Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. nóvember 2016 07:00 Svavar Gestsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra með meiru, er formaður Félags fyrrverandi alþingismanna. vísir/valli „Ég tel þetta fráleitt og að það eigi að taka það upp og endurskoða,“ segir Svavar Gestsson, formaður Félags fyrrverandi alþingismanna, um nýja ákvörðun kjararáðs varðandi laun forseta Íslands, ráðherra og alþingismanna. Þeir sem gegndu fyrrnefndum störfum fram að lagabreytingu sem gerð var í apríl 2009 þiggja eftirlaun úr ríkissjóði sem miðast við laun eftirmanna þeirra. Þannig hækka til dæmis eftirlaun fyrrverandi þingmanna nú um 44 prósent ofan á eftirlaunin eins og þau voru orðin með sjö prósent hækkun sem kjararáð ákvað í júní. Eftirlaunin eru misjöfn eftir því hversu lengi viðkomandi gegndi þingmennsku.Svavar segir að Alþingi geti einfaldlega breytt ákvörðun kjararáðs. „Alþingi ræður á Íslandi,“ svarar ráðherrann fyrrverandi aðspurður hvort það sé á valdi þingmanna að taka fram fyrir hendur kjararáðs. „Það er auðvitað alveg óþolandi þegar svona stofnanir eru aftur og aftur að úrskurða launakjör alþingismanna – sem verða auðvitað að hafa laun – þannig að það verði allt vitlaust í þjóðfélaginu,“ segir Svavar og gagnrýnir tímasetninguna beint ofan í kjördag. „Það er svo andstyggilegur svipur yfir þessu að það bara gengur ekki – það er svo einfalt mál.“ Ekki fengust upplýsingar í gær frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um það hversu margir einstaklingar fái nú eftirlaun sem þingmenn og ráðherrar á grundvelli launa starfandi þingmanna og ráðherra. Heldur ekki um hvaða áhrif ákvörðun kjararáðs hefur á útgreiðslu til þessa hóps. Á vefsíðu Alþingis kemur hins vegar fram að um 150 séu í Félagi fyrrverandi alþingismanna. Svavar Gestsson segir það ekki tæmandi tölu því ekki séu allir fyrrverandi þingmenn í félaginu auk þess sem inni í þeirri tölu sé enginn þeirra sem voru að hætta á þingi um helgina. Svavar segir Félag fyrrverandi alþingismanna ekki munu tjá sig um ákvörðun kjararáðs. Félagið geri ekki annað en að fara í eitt ferðalag árlega. „Það er enginn sem getur gert neitt í þessu nema Alþingi,“ undirstrikar hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Kosningar 2016 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
„Ég tel þetta fráleitt og að það eigi að taka það upp og endurskoða,“ segir Svavar Gestsson, formaður Félags fyrrverandi alþingismanna, um nýja ákvörðun kjararáðs varðandi laun forseta Íslands, ráðherra og alþingismanna. Þeir sem gegndu fyrrnefndum störfum fram að lagabreytingu sem gerð var í apríl 2009 þiggja eftirlaun úr ríkissjóði sem miðast við laun eftirmanna þeirra. Þannig hækka til dæmis eftirlaun fyrrverandi þingmanna nú um 44 prósent ofan á eftirlaunin eins og þau voru orðin með sjö prósent hækkun sem kjararáð ákvað í júní. Eftirlaunin eru misjöfn eftir því hversu lengi viðkomandi gegndi þingmennsku.Svavar segir að Alþingi geti einfaldlega breytt ákvörðun kjararáðs. „Alþingi ræður á Íslandi,“ svarar ráðherrann fyrrverandi aðspurður hvort það sé á valdi þingmanna að taka fram fyrir hendur kjararáðs. „Það er auðvitað alveg óþolandi þegar svona stofnanir eru aftur og aftur að úrskurða launakjör alþingismanna – sem verða auðvitað að hafa laun – þannig að það verði allt vitlaust í þjóðfélaginu,“ segir Svavar og gagnrýnir tímasetninguna beint ofan í kjördag. „Það er svo andstyggilegur svipur yfir þessu að það bara gengur ekki – það er svo einfalt mál.“ Ekki fengust upplýsingar í gær frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um það hversu margir einstaklingar fái nú eftirlaun sem þingmenn og ráðherrar á grundvelli launa starfandi þingmanna og ráðherra. Heldur ekki um hvaða áhrif ákvörðun kjararáðs hefur á útgreiðslu til þessa hóps. Á vefsíðu Alþingis kemur hins vegar fram að um 150 séu í Félagi fyrrverandi alþingismanna. Svavar Gestsson segir það ekki tæmandi tölu því ekki séu allir fyrrverandi þingmenn í félaginu auk þess sem inni í þeirri tölu sé enginn þeirra sem voru að hætta á þingi um helgina. Svavar segir Félag fyrrverandi alþingismanna ekki munu tjá sig um ákvörðun kjararáðs. Félagið geri ekki annað en að fara í eitt ferðalag árlega. „Það er enginn sem getur gert neitt í þessu nema Alþingi,“ undirstrikar hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Kosningar 2016 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira