Formaður kjararáðs neitar að tjá sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 14:13 Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs. vísir/valli Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hefur vakið mikla athygli og reiði í samfélaginu enda er hækkunin langt umfram launahækkanir sem samið hefur verið um í nýlegum kjarasamningum. Þá hefur tímasetningin einnig vakið mikla athygli þar sem kjararáð fundaði á kjördag og tilkynnti um niðurstöðu sína á fyrsta virka degi eftir kosningar. Sjá einnig:Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar kjararáðs Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs en hann hafði í nógu að snúast á kjördag því auk þess að sitja fund ráðsins var hann formaður yfirkjörstjórnar í stærsta kjördæmi landsins, Suðvesturkjördæmi. Jónas vildi hvorki tjá sig um þessa umdeildu ákvörðun kjararáðs né heldur um hvað réði tímasetningunni þegar Vísir leitaði eftir því og vísaði aðeins í lög um kjararáð. Ekkert segir til um það í lögum um kjararáð nákvæmlega hvenær ráðið endurskoðar laun þeirra hópa sem heyrir undir það né heldur hvenær slíkar ákvarðanir skulu kynntar, en í 10. grein laganna segir: „Eigi sjaldnar en árlega skal kjararáð meta hvort tilefni sé til breytinga á starfskjörum sem það ákveður. Kjararáð getur þó ákveðið að stefnumarkandi ákvarðanir um innbyrðis launahlutföll og heildarstarfskjör á ákvörðunarsviði ráðsins séu teknar sjaldnar, allt að fjórða hvert ár. Kjararáð skal birta ákvarðanir sínar og úrskurði og ástæður fyrir þeim opinberlega með skipulegum og aðgengilegum hætti.“ Þá segir jafnframt í lögum um ráðið að skuli „ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“ Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Helgi Hrafn og Birgitta ósammála um launahækkanir þingmanna Birgitta vill hafna launahækkuninni sem Helgi Hrafn segir vera vel meint mistök. 1. nóvember 2016 12:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hefur vakið mikla athygli og reiði í samfélaginu enda er hækkunin langt umfram launahækkanir sem samið hefur verið um í nýlegum kjarasamningum. Þá hefur tímasetningin einnig vakið mikla athygli þar sem kjararáð fundaði á kjördag og tilkynnti um niðurstöðu sína á fyrsta virka degi eftir kosningar. Sjá einnig:Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar kjararáðs Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs en hann hafði í nógu að snúast á kjördag því auk þess að sitja fund ráðsins var hann formaður yfirkjörstjórnar í stærsta kjördæmi landsins, Suðvesturkjördæmi. Jónas vildi hvorki tjá sig um þessa umdeildu ákvörðun kjararáðs né heldur um hvað réði tímasetningunni þegar Vísir leitaði eftir því og vísaði aðeins í lög um kjararáð. Ekkert segir til um það í lögum um kjararáð nákvæmlega hvenær ráðið endurskoðar laun þeirra hópa sem heyrir undir það né heldur hvenær slíkar ákvarðanir skulu kynntar, en í 10. grein laganna segir: „Eigi sjaldnar en árlega skal kjararáð meta hvort tilefni sé til breytinga á starfskjörum sem það ákveður. Kjararáð getur þó ákveðið að stefnumarkandi ákvarðanir um innbyrðis launahlutföll og heildarstarfskjör á ákvörðunarsviði ráðsins séu teknar sjaldnar, allt að fjórða hvert ár. Kjararáð skal birta ákvarðanir sínar og úrskurði og ástæður fyrir þeim opinberlega með skipulegum og aðgengilegum hætti.“ Þá segir jafnframt í lögum um ráðið að skuli „ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“
Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Helgi Hrafn og Birgitta ósammála um launahækkanir þingmanna Birgitta vill hafna launahækkuninni sem Helgi Hrafn segir vera vel meint mistök. 1. nóvember 2016 12:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38
Helgi Hrafn og Birgitta ósammála um launahækkanir þingmanna Birgitta vill hafna launahækkuninni sem Helgi Hrafn segir vera vel meint mistök. 1. nóvember 2016 12:40