Kjarni máls Erling Freyr Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Eftir talsvert tilhlaup, þar sem hann endurnýtti eldgamlar rangfærslur um fjárhag Gagnaveitu Reykjavíkur, tókst forstjóra Símans að komast að kjarna málsins í grein hér í blaðinu 17. nóvember. Gagnaveita Reykjavíkur fagnar allri samkeppni og ánægjulegt að sjá Símann gangast að því að ljósleiðari alla leið sé loksins þeirra framtíðarkerfi. Áður en lengra er haldið, skal því haldið til haga að Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfélag OR. Það er að fullu fjármagnað á eigin vegum og skilar góðri framlegð sem endar í fjárfestingum í innviðum Ljósleiðarans og því til hagsbóta fyrir neytendur. Eftir tilhlaupið beindi forstjóri Símans sjónum að tveimur ágreiningsefnum sem nú eru í deiglunni. Annars vegar um það hvort Síminn eigi að geta keypt sér drýgri aðgang að Ljósleiðaranum en önnur fjarskiptafyrirtæki, en við höfum metið áform Símans sem svo að þau ógni þeirri samkeppni, sem hefur byggst upp á því opna og öfluga gagnaflutningsneti sem Ljósleiðarinn er og það teljum við ekki í almannahag. Hitt álitamálið er hvort fjarskiptafyrirtæki sem eru í samkeppni við Símann megi dreifa sjónvarpsefni frá Símanum með sama hætti og Síminn gerir sjálfur. Í því sambandi getum við ímyndað okkur hvort nokkur væri sáttur við það ef Netflix, svo dæmi sé tekið um nýlega sjónvarpsþjónustu, væri eingöngu dreift í tölvur með IP-tölur sem eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki hefði ráðstafað til sinna viðskiptavina. Svoleiðis viðskiptahættir stríða gegn svo mörgu í okkar gildum og viðhorfum.Stundar útilokun á þjónustu Síminn stundar útilokun á þjónustu, sem hefur hingað til á flestum stöðum í heiminum verið öllum opin. Þetta er eins og ef einhver bílasali myndi kaupa sér útvarpsrás og svo takmarka hana við notkun í ákveðinni bílategund. Þú fengir bara K100 útvarpsstöðina í þá bílategund sem hann selur sjálfur. Þrátt fyrir að við eigum ekki eftir að tengja nema eftir 12% heimila í þeim sveitarfélögum sem við höfum skuldbundið okkur til að tengja, þá erum við að fá fjölda fyrirspurna daglega þar sem fólk óskar þess að fá sín heimili tengd gæðasambandi Ljósleiðarans alla leið. Internetið er í eðli sínu opinn vettvangur og við Ljósleiðarafólk leggjum okkar af mörkum að svo verði áfram. Það gerum með því að auðvelda sem flestum fjarskiptafyrirtækjum að keppa um hylli viðskiptavina á jafnréttisgrunni. Út á það gengur Ljósleiðarinn. Forveri Símans hafði um áratugaskeið einokunarstöðu í fjarskiptarekstri og byggði í skjóli þeirrar stöðu upp víðfeðmt og öflugt fjarskiptakerfi. Hefði Síminn ekki fengið samkeppni í uppbyggingu innviða, gæti Míla verið í einokunarstöðu og skelfilegt væri að hugsa til stöðu hraðra netsambanda og samkeppnisumhverfis fjarskipta á Íslandi. Þau heimili sem tengjast okkar neti eiga að geta valið internet frá hverjum sem er, notað grunninnviði frá hverjum sem er og geta horft á það sjónvarpsefni sem er í boði hverju sinni. Það er ekki eðlileg þróun að fjarskipta- og fjölmiðlaveita geti stjórnað hvar þú kaupir innviðaþjónustu með því að kaupa t.d. ólínulegt sjónvarpsefni sem aðeins er í boði ef þú kaupir innviði frá viðkomandi