GRRM og HBO enn í viðræðum um aðra GOT þáttaröð Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2016 14:51 George R.R. Martin. Vísir/Getty Viðræður standa enn yfir á milli George R.R. Martin og forsvarsmanna HBO um nýja þáttaröð upp úr bókum GRRM, A Song of Ice and Fire. Game of Thrones þáttaröðinni geysivinsælu mun ljúka árið 2018, en af nógu er að taka úr söguheimi GRRM. Í nýlegu viðtalið við Entertainment Weekly sagði Casey Bloys, dagskrárstjóri HBO, að verið væri að ræða hugmyndir um hvað sjónvarpsþættirnir gætu fjallað um. Hann segir þó að viðræðurnar séu enn á frumstigi. Þá er vert að taka fram að svo virðist sem að ekki sé búið að ákveða að fullu hve margir þættir verða í áttundu og síðustu þáttaröðinni. EW spurði Bloys hvort að fregnir af því að hún yrði átta þættir væru sannar, en hann svaraði á þá leið að ekkert lægi fyrir. Næsta þáttaröð, sem sýnd verður næsta sumar, verður sjö þættir og talið var að sú áttunda yrði sex þættir. Meðal þess sem undirrituðum þætti gaman að sjá í nýjum þáttum er uppreisn Robert Baratheon, konungsins sem dó í fyrstu þáttaröðinni. Þá væri einnig hægt að gera þætti um sigurför Aegon „The Conqueror“ Targaryen og systra hans Visenya og Rhaenys en þau lögðu Westeros undir sig og sameinuðu sex af konungsdæmunum sjö. GRRM hefur þó skapað risastóran söguheim þar sem nóg er af sögum til að gera skil í sjónvarpi. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Viðræður standa enn yfir á milli George R.R. Martin og forsvarsmanna HBO um nýja þáttaröð upp úr bókum GRRM, A Song of Ice and Fire. Game of Thrones þáttaröðinni geysivinsælu mun ljúka árið 2018, en af nógu er að taka úr söguheimi GRRM. Í nýlegu viðtalið við Entertainment Weekly sagði Casey Bloys, dagskrárstjóri HBO, að verið væri að ræða hugmyndir um hvað sjónvarpsþættirnir gætu fjallað um. Hann segir þó að viðræðurnar séu enn á frumstigi. Þá er vert að taka fram að svo virðist sem að ekki sé búið að ákveða að fullu hve margir þættir verða í áttundu og síðustu þáttaröðinni. EW spurði Bloys hvort að fregnir af því að hún yrði átta þættir væru sannar, en hann svaraði á þá leið að ekkert lægi fyrir. Næsta þáttaröð, sem sýnd verður næsta sumar, verður sjö þættir og talið var að sú áttunda yrði sex þættir. Meðal þess sem undirrituðum þætti gaman að sjá í nýjum þáttum er uppreisn Robert Baratheon, konungsins sem dó í fyrstu þáttaröðinni. Þá væri einnig hægt að gera þætti um sigurför Aegon „The Conqueror“ Targaryen og systra hans Visenya og Rhaenys en þau lögðu Westeros undir sig og sameinuðu sex af konungsdæmunum sjö. GRRM hefur þó skapað risastóran söguheim þar sem nóg er af sögum til að gera skil í sjónvarpi.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein