Meintir hrappar sitja um sóknargjöld zúista Snærós Sindradóttir skrifar 15. nóvember 2016 06:30 Zúismi er alvöru trúarbrögð úti í hinum stóra heimi. Hér á landi starfar félagið í pólitískum tilgangi. Yfirlýst markmið sitjandi stjórnar er að endurgreiða sóknargjöld til meðlima. Félagið er eitt stærsta trúfélag landsins. vísir/afp Sigurður Orri Kristjánsson Fréttablaðið/Valli Fari svo að innanríkisráðuneytið úrskurði fyrrum forsvarsmönnum trúfélags zúista á Íslandi í hag varðandi stjórnarskipti í félaginu eiga þeir von á að hagnast um ríflega 33 milljónir króna. Félag zúista starfar nú með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld til skráðra meðlima félagsins en þær áætlanir eru nú í uppnámi. Samkvæmt vef Hagstofunnar eru skráðir félagar 3.087 talsins. Hvert sóknarbarn greiðir 898 krónur á mánuði til þess trúfélags sem það er skráð í eða 10.776 krónur á ári. Fyrrum forsvarsmenn og stofnendur félagsins eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem eru grunaðir um fjármunabrot meðal annars með því að hafa aflað talsverðra fjárhæða í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter. Bræðurnir hafa verið til rannsóknar héraðssaksóknara, áður sérstaks saksóknara, en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist í samtali við Fréttablaðið búast við því að aðalmeðferð fari fram í máli bræðranna í byrjun næsta árs. Mál bræðranna hafa vakið mikla athygli og var meðal annars fjallað um þá í Kastljósi á síðasta ári þar sem fram kom að þeir hefðu safnað tæplega 200 þúsund dollurum, ríflega 22 milljónum króna, í nýsköpunarverkefni sem aldrei varð af. Vefsíðan lokaði á fjórðu söfnun bræðranna en töluvert tilefni þarf til að söfnun sé lokað. Í millitíðinni auglýsti sýslumaður eftir forsvarsmönnum fyrir trúfélag bræðranna, ellegar yrði félagið lagt niður sökum fámennis. Samkvæmt lögum þurfa 25 manns að vera skráðir í trúfélag svo það teljist virkt. Ný stjórn, án nokkurra tengsla við bræðurna, tók við keflinu og hét því að endurgreiða sóknargjöld til meðlima. Á skömmum tíma varð félagið eitt stærsta trúfélag landsins. Bræðurnir Ágúst og Einar höfðuðu þá mál á hendur Ríkissjóði Íslands til að fá greidd sóknargjöld til félagsins. Kurr er á meðal stjórnarmanna í zúistum vegna málsins enda var markmiðið með að halda félaginu gangandi ekki að einhver myndi hagnast á gjörningnum heldur að endurgreiða sóknargjöld til sóknarbarna. „Málið er bara í biðstöðu. Það er það eina sem hægt er að segja um málið núna,“ segir Snæbjörn Guðmundsson stjórnarmaður. Stjórnin hafi reynt að stofna rekstrarreikning fyrir félagið en málið hafi reynst flóknara en gert hafi verið ráð fyrir. „Það eru ekki allir alveg á sama máli innan stjórnsýslunnar um hvernig á að höndla þetta. Þeir leggja fram kæru til ráðuneytis og ráðuneytið hefur tekið sér tíma til að fjalla um það og greiða úr flækju sem er komin upp.“ Sigurður Orri Kristjánsson skráði sig í zúista um það leyti sem ný stjórn tók félagið yfir. „Það væri frekar fúlt ef þeir [bræðurnir] fá fjármunina frá íslenskum skattborgurum. Að svona kúl pólitískur gjörningur verði að einhverjum leikfjármunum fyrir þessa labbakúta er frekar frústrerandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dráttur á endurgreiðslum Zúista vegna kærumáls "Verið er að vinna í málinu og við munum greina frá því hér þegar niðurstaða hefur fengist.“ 13. nóvember 2016 20:55 Pírati leggur til að Litla-Hraun verði skráð sem nýtt trúfélag "Ég var skráð utan trúfélags, en er nú orðin zúisti. Þetta er bara svo frábært hakk á kerfinu." 7. desember 2015 12:41 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Sigurður Orri Kristjánsson Fréttablaðið/Valli Fari svo að innanríkisráðuneytið úrskurði fyrrum forsvarsmönnum trúfélags zúista á Íslandi í hag varðandi stjórnarskipti í félaginu eiga þeir von á að hagnast um ríflega 33 milljónir króna. Félag zúista starfar nú með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld til skráðra meðlima félagsins en þær áætlanir eru nú í uppnámi. Samkvæmt vef Hagstofunnar eru skráðir félagar 3.087 talsins. Hvert sóknarbarn greiðir 898 krónur á mánuði til þess trúfélags sem það er skráð í eða 10.776 krónur á ári. Fyrrum forsvarsmenn og stofnendur félagsins eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem eru grunaðir um fjármunabrot meðal annars með því að hafa aflað talsverðra fjárhæða í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter. Bræðurnir hafa verið til rannsóknar héraðssaksóknara, áður sérstaks saksóknara, en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist í samtali við Fréttablaðið búast við því að aðalmeðferð fari fram í máli bræðranna í byrjun næsta árs. Mál bræðranna hafa vakið mikla athygli og var meðal annars fjallað um þá í Kastljósi á síðasta ári þar sem fram kom að þeir hefðu safnað tæplega 200 þúsund dollurum, ríflega 22 milljónum króna, í nýsköpunarverkefni sem aldrei varð af. Vefsíðan lokaði á fjórðu söfnun bræðranna en töluvert tilefni þarf til að söfnun sé lokað. Í millitíðinni auglýsti sýslumaður eftir forsvarsmönnum fyrir trúfélag bræðranna, ellegar yrði félagið lagt niður sökum fámennis. Samkvæmt lögum þurfa 25 manns að vera skráðir í trúfélag svo það teljist virkt. Ný stjórn, án nokkurra tengsla við bræðurna, tók við keflinu og hét því að endurgreiða sóknargjöld til meðlima. Á skömmum tíma varð félagið eitt stærsta trúfélag landsins. Bræðurnir Ágúst og Einar höfðuðu þá mál á hendur Ríkissjóði Íslands til að fá greidd sóknargjöld til félagsins. Kurr er á meðal stjórnarmanna í zúistum vegna málsins enda var markmiðið með að halda félaginu gangandi ekki að einhver myndi hagnast á gjörningnum heldur að endurgreiða sóknargjöld til sóknarbarna. „Málið er bara í biðstöðu. Það er það eina sem hægt er að segja um málið núna,“ segir Snæbjörn Guðmundsson stjórnarmaður. Stjórnin hafi reynt að stofna rekstrarreikning fyrir félagið en málið hafi reynst flóknara en gert hafi verið ráð fyrir. „Það eru ekki allir alveg á sama máli innan stjórnsýslunnar um hvernig á að höndla þetta. Þeir leggja fram kæru til ráðuneytis og ráðuneytið hefur tekið sér tíma til að fjalla um það og greiða úr flækju sem er komin upp.“ Sigurður Orri Kristjánsson skráði sig í zúista um það leyti sem ný stjórn tók félagið yfir. „Það væri frekar fúlt ef þeir [bræðurnir] fá fjármunina frá íslenskum skattborgurum. Að svona kúl pólitískur gjörningur verði að einhverjum leikfjármunum fyrir þessa labbakúta er frekar frústrerandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dráttur á endurgreiðslum Zúista vegna kærumáls "Verið er að vinna í málinu og við munum greina frá því hér þegar niðurstaða hefur fengist.“ 13. nóvember 2016 20:55 Pírati leggur til að Litla-Hraun verði skráð sem nýtt trúfélag "Ég var skráð utan trúfélags, en er nú orðin zúisti. Þetta er bara svo frábært hakk á kerfinu." 7. desember 2015 12:41 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Dráttur á endurgreiðslum Zúista vegna kærumáls "Verið er að vinna í málinu og við munum greina frá því hér þegar niðurstaða hefur fengist.“ 13. nóvember 2016 20:55
Pírati leggur til að Litla-Hraun verði skráð sem nýtt trúfélag "Ég var skráð utan trúfélags, en er nú orðin zúisti. Þetta er bara svo frábært hakk á kerfinu." 7. desember 2015 12:41
Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30