Conor McGregor tvöfaldur meistari Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. nóvember 2016 07:27 Conor McGregor fagnar með bæði beltin. Vísir/Getty UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. Aldrei áður í 23 ára sögu UFC hefur einn maður verið meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. McGregor kom inn í bardagann gegn léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez sem ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og gekk úr búrinu með bæði beltin. McGregor byrjaði bardagann gríðarlega vel og kýldi Alvarez niður tvisvar í 1. lotu. Hann var afar yfirvegaður og öruggur og setti meira að segja báðar hendur fyrir aftan bak á einum tímapunkti. Í 2. lotu kýldi McGregor hinn bandaríska Alvarez aftur niður og kláraði hann svo með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Sigurinn var aldrei í hættu og átti Alvarez fá svör við höggum McGregor. McGregor er því tvöfaldur meistari en óvíst er hver næstu skref hans verða.Tyron Woodley og Stephen Thompson mættust um veltivigtartitilinn og var bardaginn afar spennandi. Svo fór að bardaginn var dæmdur jafntefli og heldur meistarinn Woodley því beltinu sínu. Þeir munu hugsanlega mætast aftur og útkljá sín mál. Þetta var fyrsta bardagakvöld UFC í New York eftir að íþróttin var lögleidd þar í ríki fyrr á árinu. Bardagakvöldið var sögulegt fyrir margar sakir og verður lengi í minnum haft. Öll önnur úrslit má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04 Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Getur Conor komist á spjöld sögunnar með sigri á sögulegu bardagakvöldi? Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. 12. nóvember 2016 15:45 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sjá meira
UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. Aldrei áður í 23 ára sögu UFC hefur einn maður verið meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. McGregor kom inn í bardagann gegn léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez sem ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og gekk úr búrinu með bæði beltin. McGregor byrjaði bardagann gríðarlega vel og kýldi Alvarez niður tvisvar í 1. lotu. Hann var afar yfirvegaður og öruggur og setti meira að segja báðar hendur fyrir aftan bak á einum tímapunkti. Í 2. lotu kýldi McGregor hinn bandaríska Alvarez aftur niður og kláraði hann svo með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Sigurinn var aldrei í hættu og átti Alvarez fá svör við höggum McGregor. McGregor er því tvöfaldur meistari en óvíst er hver næstu skref hans verða.Tyron Woodley og Stephen Thompson mættust um veltivigtartitilinn og var bardaginn afar spennandi. Svo fór að bardaginn var dæmdur jafntefli og heldur meistarinn Woodley því beltinu sínu. Þeir munu hugsanlega mætast aftur og útkljá sín mál. Þetta var fyrsta bardagakvöld UFC í New York eftir að íþróttin var lögleidd þar í ríki fyrr á árinu. Bardagakvöldið var sögulegt fyrir margar sakir og verður lengi í minnum haft. Öll önnur úrslit má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04 Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Getur Conor komist á spjöld sögunnar með sigri á sögulegu bardagakvöldi? Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. 12. nóvember 2016 15:45 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sjá meira
Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04
Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00
UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30
Getur Conor komist á spjöld sögunnar með sigri á sögulegu bardagakvöldi? Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. 12. nóvember 2016 15:45
Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00