fyrirtæki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Eftir talsvert tilhlaup, þar sem hann endurnýtti eldgamlar rangfærslur um fjárhag Gagnaveitu Reykjavíkur, tókst forstjóra Símans að komast að kjarna málsins í grein hér í blaðinu 17. nóvember. Gagnaveita Reykjavíkur fagnar allri samkeppni og ánægjulegt að sjá Símann gangast að því að ljósleiðari alla leið sé loksins þeirra framtíðarkerfi. Áður en lengra er haldið, skal því haldið til haga að Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfélag OR. Það er að fullu fjármagnað á eigin vegum og skilar góðri framlegð sem endar í fjárfestingum í innviðum Ljósleiðarans og því til hagsbóta fyrir neytendur. Eftir tilhlaupið beindi forstjóri Símans sjónum að tveimur ágreiningsefnum sem nú eru í deiglunni. Annars vegar um það hvort Síminn eigi að geta keypt sér drýgri aðgang að Ljósleiðaranum en önnur fjarskiptafyrirtæki, en við höfum metið áform Símans sem svo að þau ógni þeirri samkeppni, sem hefur byggst upp á því opna og öfluga gagnaflutningsneti sem Ljósleiðarinn er og það teljum við ekki í almannahag. Hitt álitamálið er hvort fjarskiptafyrirtæki sem eru í samkeppni við Símann megi dreifa sjónvarpsefni frá Símanum með sama hætti og Síminn gerir sjálfur. Í því sambandi getum við ímyndað okkur hvort nokkur væri sáttur við það ef Netflix, svo dæmi sé tekið um nýlega sjónvarpsþjónustu, væri eingöngu dreift í tölvur með IP-tölur sem eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki hefði ráðstafað til sinna viðskiptavina. Svoleiðis viðskiptahættir stríða gegn svo mörgu í okkar gildum og viðhorfum.Stundar útilokun á þjónustu Síminn stundar útilokun á þjónustu, sem hefur hingað til á flestum stöðum í heiminum verið öllum opin. Þetta er eins og ef einhver bílasali myndi kaupa sér útvarpsrás og svo takmarka hana við notkun í ákveðinni bílategund. Þú fengir bara K100 útvarpsstöðina í þá bílategund sem hann selur sjálfur. Þrátt fyrir að við eigum ekki eftir að tengja nema eftir 12% heimila í þeim sveitarfélögum sem við höfum skuldbundið okkur til að tengja, þá erum við að fá fjölda fyrirspurna daglega þar sem fólk óskar þess að fá sín heimili tengd gæðasambandi Ljósleiðarans alla leið. Internetið er í eðli sínu opinn vettvangur og við Ljósleiðarafólk leggjum okkar af mörkum að svo verði áfram. Það gerum með því að auðvelda sem flestum fjarskiptafyrirtækjum að keppa um hylli viðskiptavina á jafnréttisgrunni. Út á það gengur Ljósleiðarinn. Forveri Símans hafði um áratugaskeið einokunarstöðu í fjarskiptarekstri og byggði í skjóli þeirrar stöðu upp víðfeðmt og öflugt fjarskiptakerfi. Hefði Síminn ekki fengið samkeppni í uppbyggingu innviða, gæti Míla verið í einokunarstöðu og skelfilegt væri að hugsa til stöðu hraðra netsambanda og samkeppnisumhverfis fjarskipta á Íslandi. Þau heimili sem tengjast okkar neti eiga að geta valið internet frá hverjum sem er, notað grunninnviði frá hverjum sem er og geta horft á það sjónvarpsefni sem er í boði hverju sinni. Það er ekki eðlileg þróun að fjarskipta- og fjölmiðlaveita geti stjórnað hvar þú kaupir innviðaþjónustu með því að kaupa t.d. ólínulegt sjónvarpsefni sem aðeins er í boði ef þú kaupir innviði frá viðkomandi fyrirtæki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun