Messi: „Við erum í skítamálum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 14:30 Lionel Messi og félagar eru í veseni. vísir/getty Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins í fótbolta, kallar eftir því að Argentínumenn standi saman eftir 3-0 tapið gegn erkifjendunum í Brasilíu í undankeppni HM 2018 í nótt. Hvorki gengur né rekur hjá Argentínu í undankeppninni en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og ekki vinna í síðustu fjórum. Það er í sjötta sæti Suður-Ameríkuriðilsins með 16 stig eftir ellefu leiki. „Við bjuggumst ekki við þessum úrslitum. Fram að fyrsta markinu var þetta jafn leikur og við vorum að spila vel. Það er bara svo erfitt að lenda undir því þá verður allt erfiðara,“ sagði Messi við argentínska fjölmiðla eftir leik. „Við erum í skítamálum en við treystum samt áfram á sjálfa okkur. Ef við vinnum Kólumbíu í næsta leik erum við komnir aftur í baráttuna. Við erum samt meðvitaðir um að við erum ekki að spila vel. Við þurfum að breyta miklu fyrir leikinn gegn Kólumbíu,“ sagði Lionel Messi. Fjögur efstu liðin í Suður-Ameríkuriðlinum fara beint á HM og það fimmta í umspil. Ef undankeppnin yrði flautuð af í dag myndu leikmenn Argentínu horfa á HM 2018 í sjónvarpinu en enn þá eru sjö leikir eftir. „Við þurfum að vera sterkir og koma okkur út úr þessari stöðu. Núna þurfum við að sameinast meira en nokkru sinni fyrr. Við erum öll á höttunum eftir því sama: Að komast á HM,“ sagði Lionel Messi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fimm sigrar í röð hjá Brössum sem pökkuðu erkifjendunum saman Brasilía vann Argentínu 3-0 á vellinum þar sem þjóðin fór að gráta fyrir tveimur árum síðan. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leik Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins í fótbolta, kallar eftir því að Argentínumenn standi saman eftir 3-0 tapið gegn erkifjendunum í Brasilíu í undankeppni HM 2018 í nótt. Hvorki gengur né rekur hjá Argentínu í undankeppninni en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og ekki vinna í síðustu fjórum. Það er í sjötta sæti Suður-Ameríkuriðilsins með 16 stig eftir ellefu leiki. „Við bjuggumst ekki við þessum úrslitum. Fram að fyrsta markinu var þetta jafn leikur og við vorum að spila vel. Það er bara svo erfitt að lenda undir því þá verður allt erfiðara,“ sagði Messi við argentínska fjölmiðla eftir leik. „Við erum í skítamálum en við treystum samt áfram á sjálfa okkur. Ef við vinnum Kólumbíu í næsta leik erum við komnir aftur í baráttuna. Við erum samt meðvitaðir um að við erum ekki að spila vel. Við þurfum að breyta miklu fyrir leikinn gegn Kólumbíu,“ sagði Lionel Messi. Fjögur efstu liðin í Suður-Ameríkuriðlinum fara beint á HM og það fimmta í umspil. Ef undankeppnin yrði flautuð af í dag myndu leikmenn Argentínu horfa á HM 2018 í sjónvarpinu en enn þá eru sjö leikir eftir. „Við þurfum að vera sterkir og koma okkur út úr þessari stöðu. Núna þurfum við að sameinast meira en nokkru sinni fyrr. Við erum öll á höttunum eftir því sama: Að komast á HM,“ sagði Lionel Messi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fimm sigrar í röð hjá Brössum sem pökkuðu erkifjendunum saman Brasilía vann Argentínu 3-0 á vellinum þar sem þjóðin fór að gráta fyrir tveimur árum síðan. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leik Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Fimm sigrar í röð hjá Brössum sem pökkuðu erkifjendunum saman Brasilía vann Argentínu 3-0 á vellinum þar sem þjóðin fór að gráta fyrir tveimur árum síðan. 11. nóvember 2016 10:30