Leist ekkert á þetta í byrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2016 06:00 Steinunn og stöllur hennar verða á toppnum fram á nýja árið. vísir/vilhelm Ný krefjandi hlutverk opna oft nýjar víddir fyrir leikmenn og góða dæmisögu um það má finna hjá 25 ára gamalli handboltakonu í Safamýrinni í Reykjavík. Steinunn Björnsdóttir er komin með 49 mörk í Olís-deild kvenna og mótið er ekki hálfnað. Hún skoraði 52 mörk allt síðasta tímabil og stefnir því að því að næstum tvöfalda markaskor sitt. Steinunn hefur blómstrað í nýju hlutverki í sókninni og er nú orðin sextíu mínútna manneskja. Fram vann eins marks sigur á Haukum í síðasta deildarleiknum fyrir jól en framundan er landsleikjahlé.Þrír erfiðir leikir á einni viku „Það er búið að ganga mjög vel hjá okkur og það var gaman að klára með sigri í gær. Þetta var kannski ljótur sigur en þetta var þriðji erfiði leikurinn okkar á einni viku og því var mjög sterkt að ná að klára þetta,“ sagði Steinunn. Þetta var þriðji leikur liðsins á sjö dögum og þeir hafa allir verið á móti liðum sem eru í hópi fjögurra efstu. Fyrst bikarsigur á Val (4. sæti), svo sannfærandi útisigur í toppslagnum á móti Stjörnunni (2. sæti) og svo sigur á Haukum (3. sæti) í fyrrakvöld. Framliðið sýndi styrk sinn í sigrinum á Stjörnunni og sú flotta frammistaða kallaði á titlatal.Erfitt að stoppa okkur „Fjölmiðlar voru búnir að setja pressu á okkur en við reyndum bara að útiloka það, einblína á okkur sjálfar og spila okkar leik. Við erum að sjálfsögðu ekkert óstöðvandi en á meðan við spilum eins og við gerum núna er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Steinunn. Hún er aðalkonan í hinni sterku vörn Framliðsins. „Við erum búnar að vera að finna okkur mjög vel í varnarleiknum og höfum bara verið að fá á okkur í kringum tuttugu mörk í leik. Guðrún (Ósk Maríasdóttir) hefur síðan verið sterk fyrir aftan okkur,“ segir Steinunn og heldur áfram:Ferðin í haust hjálpar „Liðið er að smella saman núna. Við erum búnar að spila ári lengur saman. Leikmenn eru bara klárir á sínum hlutverkum og þegar það er svoleiðis þá gera allar sitt bara betur og það er meira sjálfstraust í liðinu,“ segir Steinunn. Hún var ánægð með undirbúninginn fyrir tímabilið. „Við fórum í mjög góða æfingaferð fyrir tímabilið. Við náðum þar upp mjög góðri stemningu í liðinu og það er klárlega að hjálpa til núna,“ segir Steinunn. Liðið breyttist lítið milli tímabila en hún fékk meiri ábyrgð þegar Ásta Birna Gunnarsdóttir datt úr. „Það var mjög mikill heiður fyrir mig að fá að vera fyrirliði þessa liðs,“ segir Steinunn. Hún fékk líka nýtt hlutverk í fyrravetur þegar hún fór að spila á línunni í sókninni. „Ég hafði bara verið í varnarskiptingu undanfarin ár og það er æðislegt að geta verið svona mikið með í leiknum,“ segir Steinunn. Ástæðan fyrir breytingunni var þó nokkuð sérstök. „Eftir að Elísabet Gunnarsdóttir varð ólétt, þá fékk ég þetta nýja hlutverk, Mér leist ekkert vel á þetta í byrjun en þetta hefur gengið vonum framar og þá sérstaklega það sem af er þessu tímabili,“ segir Steinunn en hún færði sig inn á línuna um áramótin í fyrra. Steinunn gat hér áður hvílt sig á meðan liðið var í sókn en núna spilar hún allan tímann. „Ég var búin að vera meidd í fætinum en hef náð mér þokkalega í honum. Ég hef því getað æft meira og er í fínu standi. 60 mínúturnar eru því ekkert mál,“ segir Steinunn.Að læra á kaldhæðni þjálfarans Stefán Arnarson þjálfar liðið og hann hefur nú búið til nokkur meistaraliðin. „Við erum búnar að læra á kaldhæðnina hans og læra betur inn á hann. Það eru forréttindi fyrir okkur að fá að hafa hann sem þjálfara. Hann er frábær í alla staði,“ segir Steinunn. Framkonur eru á toppnum og verða þar pottþétt þar til liðið spilar næsta deildarleik eftir 58 daga. Fram undan eru verkefni landsliðsins og frí vegna jóla og áramóta. Steinunn er þó ekki á leiðinni í frí því fram undan eru verkefni með íslenska landsliðinu.Hver verður ólétt næst? Sér Steinunn sig fyrir sér sem línumann það sem eftir er ferilsins? „Það er góð spurning. Hver verður ólétt næst og hvaða stöðu ég fæ,“ segir Steinunn hlæjandi. „Ég held að ég verði línumaður eitthvað áfram. Ég hef gaman af því að vera í barningi. Ég tek þetta alvarlega og ég hata að tapa. Ég reyni líka að taka við öllum hlutverkum með jákvæðu hugarfari og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Steinunn. Hún leggur áherslu á að staðan sé vissulega góð en það sé nóg eftir af mótinu. „Við þurfum að minna hver aðra á það að við erum langt frá því að hafa unnið eitthvað ennþá. Við þurfum að nýta þennan tíma vel í að styrkja okkur og halda keyrslunni áfram,“ segir Steinunn að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira
