„Sumir spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 13:30 Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. Íslenska liðið spilar fjórða leik sinn í undankeppni HM 2018 á móti Króötum í Zagreb laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var spurður út í minningarnar frá umspilsleikjunum fyrir HM 2014 sem fram fóru haustið 2013. Tapið var mikið áfall fyrir strákana og margir leikmanna liðsins voru í lægð næstu mánuði á eftir. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum tapaðist sá síðasti 2-0 á Maksimir-leikvanginum þrátt fyrir að íslenska liðið var manni fleiri stóran hluta leiksins. „Ég held að hver og einn leikmaður verði taka þessar minningar og nýta þær eins og er best fyrir hann sjálfan. Sumir munu örugglega spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför en aðrir vilja gleyma því,“ sagði Heimir. „Leikmenn fá bara að nýta þær minningar eins og vel og þeir geta. Ég held að þetta séu allt það miklir keppnismenn að þeir kunni að fara með tap,“ sagði Heimir. „Auðvitað sveið þetta í langan tíma en þessi leikur var samt sem áður vendipunktur fyrir íslenska liðið. Menn sáu hversu nálægt þeir voru að komast í lokakeppni. Það nýtti leikmennirnir sér og snéru aldrei til baka í næsta verkefni á eftir,“ sagði Heimir. „Þetta var því ekki bara neikvætt. Þetta var staðfesting á því hversu langt þetta landslið var komið á þessum tíma. Þeir nýttu sér það í næsta verkefni á eftir. Þetta voru ekki bara neikvæðar minningar,“ sagði Heimir. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Króatía kom í veg fyrir að íslenska landsliðið kæmist á HM í Brasilíu 2014 og íslensku strákarnir fá nú tækifæri til að hefna fyrir tapið í umspilinu þegar þjóðirnar mætast aftur eftir rúma viku. Íslenska liðið spilar fjórða leik sinn í undankeppni HM 2018 á móti Króötum í Zagreb laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var spurður út í minningarnar frá umspilsleikjunum fyrir HM 2014 sem fram fóru haustið 2013. Tapið var mikið áfall fyrir strákana og margir leikmanna liðsins voru í lægð næstu mánuði á eftir. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum tapaðist sá síðasti 2-0 á Maksimir-leikvanginum þrátt fyrir að íslenska liðið var manni fleiri stóran hluta leiksins. „Ég held að hver og einn leikmaður verði taka þessar minningar og nýta þær eins og er best fyrir hann sjálfan. Sumir munu örugglega spila betur ef þeir hugsa þetta sem hefndarför en aðrir vilja gleyma því,“ sagði Heimir. „Leikmenn fá bara að nýta þær minningar eins og vel og þeir geta. Ég held að þetta séu allt það miklir keppnismenn að þeir kunni að fara með tap,“ sagði Heimir. „Auðvitað sveið þetta í langan tíma en þessi leikur var samt sem áður vendipunktur fyrir íslenska liðið. Menn sáu hversu nálægt þeir voru að komast í lokakeppni. Það nýtti leikmennirnir sér og snéru aldrei til baka í næsta verkefni á eftir,“ sagði Heimir. „Þetta var því ekki bara neikvætt. Þetta var staðfesting á því hversu langt þetta landslið var komið á þessum tíma. Þeir nýttu sér það í næsta verkefni á eftir. Þetta voru ekki bara neikvæðar minningar,“ sagði Heimir.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira