Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 22-27 | Frábær byrjun og frábær markvarsla hjá Fram Óskar Ófeigur Jónsson í Mýrinni skrifar 12. nóvember 2016 16:00 Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði fimm mörk úr sex skotum. Vísir/Eyþór Framkonur eru komnar með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir sannfærandi fimm marka útisigur á Stjörnunni, 27-22, í toppslagnum í Mýrinni í dag. Það er mikið eftir að mótinu ennþá en Framkonur hafa sýnt það með átta sigrum í fyrstu níu leikjum sínum að þar fer lið sem er til alls líklegt á þessu tímabili. Stefán Arnarson, þjálfari Framliðsins, er kominn með meistaralið í hendurnar ef marka má þessa frammistöðu á útivelli á móti liðinu í öðru sæti. Framliðið gaf tóninn strax í byrjun með því að komast í 5-0 og halda marki sínu hreinu fyrstu níu mínútur leiksins. Stjörnuliðið náði að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik, 15-13, en eftir aðra góða byrjun Framliðsins í seinni hálfleiknum var sigur Safamýrastelpna aldrei í hættu. Guðrún Ósk Maríasdóttir var frábær í marki Fram. Hún varði fjögur fyrstu skot Stjörnunnar í leiknum og varði alls 21 skot í dag. Guðrún Ósk tók meðal annars þrjú vítaskot en Stjörnukonur klikkuðu á fjórum af sjö vítum sínum í leiknum. Vörn og frábær markvarsla lögðu grunninn að sigri Framliðsins í þessum leik. Þær fundu ekki mikið fyrir því að stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir nýtti aðeins tvö af fyrstu tólf skotum sínum í leiknum. Hægri vængurinn, skyttan Hildur Þorgeirsdóttir og hornamaðurinn Hekla Rún Ámundadóttir voru að skila mestu í sókninni ásamt leikstjórnandanum Sigurbjörgu Jóhannsdóttur. Ragnheiður endaði með 5 mörk, líkt og Sigurbjörg, en þurfti 18 skot til að skora þau. Hulda Dagsdóttir átti flotta innkomu í fyrri hálfleiknum þegar lítið gekk í sóknarleik Fram og skoraði þá þrjú mörk í röð. Það voru þó bara einu mörk hennar í leiknum. Fyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir var traust í vörninni og skoraði einnig þrjú mörk og fiskaði tvö víti. Helena Rut Örvarsdóttir var atkvæðamest hjá Stjörnunni en þurfti 14 skot til að skora sín 6 mörk. Slæm byrjun gerði liðinu nánast ómögulegt að fá eitthvað út úr leik á móti mjög sterku Framliði. Það hjálpaði ekki að þegar þær fundu skotfæri á móti Framvörninni þá var Guðrún Ósk oftast mætt til að verja. Það verður samt að teljast ansi dýrt í fimm marka tapi að klikka fjórum vítum fleiri en andstæðingurinn. Stjörnukonur höfðu unnið sex deildarleiki í röð eins og Framliðið en réðu ekki við öflugt Framlið í dag. Það er samt betra að lenda í svona leik svo snemma á tímabilinu því Garðbæingar hafa nægan tíma til að laga sinn leik þar til að liðin mætast á ný eftir áramót.Steinunn: Markvarslan hefur verið frábær Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, átti flottan leik í dag. „Þetta var gjörsamlega geggjað. Við byrjuðum báða hálfleikana frábærlega og náðum 4-5 marka forskoti sem við héldum,“ sagði Steinunn í samtali við Vísi eftir leik. „Við vorum staðráðnar í að byrja seinni hálfleikinn af krafti. Svo tóku þær leikhlé og þá reyndi á okkur að halda áfram. Það var enginn slæmur kafli í seinni hálfleik.“ Vörn og markvarsla Framliðsins var til mikillar fyrirmyndar og átti stærstan þátt í sigrinum. „Markvarslan hefur verið frábær, sem og vörnin, og það var mjög gott að halda þeim í 22 mörkum. Við höfum haldið liðum í kringum 20 mörk í vetur,“ sagði Steinunn sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að Fram sé komið með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. „Hún þýðir lítið akkúrat núna, það er mikið eftir. Það er frábært að vera með smá forystu á toppnum en við eigum erfiðan leik á þriðjudaginn. Það væri frábært að vinna hann og fara inn í fríið á toppnum,“ sagði Steinunn en Fram mætir Haukum á þriðjudaginn.Rakel Dögg: Töpuðum fyrir betra liði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, var ósátt með hvernig Garðbæingar byrjuðu leikinn í dag. „Þetta var mjög slök byrjun, bæði í vörn og sókn, og það er erfitt að lenda svona mikið undir á móti liði eins og Fram. Þetta var eltingarleikur allan tímann og þó við höfum komið til baka og komist vel inn í leikinn náðum við aldrei að jafna,“ sagði Rakel. En hvað fór úrskeiðis hjá Stjörnunni í dag? „Við tókum léleg skot. Guðrún [Ósk Maríasdóttir] var auðvitað frábær í markinu en skotin sem við tókum á fyrstu tíu mínútunum voru beint á hana,“ sagði Rakel. „Svo stóðum við ekki vel í vörninni og það eru margir hlutir sem spila inn í. Þessi byrjun gerði okkur klárlega erfitt fyrir. Það er alltaf erfitt að elta og mér fannst við einfaldlega tapa fyrir betra liði.“ Þrátt fyrir að Fram sé komið með fjögurra stiga forskot á toppnum segir Rakel að toppbaráttan sé langt frá því að vera búin. „Mótið er ekki einu sinni hálfnað svo ég ætla ekki að skrifa titilinn á þær. En auðvitað eru þær kandítatar í það og verðskulda það eftir þessa byrjun í haust,“ sagði Rakel og bætti við: „Þetta er langt mót og sterk lið í deildinni þannig að þær geta ekkert slakað á, við getum ekkert slakað á og ætlum að halda áfram að anda ofan í hálsmálið á þeim.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Framkonur eru komnar með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir sannfærandi fimm marka útisigur á Stjörnunni, 27-22, í toppslagnum í Mýrinni í dag. Það er mikið eftir að mótinu ennþá en Framkonur hafa sýnt það með átta sigrum í fyrstu níu leikjum sínum að þar fer lið sem er til alls líklegt á þessu tímabili. Stefán Arnarson, þjálfari Framliðsins, er kominn með meistaralið í hendurnar ef marka má þessa frammistöðu á útivelli á móti liðinu í öðru sæti. Framliðið gaf tóninn strax í byrjun með því að komast í 5-0 og halda marki sínu hreinu fyrstu níu mínútur leiksins. Stjörnuliðið náði að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik, 15-13, en eftir aðra góða byrjun Framliðsins í seinni hálfleiknum var sigur Safamýrastelpna aldrei í hættu. Guðrún Ósk Maríasdóttir var frábær í marki Fram. Hún varði fjögur fyrstu skot Stjörnunnar í leiknum og varði alls 21 skot í dag. Guðrún Ósk tók meðal annars þrjú vítaskot en Stjörnukonur klikkuðu á fjórum af sjö vítum sínum í leiknum. Vörn og frábær markvarsla lögðu grunninn að sigri Framliðsins í þessum leik. Þær fundu ekki mikið fyrir því að stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir nýtti aðeins tvö af fyrstu tólf skotum sínum í leiknum. Hægri vængurinn, skyttan Hildur Þorgeirsdóttir og hornamaðurinn Hekla Rún Ámundadóttir voru að skila mestu í sókninni ásamt leikstjórnandanum Sigurbjörgu Jóhannsdóttur. Ragnheiður endaði með 5 mörk, líkt og Sigurbjörg, en þurfti 18 skot til að skora þau. Hulda Dagsdóttir átti flotta innkomu í fyrri hálfleiknum þegar