Ný krefjandi hlutverk opna oft nýjar víddir fyrir leikmenn og góða dæmisögu um það má finna hjá 25 ára gamalli handboltakonu í Safamýrinni í Reykjavík. Steinunn Björnsdóttir er komin með 49 mörk í Olís-deild kvenna og mótið er ekki hálfnað. Hún skoraði 52 mörk allt síðasta tímabil og stefnir því að því að næstum tvöfalda markaskor sitt. Steinunn hefur blómstrað í nýju hlutverki í sókninni og er nú orðin sextíu mínútna manneskja. Fram vann eins marks sigur á Haukum í síðasta deildarleiknum fyrir jól en framundan er landsleikjahlé.Þrír erfiðir leikir á einni viku „Það er búið að ganga mjög vel hjá okkur og það var gaman að klára með sigri í gær. Þetta var kannski ljótur sigur en þetta var þriðji erfiði leikurinn okkar á einni viku og því var mjög sterkt að ná að klára þetta,“ sagði Steinunn. Þetta var þriðji leikur liðsins á sjö dögum og þeir hafa allir verið á móti liðum sem eru í hópi fjögurra efstu. Fyrst bikarsigur á Val (4. sæti), svo sannfærandi útisigur í toppslagnum á móti Stjörnunni (2. sæti) og svo sigur á Haukum (3. sæti) í fyrrakvöld. Framliðið sýndi styrk sinn í sigrinum á Stjörnunni og sú flotta frammistaða kallaði á titlatal.Erfitt að stoppa okkur „Fjölmiðlar voru búnir að setja pressu á okkur en við reyndum bara að útiloka það, einblína á okkur sjálfar og spila okkar leik. Við erum að sjálfsögðu ekkert óstöðvandi en á meðan við spilum eins og við gerum núna er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Steinunn. Hún er aðalkonan í hinni sterku vörn Framliðsins. „Við erum búnar að vera að finna okkur mjög vel í varnarleiknum og höfum bara verið að fá á okkur í kringum tuttugu mörk í leik. Guðrún (Ósk Maríasdóttir) hefur síðan verið sterk fyrir aftan okkur,“ segir Steinunn og heldur áfram:Ferðin í haust hjálpar „Liðið er að smella saman núna. Við erum búnar að spila ári lengur saman. Leikmenn eru bara klárir á sínum hlutverkum og þegar það er svoleiðis þá gera allar sitt bara betur og það er meira sjálfstraust í liðinu,“ segir Steinunn. Hún var ánægð með undirbúninginn fyrir tímabilið. „Við fórum í mjög góða æfingaferð fyrir tímabilið. Við náðum þar upp mjög góðri stemningu í liðinu og það er klárlega að hjálpa til núna,“ segir Steinunn. Liðið breyttist lítið milli tímabila en hún fékk meiri ábyrgð þegar Ásta Birna Gunnarsdóttir datt úr. „Það var mjög mikill heiður fyrir mig að fá að vera fyrirliði þessa liðs,“ segir Steinunn. Hún fékk líka nýtt hlutverk í fyrravetur þegar hún fór að spila á línunni í sókninni. „Ég hafði bara verið í varnarskiptingu undanfarin ár og það er æðislegt að geta verið svona mikið með í leiknum,“ segir Steinunn. Ástæðan fyrir breytingunni var þó nokkuð sérstök. „Eftir að Elísabet Gunnarsdóttir varð ólétt, þá fékk ég þetta nýja hlutverk, Mér leist ekkert vel á þetta í byrjun en þetta hefur gengið vonum framar og þá sérstaklega það sem af er þessu tímabili,“ segir Steinunn en hún færði sig inn á línuna um áramótin í fyrra. Steinunn gat hér áður hvílt sig á meðan liðið var í sókn en núna spilar hún allan tímann. „Ég var búin að vera meidd í fætinum en hef náð mér þokkalega í honum. Ég hef því getað æft meira og er í fínu standi. 60 mínúturnar eru því ekkert mál,“ segir Steinunn.Að læra á kaldhæðni þjálfarans Stefán Arnarson þjálfar liðið og hann hefur nú búið til nokkur meistaraliðin. „Við erum búnar að læra á kaldhæðnina hans og læra betur inn á hann. Það eru forréttindi fyrir okkur að fá að hafa hann sem þjálfara. Hann er frábær í alla staði,“ segir Steinunn. Framkonur eru á toppnum og verða þar pottþétt þar til liðið spilar næsta deildarleik eftir 58 daga. Fram undan eru verkefni landsliðsins og frí vegna jóla og áramóta. Steinunn er þó ekki á leiðinni í frí því fram undan eru verkefni með íslenska landsliðinu.Hver verður ólétt næst? Sér Steinunn sig fyrir sér sem línumann það sem eftir er ferilsins? „Það er góð spurning. Hver verður ólétt næst og hvaða stöðu ég fæ,“ segir Steinunn hlæjandi. „Ég held að ég verði línumaður eitthvað áfram. Ég hef gaman af því að vera í barningi. Ég tek þetta alvarlega og ég hata að tapa. Ég reyni líka að taka við öllum hlutverkum með jákvæðu hugarfari og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Steinunn. Hún leggur áherslu á að staðan sé vissulega góð en það sé nóg eftir af mótinu. „Við þurfum að minna hver aðra á það að við erum langt frá því að hafa unnið eitthvað ennþá. Við þurfum að nýta þennan tíma vel í að styrkja okkur og halda keyrslunni áfram,“ segir Steinunn að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira