Ávarpaði stúlkuna sem hann vonar að verði forseti Bandaríkjanna einn daginn Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 15:23 Seth Meyers í þætti gærkvöldsins. Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers reyndi að halda uppi glaðlegu fasi þegar hann fór yfir úrslit nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, en það reyndist honum um megn. Í níu mínútna löngu innslagi fór hann meðal annars yfir það hvernig hann hefur spáð rangt fyrir um gengi Donalds Trumps nýkjörins forseta Bandaríkjanna, í hvert einasta skipti síðastliðna átján mánuði, eða alveg frá því Trump tilkynnti í Trump-Turninum að hann ætlaði í forsetaframboð. Þegar sú tilkynning var ljós hélt Meyers að hún væri uppátæki sem væri ætlað til að vekja athygli á Trump sjálfum og öllu þeim rekstri sem honum fylgir, og hann færi aldrei í framboð. Það reyndist rangt hjá Meyers. Hann lýsti því síðar yfir að Trump myndi aldrei hafa sigur í forvali Repúblikana og taldi engar líkur á að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. „Góðu fréttirnar eru þær að miðað við spádómsgáfur mínar þá verður hann væntanlega frábær forseti,“ sagði Meyers. Hann sagðist vonast til þess að Trump yrði ekki sá maður sem birtist Bandaríkjamönnum í kosningabaráttunni. Maður sem vill byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og maður sem hótar því að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna.Meyers fór um víðan völl og náði að fara yfir ansi mikið efni tengdum þessum kosningum á innan við tíu mínútum. Tónninn breyttist þó þegar hann byrjaði að tala um hvaða þýðingu tap Clintons hefur fyrir ungar stúlkur, og foreldra þeirra, sem vonuðust eftir sigri Clintons. „Hún verður ekki forseti,“ sagði Meyers klökkur. „En það þýðir ekki að dóttir einhvers verði það ekki einn daginn. Við vitum ekki hver þú ert, en ég ímynda mér að þetta augnablik í sögunni muni hafa mikil mótandi áhrif á þig. Augnablik sem færi þig til að leggja harðar af þér til að ná lengra. Ég vonast til að vera á lífi þegar þú verður svarin í embætti.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu "Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur.“ 10. nóvember 2016 13:43 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Trump fær nýjan “The Beast” Kostar 160 milljónir króna og vegur 7-9 tonn. 10. nóvember 2016 14:12 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers reyndi að halda uppi glaðlegu fasi þegar hann fór yfir úrslit nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, en það reyndist honum um megn. Í níu mínútna löngu innslagi fór hann meðal annars yfir það hvernig hann hefur spáð rangt fyrir um gengi Donalds Trumps nýkjörins forseta Bandaríkjanna, í hvert einasta skipti síðastliðna átján mánuði, eða alveg frá því Trump tilkynnti í Trump-Turninum að hann ætlaði í forsetaframboð. Þegar sú tilkynning var ljós hélt Meyers að hún væri uppátæki sem væri ætlað til að vekja athygli á Trump sjálfum og öllu þeim rekstri sem honum fylgir, og hann færi aldrei í framboð. Það reyndist rangt hjá Meyers. Hann lýsti því síðar yfir að Trump myndi aldrei hafa sigur í forvali Repúblikana og taldi engar líkur á að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. „Góðu fréttirnar eru þær að miðað við spádómsgáfur mínar þá verður hann væntanlega frábær forseti,“ sagði Meyers. Hann sagðist vonast til þess að Trump yrði ekki sá maður sem birtist Bandaríkjamönnum í kosningabaráttunni. Maður sem vill byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og maður sem hótar því að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna.Meyers fór um víðan völl og náði að fara yfir ansi mikið efni tengdum þessum kosningum á innan við tíu mínútum. Tónninn breyttist þó þegar hann byrjaði að tala um hvaða þýðingu tap Clintons hefur fyrir ungar stúlkur, og foreldra þeirra, sem vonuðust eftir sigri Clintons. „Hún verður ekki forseti,“ sagði Meyers klökkur. „En það þýðir ekki að dóttir einhvers verði það ekki einn daginn. Við vitum ekki hver þú ert, en ég ímynda mér að þetta augnablik í sögunni muni hafa mikil mótandi áhrif á þig. Augnablik sem færi þig til að leggja harðar af þér til að ná lengra. Ég vonast til að vera á lífi þegar þú verður svarin í embætti.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu "Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur.“ 10. nóvember 2016 13:43 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Trump fær nýjan “The Beast” Kostar 160 milljónir króna og vegur 7-9 tonn. 10. nóvember 2016 14:12 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu "Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur.“ 10. nóvember 2016 13:43
Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00