Góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 09:15 "Þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir Aðalbjörg Stefanía. Vísir/Anton Brink Samskipti verða í brennidepli í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld, 16. nóvember, klukkan 20. Þar munu Gunnar Hersveinn heimspekingur og Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, meðal annars glíma við eftirfarandi spurningar: Hvað merkir það að vera einlægur og trúverðugur í samskiptum? Hvaða afleiðingar hefur það að hlusta ekki á aðra? Hvernig þróast vond samskipti? Hver nennir að breyta sjálfum sér? Aðalbjörg Stefanía skrifaði nýlega bók um hvernig góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra. Bókin nefnist Samskiptaboðorðin. „Bókin er ástæða þess að Gunnar Hersveinn bað mig að koma,“ segir Aðalbjörg. „Við ætlum að ræða um samskiptagreind og samskipti almennt, meðal annars í ljósi heimspekilegra fræða og ég kem með innlegg um hvernig heiðarleiki birtist í samskiptum. Svo ætlum við líka að tala um samskiptaboðorðin: horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa og ég kem með dæmi um þau. Enda eru þau dálítið rauði þráðurinn í bókinni minni og eru meira að segja rauðmerkt til að skerpa á þeim.“ Bók Aðalbjargar er mjög persónuleg og einlæg. Skyldi ekki hafa tekið á að skrifa hana? „Það var erfiðast að ákveða að skrifa bókina út frá hjartanu. Ég skilaði inn handriti árið 2014, það var eiginlega fræðibók um samskipti. En á vegferðinni varð hún persónuleg, ritstjórinn minn, hún Guðrún Sigfúsdóttir, hvatti mig til þess. Oft er undanfari stórra ákvarðana erfiðastur, þegar þær hafa verið teknar verður eftirleikurinn auðveldari. Ég bara hugsaði: Aðalbjörg, nú leggur þú allt á borð. Ef þessi bók á að verða trúverðug og koma til skila því sem þú vilt, þá skalt þú sjálf vera opin og heiðarleg – og allt í einu lék þetta verkefni í höndunum á mér.“ Aðalbjörg viðurkennir að sumt hafi reynst átak að rifja upp, eins og kynferðislegt ofbeldi sem hún hafi haldið leyndu að mestu. Eða þegar samskipti hennar og eiginmannsins voru komin á svo vondan stað að fátt annað en kraftaverk gat bjargað þeim. „En þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir hún. „Við eigum öll okkar hugsjónir og þegar maður finnur sig hafa tilgang og getur gengið fram í honum, þá fyllist maður hamingju.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Samskipti verða í brennidepli í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld, 16. nóvember, klukkan 20. Þar munu Gunnar Hersveinn heimspekingur og Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, meðal annars glíma við eftirfarandi spurningar: Hvað merkir það að vera einlægur og trúverðugur í samskiptum? Hvaða afleiðingar hefur það að hlusta ekki á aðra? Hvernig þróast vond samskipti? Hver nennir að breyta sjálfum sér? Aðalbjörg Stefanía skrifaði nýlega bók um hvernig góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra. Bókin nefnist Samskiptaboðorðin. „Bókin er ástæða þess að Gunnar Hersveinn bað mig að koma,“ segir Aðalbjörg. „Við ætlum að ræða um samskiptagreind og samskipti almennt, meðal annars í ljósi heimspekilegra fræða og ég kem með innlegg um hvernig heiðarleiki birtist í samskiptum. Svo ætlum við líka að tala um samskiptaboðorðin: horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa og ég kem með dæmi um þau. Enda eru þau dálítið rauði þráðurinn í bókinni minni og eru meira að segja rauðmerkt til að skerpa á þeim.“ Bók Aðalbjargar er mjög persónuleg og einlæg. Skyldi ekki hafa tekið á að skrifa hana? „Það var erfiðast að ákveða að skrifa bókina út frá hjartanu. Ég skilaði inn handriti árið 2014, það var eiginlega fræðibók um samskipti. En á vegferðinni varð hún persónuleg, ritstjórinn minn, hún Guðrún Sigfúsdóttir, hvatti mig til þess. Oft er undanfari stórra ákvarðana erfiðastur, þegar þær hafa verið teknar verður eftirleikurinn auðveldari. Ég bara hugsaði: Aðalbjörg, nú leggur þú allt á borð. Ef þessi bók á að verða trúverðug og koma til skila því sem þú vilt, þá skalt þú sjálf vera opin og heiðarleg – og allt í einu lék þetta verkefni í höndunum á mér.“ Aðalbjörg viðurkennir að sumt hafi reynst átak að rifja upp, eins og kynferðislegt ofbeldi sem hún hafi haldið leyndu að mestu. Eða þegar samskipti hennar og eiginmannsins voru komin á svo vondan stað að fátt annað en kraftaverk gat bjargað þeim. „En þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir hún. „Við eigum öll okkar hugsjónir og þegar maður finnur sig hafa tilgang og getur gengið fram í honum, þá fyllist maður hamingju.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira