætt að vinna í heilsugæslunni í Reykjavík eftir 36 ár. „Ég var alltaf á sömu stöð, hún var fyrst í Borgarspítalanum en í Efstaleiti 3 frá aldamótum. „Auðvitað er mér eftirsjá að starfinu. Ég sakna fólksins, í sumum fjölskyldum hef ég sinnt fimm kynslóðum. Það eru forréttindi.“ Hún kveðst fyrst hafa verið að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein en komist að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki.Ást í læknadeildinni Í læknadeildinni hitti Katrín verðandi eiginmann sinn, Valgarð Egilsson, þau voru búin að eignast tvö börn áður en hún útskrifaðist. Þar sem Valgarður var farinn til Bretlands í framhaldsnám tók hún kandídatsárið þar og vann á tímabili 120 tíma á viku fyrir lág laun. Þau hjón urðu fyrir þungri sorg þegar sonur þeirra varð fyrir bíl í London og lést. „Þetta gerðist árið sem við fluttum heim. Við fórum út með tvö börn og komum heim með eitt,“ segir hún og röddin lýsir trega. „En síðan eignuðumst við tvo syni og nú eru barnabörnin orðin fimm, á aldrinum sex ára til sextán ára.“Störf í þágu borgar, þjóðar og álfu Katrín sat í borgarstjórn í tólf ár og á Alþingi í fjögur og hálft, auk þess að vera varamaður kjörtímabilin á undan og eftir. „Það var áhugavert að vera fulltrúi Reykvíkinga á þingi,“ segir Katrín sem kveðst Reykvíkingur í 6. lið í gegnum ættir móður sinnar og alin upp í miðbænum. Um síðustu áramót lét Katrín af forsetaembætti í Evrópusamtökum lækna sem hún hafði gegnt frá 2013 þegar hún var kjörin fyrst kvenna. „Á undan mér höfðu verið 20 forsetar, allt karlar og þegar ég hætti tók karl við svo ég er sú eina sem hef komist upp úr glerþakinu,“ lýsir hún. Spurð að lokum hvað hún ætli að gera í ellinni, svarar Katrín: „Mér finnst svo langt þangað til að ég er ekki farin að spá í það. En tómstundaiðjan er að lesa skáldsögur!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016. Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
„Ég er nú af langlífisætt. Móðir mín, Jórunn Viðar, er að verða 98 ára, mamma hennar varð 93 og amma hennar líka. En við af kók- og prinspólókynslóðinni lifum kannski ekki eins lengi,“ segir Katrín Fjeldsted glaðlega þegar hún er spurð hvernig aldurinn fari með hana. Hún verður nefnilega sjötug á morgun, stelpan. Hvernig skyldi hún ætla að verja afmælisdeginum? „Ég ætla bara að bjóða fólkinu mínu í hádegismat, það verður grískt þema,“ upplýsir hún. Katrín er nýhætt að vinna í heilsugæslunni í Reykjavík eftir 36 ár. „Ég var alltaf á sömu stöð, hún var fyrst í Borgarspítalanum en í Efstaleiti 3 frá aldamótum. „Auðvitað er mér eftirsjá að starfinu. Ég sakna fólksins, í sumum fjölskyldum hef ég sinnt fimm kynslóðum. Það eru forréttindi.“ Hún kveðst fyrst hafa verið að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein en komist að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki.Ást í læknadeildinni Í læknadeildinni hitti Katrín verðandi eiginmann sinn, Valgarð Egilsson, þau voru búin að eignast tvö börn áður en hún útskrifaðist. Þar sem Valgarður var farinn til Bretlands í framhaldsnám tók hún kandídatsárið þar og vann á tímabili 120 tíma á viku fyrir lág laun. Þau hjón urðu fyrir þungri sorg þegar sonur þeirra varð fyrir bíl í London og lést. „Þetta gerðist árið sem við fluttum heim. Við fórum út með tvö börn og komum heim með eitt,“ segir hún og röddin lýsir trega. „En síðan eignuðumst við tvo syni og nú eru barnabörnin orðin fimm, á aldrinum sex ára til sextán ára.“Störf í þágu borgar, þjóðar og álfu Katrín sat í borgarstjórn í tólf ár og á Alþingi í fjögur og hálft, auk þess að vera varamaður kjörtímabilin á undan og eftir. „Það var áhugavert að vera fulltrúi Reykvíkinga á þingi,“ segir Katrín sem kveðst Reykvíkingur í 6. lið í gegnum ættir móður sinnar og alin upp í miðbænum. Um síðustu áramót lét Katrín af forsetaembætti í Evrópusamtökum lækna sem hún hafði gegnt frá 2013 þegar hún var kjörin fyrst kvenna. „Á undan mér höfðu verið 20 forsetar, allt karlar og þegar ég hætti tók karl við svo ég er sú eina sem hef komist upp úr glerþakinu,“ lýsir hún. Spurð að lokum hvað hún ætli að gera í ellinni, svarar Katrín: „Mér finnst svo langt þangað til að ég er ekki farin að spá í það. En tómstundaiðjan er að lesa skáldsögur!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning