Krísan yfirstaðin: Haukar hafa unnið síðustu þrjá leiki með samtals 36 mörkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2016 14:15 Vörn Selfoss réði ekkert við Adam Hauk Baumruk í gær en skyttan unga skoraði 11 mörk. vísir/anton Haukar hafa verið á mikilli siglingu á undanförnum vikum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Íslandsmeistararnir voru ólíkir sjálfum sér í upphafi vetrar og töpuðu fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deildinni. Þá duttu Haukar líka úr leik fyrir sænska liðinu Alingsås í EHF-bikarnum. Nú er öldin önnur. Haukar hafa unnið fimm leiki í röð og líta gríðarlega vel út. Haukar byrjuðu á því að vinna Stjörnuna, 28-33, og Gróttu, 34-32, en það er í síðustu þremur leikjum sem þeir hafa virkilega blómstrað. Í síðustu þremur umferðum hafa Haukar mætt Íslandsmeistaraefnum ÍBV, toppliði Aftureldingar og sterku liði Selfoss og unnið þessa leiki með samtals 36 mörkum.Gunnar Magnússon hefur barið í brestina hjá Haukum sem eru komnir á sigurbraut.vísir/antonÍ síðustu þremur umferðum hafa Haukar mætt Íslandsmeistaraefnum ÍBV, toppliði Aftureldingar og sterku liði Selfoss og unnið þessa leiki með samtals 36 mörkum.Haukar unnu Eyjamenn með átta mörkum, Aftureldingu með átján mörkum og Selfoss með tíu mörkum í gær. „Þetta hefur verið frábær vika. Við vorum á eftir þessum liðum og vissum að við þyrftum að spýta í lófana. Frammistaðan á vellinum er það sem gleður mig mest. Varnarleikurinn er allt annar, markvarslan stöðugri og sóknin góð. Ég er ánægður með það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. „Það er allt önnur holning á liðinu í dag og það er sama hver kemur inn á, það eru allir klárir og skila sínu. Það er leikið þétt og það er gott að geta nýtt hópinn vel,“ bætti þjálfarinn við en hann leitaði til vinar síns, Dr. Viðars Halldórssonar, þegar sem verst gekk hjá Haukum.Doktorinn sem hjálpaði Haukum.vísir/hjörturh„Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is. „Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Haukar eru núna í 3. sæti deildarinnar með 14 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Haukar mæta Val á heimavelli í næstu umferð. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45 Grétar Ari: Var með smá samviskubit Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. 10. nóvember 2016 20:33 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-24 | Stórsigur Hauka gegn ÍBV Haukar unnu öruggan 32-24 sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld. Haukar fara því uppfyrir Eyjamenn í töflunni sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. 10. nóvember 2016 21:00 Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Haukar unnu aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum í Olís-deild karla og þá hringdi þjálfarinn í góðan vin sinn. 8. nóvember 2016 15:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Haukar hafa verið á mikilli siglingu á undanförnum vikum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Íslandsmeistararnir voru ólíkir sjálfum sér í upphafi vetrar og töpuðu fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deildinni. Þá duttu Haukar líka úr leik fyrir sænska liðinu Alingsås í EHF-bikarnum. Nú er öldin önnur. Haukar hafa unnið fimm leiki í röð og líta gríðarlega vel út. Haukar byrjuðu á því að vinna Stjörnuna, 28-33, og Gróttu, 34-32, en það er í síðustu þremur leikjum sem þeir hafa virkilega blómstrað. Í síðustu þremur umferðum hafa Haukar mætt Íslandsmeistaraefnum ÍBV, toppliði Aftureldingar og sterku liði Selfoss og unnið þessa leiki með samtals 36 mörkum.Gunnar Magnússon hefur barið í brestina hjá Haukum sem eru komnir á sigurbraut.vísir/antonÍ síðustu þremur umferðum hafa Haukar mætt Íslandsmeistaraefnum ÍBV, toppliði Aftureldingar og sterku liði Selfoss og unnið þessa leiki með samtals 36 mörkum.Haukar unnu Eyjamenn með átta mörkum, Aftureldingu með átján mörkum og Selfoss með tíu mörkum í gær. „Þetta hefur verið frábær vika. Við vorum á eftir þessum liðum og vissum að við þyrftum að spýta í lófana. Frammistaðan á vellinum er það sem gleður mig mest. Varnarleikurinn er allt annar, markvarslan stöðugri og sóknin góð. Ég er ánægður með það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. „Það er allt önnur holning á liðinu í dag og það er sama hver kemur inn á, það eru allir klárir og skila sínu. Það er leikið þétt og það er gott að geta nýtt hópinn vel,“ bætti þjálfarinn við en hann leitaði til vinar síns, Dr. Viðars Halldórssonar, þegar sem verst gekk hjá Haukum.Doktorinn sem hjálpaði Haukum.vísir/hjörturh„Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is. „Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Haukar eru núna í 3. sæti deildarinnar með 14 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Haukar mæta Val á heimavelli í næstu umferð.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45 Grétar Ari: Var með smá samviskubit Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. 10. nóvember 2016 20:33 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-24 | Stórsigur Hauka gegn ÍBV Haukar unnu öruggan 32-24 sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld. Haukar fara því uppfyrir Eyjamenn í töflunni sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. 10. nóvember 2016 21:00 Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Haukar unnu aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum í Olís-deild karla og þá hringdi þjálfarinn í góðan vin sinn. 8. nóvember 2016 15:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45
Grétar Ari: Var með smá samviskubit Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. 10. nóvember 2016 20:33
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-24 | Stórsigur Hauka gegn ÍBV Haukar unnu öruggan 32-24 sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld. Haukar fara því uppfyrir Eyjamenn í töflunni sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. 10. nóvember 2016 21:00
Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Haukar unnu aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum í Olís-deild karla og þá hringdi þjálfarinn í góðan vin sinn. 8. nóvember 2016 15:15