Segir fjöldauppsagnir kennara mun alvarlegri aðgerðir en verkfall Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 08:36 Kennarar fjölmenntu í Hagaskóla eftir samstöðufund í Háskólabíói í gær en borgarstjórnarfundur fór fram í skólanum. vísir/ernir Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Fundurinn er sá annar í röðinni eftir að kennarar vísuðu kjaradeilu sinni við sveitarfélögin til sáttasemjara í liðinni viku, en fyrsti fundurinn var síðastliðinn mánudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir í samtali við Vísi að hann telji að samningaviðræðurnar nú megi í mesta lagi taka þrjár vikur en kennarar hafa tvívegis á árinu fellt kjarasamning. Mikil ólga er í stéttinni og komu um þúsund kennarar saman til samstöðufundar í Háskólabíó síðdegis í gær þar sem þeir kröfðust bættra kjara. „Þetta er fundur númer tvö þannig að nú förum við að ræða málefnin og taka á þessu en það er auðvitað ljóst að þetta getur tekið smá tíma. Það er þó einnig ljóst að tíminn sem við höfum til umráða er ekki mikill og það sem við gáfum út á mánudaginn eftir fund okkar þá var að þrátt fyrir að það megi búast við að þetta taki nokkrar vikur þá gerum við okkur öll grein fyrir því að tíminn er naumur,“ segir Ólafur.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við kennara sem telja eðlilegt að þeir séu með á bilinu 600 til 700 þúsund. Ólafur vill ekki svara því til hvort að það sé raunhæf krafa og eitthvað sem sé uppi á borðinu í viðræðum deiluaðila enda ríki trúnaður um það sem þar fer fram. Margir kennarar hafa stigið fram í fjölmiðlum undanfarið og sagt að náist ekki samningar sem þeir geta sætt sig við muni þeir segja upp störfum. Ólafur segir að Félag grunnskólakennara finni vissulega fyrir þessari undiröldu og segir að það yrði „katastrófa“ ef kennarar færu að segja upp í hrönnum. Það væru til að mynda aðgerðir sem kennarar gætu gripið til ef ekki næst að semja innan þriggja vikna, það er tímarammans sem Ólafur nefnir í tengslum við samningaviðræðurnar nú, og segir Ólafur að fjöldauppsagnir kennara séu mun alvarlegri aðgerðir en kennaraverkfall. „Hins vegar eru uppsagnir kennara ekkert sem kemur inn á borð okkar hjá félaginu, og við stjórnum eða ráðum við, heldur er það bara á milli kennara og skólastjóra. En það er auðvitað ekki búið að taka verkfallsréttinn af okkur og það er auðvitað eitt af því sem við myndum skoða ef við kæmumst í þá stöðu,“ segir Ólafur. Kjaramál Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Samninganefnd Félags grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Fundurinn er sá annar í röðinni eftir að kennarar vísuðu kjaradeilu sinni við sveitarfélögin til sáttasemjara í liðinni viku, en fyrsti fundurinn var síðastliðinn mánudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir í samtali við Vísi að hann telji að samningaviðræðurnar nú megi í mesta lagi taka þrjár vikur en kennarar hafa tvívegis á árinu fellt kjarasamning. Mikil ólga er í stéttinni og komu um þúsund kennarar saman til samstöðufundar í Háskólabíó síðdegis í gær þar sem þeir kröfðust bættra kjara. „Þetta er fundur númer tvö þannig að nú förum við að ræða málefnin og taka á þessu en það er auðvitað ljóst að þetta getur tekið smá tíma. Það er þó einnig ljóst að tíminn sem við höfum til umráða er ekki mikill og það sem við gáfum út á mánudaginn eftir fund okkar þá var að þrátt fyrir að það megi búast við að þetta taki nokkrar vikur þá gerum við okkur öll grein fyrir því að tíminn er naumur,“ segir Ólafur.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við kennara sem telja eðlilegt að þeir séu með á bilinu 600 til 700 þúsund. Ólafur vill ekki svara því til hvort að það sé raunhæf krafa og eitthvað sem sé uppi á borðinu í viðræðum deiluaðila enda ríki trúnaður um það sem þar fer fram. Margir kennarar hafa stigið fram í fjölmiðlum undanfarið og sagt að náist ekki samningar sem þeir geta sætt sig við muni þeir segja upp störfum. Ólafur segir að Félag grunnskólakennara finni vissulega fyrir þessari undiröldu og segir að það yrði „katastrófa“ ef kennarar færu að segja upp í hrönnum. Það væru til að mynda aðgerðir sem kennarar gætu gripið til ef ekki næst að semja innan þriggja vikna, það er tímarammans sem Ólafur nefnir í tengslum við samningaviðræðurnar nú, og segir Ólafur að fjöldauppsagnir kennara séu mun alvarlegri aðgerðir en kennaraverkfall. „Hins vegar eru uppsagnir kennara ekkert sem kemur inn á borð okkar hjá félaginu, og við stjórnum eða ráðum við, heldur er það bara á milli kennara og skólastjóra. En það er auðvitað ekki búið að taka verkfallsréttinn af okkur og það er auðvitað eitt af því sem við myndum skoða ef við kæmumst í þá stöðu,“ segir Ólafur.
Kjaramál Tengdar fréttir Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45 Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. 15. nóvember 2016 06:45
Kennarar sætta sig við 600-700 þúsund krónur í mánaðarlaun Mikil samstaða á samstöðufundi kennara í Háskólabíói í dag. 15. nóvember 2016 18:56