lítið gekk í sóknarleik Fram og skoraði þá þrjú mörk í röð. Það voru þó bara einu mörk hennar í leiknum. Fyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir var traust í vörninni og skoraði einnig þrjú mörk og fiskaði tvö víti. Helena Rut Örvarsdóttir var atkvæðamest hjá Stjörnunni en þurfti 14 skot til að skora sín 6 mörk. Slæm byrjun gerði liðinu nánast ómögulegt að fá eitthvað út úr leik á móti mjög sterku Framliði. Það hjálpaði ekki að þegar þær fundu skotfæri á móti Framvörninni þá var Guðrún Ósk oftast mætt til að verja. Það verður samt að teljast ansi dýrt í fimm marka tapi að klikka fjórum vítum fleiri en andstæðingurinn. Stjörnukonur höfðu unnið sex deildarleiki í röð eins og Framliðið en réðu ekki við öflugt Framlið í dag. Það er samt betra að lenda í svona leik svo snemma á tímabilinu því Garðbæingar hafa nægan tíma til að laga sinn leik þar til að liðin mætast á ný eftir áramót.Steinunn: Markvarslan hefur verið frábær Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, átti flottan leik í dag. „Þetta var gjörsamlega geggjað. Við byrjuðum báða hálfleikana frábærlega og náðum 4-5 marka forskoti sem við héldum,“ sagði Steinunn í samtali við Vísi eftir leik. „Við vorum staðráðnar í að byrja seinni hálfleikinn af krafti. Svo tóku þær leikhlé og þá reyndi á okkur að halda áfram. Það var enginn slæmur kafli í seinni hálfleik.“ Vörn og markvarsla Framliðsins var til mikillar fyrirmyndar og átti stærstan þátt í sigrinum. „Markvarslan hefur verið frábær, sem og vörnin, og það var mjög gott að halda þeim í 22 mörkum. Við höfum haldið liðum í kringum 20 mörk í vetur,“ sagði Steinunn sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að Fram sé komið með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. „Hún þýðir lítið akkúrat núna, það er mikið eftir. Það er frábært að vera með smá forystu á toppnum en við eigum erfiðan leik á þriðjudaginn. Það væri frábært að vinna hann og fara inn í fríið á toppnum,“ sagði Steinunn en Fram mætir Haukum á þriðjudaginn.Rakel Dögg: Töpuðum fyrir betra liði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, var ósátt með hvernig Garðbæingar byrjuðu leikinn í dag. „Þetta var mjög slök byrjun, bæði í vörn og sókn, og það er erfitt að lenda svona mikið undir á móti liði eins og Fram. Þetta var eltingarleikur allan tímann og þó við höfum komið til baka og komist vel inn í leikinn náðum við aldrei að jafna,“ sagði Rakel. En hvað fór úrskeiðis hjá Stjörnunni í dag? „Við tókum léleg skot. Guðrún [Ósk Maríasdóttir] var auðvitað frábær í markinu en skotin sem við tókum á fyrstu tíu mínútunum voru beint á hana,“ sagði Rakel. „Svo stóðum við ekki vel í vörninni og það eru margir hlutir sem spila inn í. Þessi byrjun gerði okkur klárlega erfitt fyrir. Það er alltaf erfitt að elta og mér fannst við einfaldlega tapa fyrir betra liði.“ Þrátt fyrir að Fram sé komið með fjögurra stiga forskot á toppnum segir Rakel að toppbaráttan sé langt frá því að vera búin. „Mótið er ekki einu sinni hálfnað svo ég ætla ekki að skrifa titilinn á þær. En auðvitað eru þær kandítatar í það og verðskulda það eftir þessa byrjun í haust,“ sagði Rakel og bætti við: „Þetta er langt mót og sterk lið í deildinni þannig að þær geta ekkert slakað á, við getum ekkert slakað á og ætlum að halda áfram að anda ofan í hálsmálið á þeim.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira