1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 13:45 Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í myndveri Stöðvar 2 daginn eftir kjördag, þegar launahækkun þingmanna tók gildi. vísir/anton brink Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. Launahækkunin tók gildi daginn eftir og hefur ekki bara áhrif á laun þingmanna sem taka munu sæti á Alþingi á næstunni heldur einnig á biðlaun þeirra þingmanna sem hætta nú á þingi, annað hvort vegna þess að þeir gáfu ekki kost á sér í kosningunum eða vegna þess að þeir náðu ekki kjöri. Með ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun þingmanna, svokallað þingfararkaup, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því þingmenn geta fengið alls kyns aukagreiðslur og álag vegna starfa sinna, til að mynda ef þeir taka að sér formennsku í fastanefndum eða gegna formennsku í þingflokki sínum. Þannig fá varaforsetar þingsins, formenn fastanefnda og formenn þingflokka 15 prósent álag á þingfararkaup og formenn stjórnmálaflokka sem gegna ekki ráðherraembætti fá 50 prósent álag á þingfararkaup, en nánar má kynna sér reglur um þingfararkostnað hér. Þá er nokkur munur á kjörum þingmanna landsbyggðarinnar annars vegar og svo þingmanna höfuðborgarsvæðisins hins vegar en Vísir hefur tekið saman nokkur dæmi um hversu mikið laun þingmanns geta hækkað vegna auka-og álagsgreiðslna.Þingmenn geta fengið alls kyns aukagreiðslur og álag vegna starfa sinna, til að mynda ef þeir taka að sér formennsku í fastanefndum eða gegna formennsku í þingflokki sínum.vísir/ernirAukagreiðslur, álag og möguleg heildarlaun þingmanna á mánuði:Þingfararkaup: 1.101.194 krónurFastur ferða-og starfskostnaður sem hver þingmaður fær greiddan: 174.815 krónurHúsnæðis-og dvalarkostnaður landsbyggðarþingmanna: Upphæð að fjárhæð sem nemur að lágmarki 44.680 krónum en að hámarki 187.657 krónum.Laun þingmanna höfuðborgarsvæðisins, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði: 1.276.009 krónurLágmarkslaun þingmanna landsbyggðarinnar, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði og húsnæðis-og dvalarkostnaði: 1.320.689 krónurHámarkslaun þingmanna landsbyggðarinnar, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði og húsnæðis-og dvalarkostnaði: 1.463.666 krónurLaun formanns fastanefndar á þingi (þingmaður landsbyggðarinnar) með 15 prósent álagi á þingfararkaup, föstum ferða-og starfskostnaði og hámarksgreiðslu húsnæðis-og dvalarkostnaðar: 1.628.845 krónurLaun formanns stjórnmálaflokks (þingmaður höfuðborgarsvæðisins), sem gegnir ekki ráðherraembætti eða öðrum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með 50 prósent álagi á þingfararkaup og föstum ferða-og starfskostnaði: 1.826.606 krónurLaun formanns stjórnmálaflokks (þingmaður landsbyggðarinnar), sem gegnir ekki ráðherraembætti eða öðrum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með 50 prósent álagi á þingfararkaup, föstum ferða-og starfskostnaði og hámarksgreiðslu húsnæðis-og dvalarkostnaðar: 2.014.263 krónur Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. Launahækkunin tók gildi daginn eftir og hefur ekki bara áhrif á laun þingmanna sem taka munu sæti á Alþingi á næstunni heldur einnig á biðlaun þeirra þingmanna sem hætta nú á þingi, annað hvort vegna þess að þeir gáfu ekki kost á sér í kosningunum eða vegna þess að þeir náðu ekki kjöri. Með ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun þingmanna, svokallað þingfararkaup, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því þingmenn geta fengið alls kyns aukagreiðslur og álag vegna starfa sinna, til að mynda ef þeir taka að sér formennsku í fastanefndum eða gegna formennsku í þingflokki sínum. Þannig fá varaforsetar þingsins, formenn fastanefnda og formenn þingflokka 15 prósent álag á þingfararkaup og formenn stjórnmálaflokka sem gegna ekki ráðherraembætti fá 50 prósent álag á þingfararkaup, en nánar má kynna sér reglur um þingfararkostnað hér. Þá er nokkur munur á kjörum þingmanna landsbyggðarinnar annars vegar og svo þingmanna höfuðborgarsvæðisins hins vegar en Vísir hefur tekið saman nokkur dæmi um hversu mikið laun þingmanns geta hækkað vegna auka-og álagsgreiðslna.Þingmenn geta fengið alls kyns aukagreiðslur og álag vegna starfa sinna, til að mynda ef þeir taka að sér formennsku í fastanefndum eða gegna formennsku í þingflokki sínum.vísir/ernirAukagreiðslur, álag og möguleg heildarlaun þingmanna á mánuði:Þingfararkaup: 1.101.194 krónurFastur ferða-og starfskostnaður sem hver þingmaður fær greiddan: 174.815 krónurHúsnæðis-og dvalarkostnaður landsbyggðarþingmanna: Upphæð að fjárhæð sem nemur að lágmarki 44.680 krónum en að hámarki 187.657 krónum.Laun þingmanna höfuðborgarsvæðisins, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði: 1.276.009 krónurLágmarkslaun þingmanna landsbyggðarinnar, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði og húsnæðis-og dvalarkostnaði: 1.320.689 krónurHámarkslaun þingmanna landsbyggðarinnar, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði og húsnæðis-og dvalarkostnaði: 1.463.666 krónurLaun formanns fastanefndar á þingi (þingmaður landsbyggðarinnar) með 15 prósent álagi á þingfararkaup, föstum ferða-og starfskostnaði og hámarksgreiðslu húsnæðis-og dvalarkostnaðar: 1.628.845 krónurLaun formanns stjórnmálaflokks (þingmaður höfuðborgarsvæðisins), sem gegnir ekki ráðherraembætti eða öðrum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með 50 prósent álagi á þingfararkaup og föstum ferða-og starfskostnaði: 1.826.606 krónurLaun formanns stjórnmálaflokks (þingmaður landsbyggðarinnar), sem gegnir ekki ráðherraembætti eða öðrum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með 50 prósent álagi á þingfararkaup, föstum ferða-og starfskostnaði og hámarksgreiðslu húsnæðis-og dvalarkostnaðar: 2.014.263 krónur
Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38