Kvikmyndin Hjartasteinn hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn og raðað inn verðlaunum á hverri kvikmyndahátiðinni eftir annari. Lífið tekur hér saman verðlaunin og birtir nokkrar myndir af hátíðunum sem eru orðnar ansi margar.

Hjartasteinn hefur nú þegar þetta er skrifað unnið 12 verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Hjartasteinn verður frumsýnd á aðaltökustað sínum, Borgarfirði eystri, þann 28. desember og fer í almennar sýningar þann 13. janúar. Hér er listi yfir hátíðirnar sem myndin hefur þegar verið á og þau verðlaun sem hún hefur hlotið:

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum, Ítalíu
-Queer Lion verðlaunin
TIFF – Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto, Kanada

Kvikmyndahátíðin í Varsjá, Póllandi
-Besti leikstjórinn
-Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn
-Kirkjuverðlaun hátíðarinnar
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Busan, Suður-Kóreu

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Chicago
-Gold Q Hugo verðlaunin
Kvikmyndahátíðin í Ghent, Belgíu
CPH:PIX kvikmyndahátíðin í Kaupmannahöfn, Danmörku
-Áhorfendaverðlaun Politiken
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Sao Paulo, Brasilíu

Alþjóðlega Molodist kvikmyndahátíðin í Kænugarði, Úkraínu
-Áhorfendaverðlaun hátíðarinnar
-FIPRESCI verðlaun samtaka gagnrýnenda
-Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn
Scanorama alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Vilníus, Litháen
Evrópska kvikmyndahátíðin í Sevilla, Spáni
-Ocaña frelsisverðlaunin

Norrænu kvikmyndadagarnir í Lübeck, Þýskalandi
-Aðalverðlaun hátíðarinnar - NDR verðlaunin
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Þessalóníku, Grikklandi
-Silfurverðlaun hátíðarinnar (Silver Alexander verðlaunin)
Frekari upplýsingar um Hjartastein má nálgast á Facebooksíðu myndarinnar hér.