Stórafmæli, plata og mynd hjá Ólafi Arnalds Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 10:00 Ólafur Arnalds er bjartsýnn, almennt séð, enda leikur lífið við hann þessa dagana. Vísir/Eyþór Árnason Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds fagnar þrítugsafmæli í dag og getur líka glaðst yfir glænýrri plötu sem heitir Island Songs. Í farvatninu er kvikmynd með sama nafni. Ólafur er að stíga út úr flugvél í Keflavík þegar í hann næst, hann kippir sér ekki upp við símtalið. „Ég skrapp til London í nokkur viðtöl því að nýja platan mín var að koma út í fyrradag,“ segir hann. Af hverju London? „Ja, London er einhvern veginn miðstöð alls. Þar hafa flestir fjölmiðlar bækistöðvar og gera út þaðan. Svo er útgáfufyrirtækið þar líka og það hélt hóf í gær, þar var frumsýnd tónlistarbíómynd sem við Baldvin Z gerðum í sumar. Hún heitir Island Songs eins og platan og inniheldur lögin af plötunni.“ Var myndin tekin á Íslandi? „Já, við Baldvin ferðuðumst um landið í sumar og tókum upp lög með tónlistarfólki í litlum bæjum um allt land. Myndin kemur reyndar ekki út fyrr en eftir jól en platan kemur á næstu dögum.“ Nú, svo er bara stórafmæli á morgun. „Já, það skilst mér. Það er nú bara eitthvert fjölmiðlafólk sem er að minna mig á það. Ætli ég reyni ekki að bjóða í smá veislu.“ Þegar ég leitaði að myndum af þér í safninu okkar sá ég mynd af þér með tveimur forsetum, Vigdísi og Ólafi. Hvað kom til? „Já, hún er frá því að ég tók við bjartsýnisverðlaununum. Þeir voru víst svo bjartsýnir á mína framtíð.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016. Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds fagnar þrítugsafmæli í dag og getur líka glaðst yfir glænýrri plötu sem heitir Island Songs. Í farvatninu er kvikmynd með sama nafni. Ólafur er að stíga út úr flugvél í Keflavík þegar í hann næst, hann kippir sér ekki upp við símtalið. „Ég skrapp til London í nokkur viðtöl því að nýja platan mín var að koma út í fyrradag,“ segir hann. Af hverju London? „Ja, London er einhvern veginn miðstöð alls. Þar hafa flestir fjölmiðlar bækistöðvar og gera út þaðan. Svo er útgáfufyrirtækið þar líka og það hélt hóf í gær, þar var frumsýnd tónlistarbíómynd sem við Baldvin Z gerðum í sumar. Hún heitir Island Songs eins og platan og inniheldur lögin af plötunni.“ Var myndin tekin á Íslandi? „Já, við Baldvin ferðuðumst um landið í sumar og tókum upp lög með tónlistarfólki í litlum bæjum um allt land. Myndin kemur reyndar ekki út fyrr en eftir jól en platan kemur á næstu dögum.“ Nú, svo er bara stórafmæli á morgun. „Já, það skilst mér. Það er nú bara eitthvert fjölmiðlafólk sem er að minna mig á það. Ætli ég reyni ekki að bjóða í smá veislu.“ Þegar ég leitaði að myndum af þér í safninu okkar sá ég mynd af þér með tveimur forsetum, Vigdísi og Ólafi. Hvað kom til? „Já, hún er frá því að ég tók við bjartsýnisverðlaununum. Þeir voru víst svo bjartsýnir á mína framtíð.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning