Kúrekarnir unnu spennutrylli í Pittsburgh | Patriots tapaði á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 08:30 Ezekiel Elliott, vil vinstri, fagnar eftir leikinn í nótt. vísir/getty Ungu kúrekarnir halda áfram að gera það gott í NFL-deildinni en í nótt vann Dallas Cowboys sinn áttunda sigur í röð, í þetta sinn gegn öflugu liði Pittsburgh Steelers á útivelli, 35-30. Alls skiptust liðin sjö sinnum á að vera með forystuna í leiknum sem var taumlaus skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Leikstjórnandinn Dak Prescott og hlauparinn Ezekiel Elliott, sem báðir eru nýliðar, voru sem fyrr í aðalhlutverkum hjá sínu liði en sá síðarinefndi tryggði sigurinn með mögnuðu hlaupi og snertimarki þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum. Elliott skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum, þar af tvö á síðustu tveimur mínútunum. Hann hljóp fyrir 114 jördum í 21 tilraun og greip tvo bolta fyrir samtals 95 jördum - í annað skiptið fyrir 83 jördum og snertimarki. Dez Bryant, útherji Dallas, átti einnig góðan leik en hann var með 116 jarda og eitt snertimark í leiknum. Prescott var í basli framan af en náði að hrista það af sér. Hann kastaði fyrir 319 jördum og tveimur snertimörkum en Dallas hefur nú unnið átta af níu leikjum á tímabilinu og átta leiki í röð. Um metjöfnun er að ræða hjá félaginu. Ben Roethlisberger átti góðan leik fyrir Steelers sem og útherjinn Antonio Brown. Þeir virtust hafa tryggt Steelers sigur með brellikerfi á lokamínútunni, er Roethlisbergar blekkti Dallas-vörnina og gaf á Brown fyrir snertimarki. En það dugði bara ekki til. Þá mættust New England Patriots og Seattle Seahawks í stórleik næturinnar. Sömu lið mættust í Super Bowl fyrir tæpum tveimur árum en þá vann New England eftir ótrúlegar lokamínútur þar sem að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, kastaði boltanum frá sér á lokasekúndunum. Í nótt fékk New England tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Seattle-vörnin stóð lokasókn Tom Brady af sér og fagnaði sigri, 31-24. Þetta var aðeins annað tap Patriots á tímabilinu og það fyrsta eftir að Tom Brady sneri aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Brady fékk fjórar tilraunir innan við tveggja jarda línuna til að skora snertimark í lokin en náði ekki að nýta neina þeirra. Þar við sat. Doug Baldwin skoraði þrjú snertimörk fyrir Seattle í leiknum en hlauparinn LaGarette Blount skoraði þrjú fyrir Patriots. Tólf leikir fóru fram í NFL-deildinni í gær. Má nefna að Minnesota Vikings tapaði sínum fjórða leik í röð, nú fyrri Washington Redskins 26-20, eftir að hafa byrjað tímabilið á fimm sigrum í röð. Philadelphia náði að stöðva Atlanta Falcons á heimavelli, 24-15, og Green Bay Packers fékk á sig 47 stig gegn Tennessee Titans sem vann öruggan sigur, 47-25. Fjögur lið hafa unnið sjö leiki í Ameríkudeildinni. New England er eitt þeirra en hin þrjú, Kansas City, Oakland og Denver, eru öll í sama riðlinum - vesturriðlinum. Ekkert lið hefur unnið sjö leiki í Þjóðardeildinni nema Dallas, sem hefur unnið átta leiki.Staðan í deildinni. NFL Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Ungu kúrekarnir halda áfram að gera það gott í NFL-deildinni en í nótt vann Dallas Cowboys sinn áttunda sigur í röð, í þetta sinn gegn öflugu liði Pittsburgh Steelers á útivelli, 35-30. Alls skiptust liðin sjö sinnum á að vera með forystuna í leiknum sem var taumlaus skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Leikstjórnandinn Dak Prescott og hlauparinn Ezekiel Elliott, sem báðir eru nýliðar, voru sem fyrr í aðalhlutverkum hjá sínu liði en sá síðarinefndi tryggði sigurinn með mögnuðu hlaupi og snertimarki þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum. Elliott skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum, þar af tvö á síðustu tveimur mínútunum. Hann hljóp fyrir 114 jördum í 21 tilraun og greip tvo bolta fyrir samtals 95 jördum - í annað skiptið fyrir 83 jördum og snertimarki. Dez Bryant, útherji Dallas, átti einnig góðan leik en hann var með 116 jarda og eitt snertimark í leiknum. Prescott var í basli framan af en náði að hrista það af sér. Hann kastaði fyrir 319 jördum og tveimur snertimörkum en Dallas hefur nú unnið átta af níu leikjum á tímabilinu og átta leiki í röð. Um metjöfnun er að ræða hjá félaginu. Ben Roethlisberger átti góðan leik fyrir Steelers sem og útherjinn Antonio Brown. Þeir virtust hafa tryggt Steelers sigur með brellikerfi á lokamínútunni, er Roethlisbergar blekkti Dallas-vörnina og gaf á Brown fyrir snertimarki. En það dugði bara ekki til. Þá mættust New England Patriots og Seattle Seahawks í stórleik næturinnar. Sömu lið mættust í Super Bowl fyrir tæpum tveimur árum en þá vann New England eftir ótrúlegar lokamínútur þar sem að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, kastaði boltanum frá sér á lokasekúndunum. Í nótt fékk New England tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Seattle-vörnin stóð lokasókn Tom Brady af sér og fagnaði sigri, 31-24. Þetta var aðeins annað tap Patriots á tímabilinu og það fyrsta eftir að Tom Brady sneri aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Brady fékk fjórar tilraunir innan við tveggja jarda línuna til að skora snertimark í lokin en náði ekki að nýta neina þeirra. Þar við sat. Doug Baldwin skoraði þrjú snertimörk fyrir Seattle í leiknum en hlauparinn LaGarette Blount skoraði þrjú fyrir Patriots. Tólf leikir fóru fram í NFL-deildinni í gær. Má nefna að Minnesota Vikings tapaði sínum fjórða leik í röð, nú fyrri Washington Redskins 26-20, eftir að hafa byrjað tímabilið á fimm sigrum í röð. Philadelphia náði að stöðva Atlanta Falcons á heimavelli, 24-15, og Green Bay Packers fékk á sig 47 stig gegn Tennessee Titans sem vann öruggan sigur, 47-25. Fjögur lið hafa unnið sjö leiki í Ameríkudeildinni. New England er eitt þeirra en hin þrjú, Kansas City, Oakland og Denver, eru öll í sama riðlinum - vesturriðlinum. Ekkert lið hefur unnið sjö leiki í Þjóðardeildinni nema Dallas, sem hefur unnið átta leiki.Staðan í deildinni.
NFL Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira