Baghdadi sagður sofa með sprengjubelti Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2016 14:05 Abu Bakr al-Baghdadi. Vísir/GETTY Árásin á Mosul, höfuðvígi Íslamska ríkisins í Írak, virðist taka verulega á vígamenn samtakanna sem og forystu. Aftökum hefur fjölgað verulega og vígamennirnir eru sagðir þjást af ofsóknarbrjálæði. Þá er Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, sagður hafa sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur írakska hernum borist textaskilaboð frá aðila sem heldur til í borginni um nokkurra vikna skeið. Sá aðili hefur lýst sífellt stressaðri vígamönnum og hefur hann einnig lýst því sem hefur verið að gerast í borginni. Fréttaveitan hefur staðfest frá hverjum skilaboðin eru en ekki er hægt að staðfesta að upplýsingarnar séu réttar. Hins vegar segja embættismenn að upplýsingarnar stemmi við þá mynd sem yfirvöld hafa af stöðunni í borginni. Í skilaboðunum kemur fram að uppljóstrarar og svikarar séu reglulega teknir af lífi í Mosul. Þá er Baghdadi sagður vera hættur að sjást opinberlega og að hann haldi til í göngum undir borginni. Bresk yfirvöld segja þó að líklega hafi Baghdadi yfirgefið borgina í byrjun mánaðarins. Yfirvöld Írak eru sammála því og telja Baghdadi vera í Nineveh héraði við landamæri Sýrlands. Háttsettir embættismenn Kúrda sögðu Reuters að aftökurnar séu merki um að Íslamska ríkið sé að missa tökin. Fall Mosul væri þó enginn endir á átökum við ISIS. „Þeir munu snúa sér aftur að óhefðbundnum hernaði, og sjálfsmorðsárásum mun fjölga á sjálfstjórnarsvæðinu, í írökskum borgum og annars staðar,“ segir Masrour Barzani, formaður öryggisráðs sjálfstjórnarsvæðisins. „Baráttan við ISIS verður löng. Ekki bara hernaðarlega heldur einnig efnahagslega og hugsjónalega.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Árásin á Mosul, höfuðvígi Íslamska ríkisins í Írak, virðist taka verulega á vígamenn samtakanna sem og forystu. Aftökum hefur fjölgað verulega og vígamennirnir eru sagðir þjást af ofsóknarbrjálæði. Þá er Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, sagður hafa sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur írakska hernum borist textaskilaboð frá aðila sem heldur til í borginni um nokkurra vikna skeið. Sá aðili hefur lýst sífellt stressaðri vígamönnum og hefur hann einnig lýst því sem hefur verið að gerast í borginni. Fréttaveitan hefur staðfest frá hverjum skilaboðin eru en ekki er hægt að staðfesta að upplýsingarnar séu réttar. Hins vegar segja embættismenn að upplýsingarnar stemmi við þá mynd sem yfirvöld hafa af stöðunni í borginni. Í skilaboðunum kemur fram að uppljóstrarar og svikarar séu reglulega teknir af lífi í Mosul. Þá er Baghdadi sagður vera hættur að sjást opinberlega og að hann haldi til í göngum undir borginni. Bresk yfirvöld segja þó að líklega hafi Baghdadi yfirgefið borgina í byrjun mánaðarins. Yfirvöld Írak eru sammála því og telja Baghdadi vera í Nineveh héraði við landamæri Sýrlands. Háttsettir embættismenn Kúrda sögðu Reuters að aftökurnar séu merki um að Íslamska ríkið sé að missa tökin. Fall Mosul væri þó enginn endir á átökum við ISIS. „Þeir munu snúa sér aftur að óhefðbundnum hernaði, og sjálfsmorðsárásum mun fjölga á sjálfstjórnarsvæðinu, í írökskum borgum og annars staðar,“ segir Masrour Barzani, formaður öryggisráðs sjálfstjórnarsvæðisins. „Baráttan við ISIS verður löng. Ekki bara hernaðarlega heldur einnig efnahagslega og hugsjónalega.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira