Jóhann Berg: Áttum ekki skilið að tapa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 19:11 Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap fyrir Króatíu í undankeppni HM 2018 í Zagreb í kvöld. Marcelo Brozovic skoraði bæði mörk Króata í leiknum. Íslendingar fengu þó sín færi í leiknum, þeirra á meðal Jóhann Berg sem átti gott skot snemma leiks sem sveif rétt yfir króatíska markið. „Ég er pirraður núna. Við vorum góðir í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora. Líka í seinni hálfleik. Við fengum góð færi til að jafna þennan leik,“ sagði Jóhann Berg við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ef eitthvað var vorum við betri en þeir. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en þeir fengu eitt skot fyrir utan teig þá og þeir kláruðu það. Það var einbeitingarleysi hjá okkur.“ Hann segir að Íslendingar hefðu getað sótt meira út á kantana enda meira pláss þar en á miðjunni þar sem Króatar eru með sína bestu leikmenn. „Þetta var í raun leikur sem var eftir þeirra höfði. Þeir voru með forystuna og við vorum ekki nógu klókir að svara þeim.“ Hann segir að vallaraðstæður hafi engu breytt í kvöld. „Þetta var jafnt fyrir bæði lið. Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni hálfleik og því fór sem fór. Það þýðir ekkert að læra yfir því. Við fengum fína möguleika en þetta datt bara ekki okkar megin. En svona er fótboltinn.“ „Þetta er þó enginn heimsendir. Við töpuðum fyrir sterku liði á útivelli. Við vinnum þá bara heima og þá verðum við í fínum málum.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45 Hannes: Var möguleiki að fá eitthvað út úr þessu „Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. 12. nóvember 2016 19:01 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leik Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap fyrir Króatíu í undankeppni HM 2018 í Zagreb í kvöld. Marcelo Brozovic skoraði bæði mörk Króata í leiknum. Íslendingar fengu þó sín færi í leiknum, þeirra á meðal Jóhann Berg sem átti gott skot snemma leiks sem sveif rétt yfir króatíska markið. „Ég er pirraður núna. Við vorum góðir í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora. Líka í seinni hálfleik. Við fengum góð færi til að jafna þennan leik,“ sagði Jóhann Berg við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ef eitthvað var vorum við betri en þeir. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en þeir fengu eitt skot fyrir utan teig þá og þeir kláruðu það. Það var einbeitingarleysi hjá okkur.“ Hann segir að Íslendingar hefðu getað sótt meira út á kantana enda meira pláss þar en á miðjunni þar sem Króatar eru með sína bestu leikmenn. „Þetta var í raun leikur sem var eftir þeirra höfði. Þeir voru með forystuna og við vorum ekki nógu klókir að svara þeim.“ Hann segir að vallaraðstæður hafi engu breytt í kvöld. „Þetta var jafnt fyrir bæði lið. Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni hálfleik og því fór sem fór. Það þýðir ekkert að læra yfir því. Við fengum fína möguleika en þetta datt bara ekki okkar megin. En svona er fótboltinn.“ „Þetta er þó enginn heimsendir. Við töpuðum fyrir sterku liði á útivelli. Við vinnum þá bara heima og þá verðum við í fínum málum.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45 Hannes: Var möguleiki að fá eitthvað út úr þessu „Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. 12. nóvember 2016 19:01 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leik Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45
Hannes: Var möguleiki að fá eitthvað út úr þessu „Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. 12. nóvember 2016 19:01