Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. nóvember 2016 17:45 Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Þórir Hákonarson lét af störfum sem framkvæmdastjóri KSÍ í mars á síðasta ári. Við starfi hans tók Klara Bjartmarz sem hefur lengi starfað fyrir Knattspyrnusambandið. Geir segir að það hafi komið í hans hlut að setja Klöru inn í nýja starfið. „Það verður að líta til þess að það urðu gríðarlega miklar breytingar, og óvæntar breytingar, á árinu sem þýddu að ég þurfti að sinna miklu stærra verkefni heldur en ráð var gert fyrir þegar það urðu framkvæmdastjóraskipti. Ég held að það sé forsendan í því. Ég þurfti að leiða nýjan starfsmann inn í starfið. Það var enginn annar til þess,“ sagði Geir. Hann segir að þrátt fyrir að Klara sé reynslumikil hafi þurft að setja hana inn í þá málaflokka og verkefni sem hvíla á herðum framkvæmdastjórans.Lítið brot af þeim fjármunum sem fóru í rekstur KSÍ. „Þetta var ekki beint í mínum höndum,“ sagði Geir um bónusgreiðslurnar sem fjárhagsnefnd KSÍ lagði til. „Eins og ávallt reyni ég að gera mitt besta og þigg fyrir þá umbun sem er ákvörðuð. Þetta er lítið, lítið brot af þeim fjármunum sem fóru í rekstur KSÍ. Kannski er lærdómurinn sá að fjölga starfsmönnum og fá sérstaka starfsmenn til að vinna að EM-verkefninu.“ Sumir hafa velt fyrir sér hvaða hlutverki Geir gengdi úti í Frakklandi á meðan á EM stóð. „Mitt hlutverk fyrir KSÍ er ávallt það sama, að stýra Knattspyrnusambandinu alla daga ársins, sama hvar ég er staddur. Stóran hluta af árinu er ég staddur erlendis en er í stöðugu síma- og tölvusambandi við mitt fólk. Ég var í fyrirsvari fyrir KSÍ úti í Frakklandi og var undir miklu álagi frá ýmsum áttum. Ég vann bara hefðbundin störf fyrir KSÍ á sama tíma,“ sagði Geir. En af hverju fékk hann tvo mánuði greidda í bónus en aðrir starfsmenn KSÍ bara einn?Mikið álag „Það byggist ekki beint á EM í Frakklandi. Kjarninn í því kom til vegna þeirra breytinga sem urðu á skrifstofu KSÍ og því mikla álagi sem fluttist yfir á mig. Það var mjög reyndur framkvæmdarstjóri sem hætti með skömmum fyrirvara og við fengum nýjan framkvæmdarstjóra. Og alveg sama hver það var þurfti ég að taka miklu meiri þátt í daglegri starfsemi KSÍ á nýjan leik. Það tekur 1-2 ár að koma sér inn í svona viðamikið starf,“ svaraði Geir. Næsta ársþing KSÍ fer fram í febrúar á næsta ári. Geir ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs en talsverðar líkur eru á því að hann fái mótframboð frá Guðna Bergssyni, fyrrum landsliðsfyrirliða, sem liggur nú undir feldi og íhugar hvort hann eigin að bjóða sig fram. En hvernig líst Geir á mögulegt mótframboð?Reynsla mín og þekking er dýrmæt fyrir KSÍ „Bara vel. Ég er tilbúinn að vinna að framgangi íslenskrar knattspyrnu eins og ég hef gert svo lengi. Ég hef látið verkin tala og það eru spennandi tímar framundan. Sú reynsla og þekking sem ég hef byggt er dýrmæt fyrir KSÍ. Ég hef nóg að gefa ennþá. Forverar mínir í starfi voru tvöfalt lengur en ég. Ég get alveg séð fyrir mér að halda áfram en það er í höndum aðildarfélaganna,“ sagði Geir og bætti því við að fréttir um mögulegt framboð Guðna hafi komið sér á óvart. „Það kom mér á óvart að hann skyldi hafa hug á þessu núna, bara vegna þess að resktur KSÍ gengur frábærlega, bæði innan vallar og utan. En þetta eru opin og lýðræðisleg samtök, svo opin að menn geta nánast komið inn af götunni og boðið sig fram. Það er engin takmörkun,“ sagði Geir sem hefur verið formaður KSÍ frá 2007. Hann hefur starfað hjá KSÍ frá 1993, eða í 23 ár.Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir fékk tveggja mánaða laun í bónus á meðan aðrir fengu einn mánuð Annað starfsfólk KSÍ, sem vann í Frakklandi, fékk einn mánuð greiddan í bónus. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest innan raða KSÍ. 5. október 2016 07:00 Guðni íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ á næsta ársþingi Knattspyrnusambandsins í í febrúar á næsta ári. 22. nóvember 2016 19:47 KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. nóvember 2016 19:13 Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands greiðir starfsmönnum launauppbót vegna EM í Frakklandi í sumar. Upphæðin samsvaraði mánaðarlaunum hvers starfsmanns. 26. september 2016 07:00 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. 27. september 2016 07:00 Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30 Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ „Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara.“ 20. september 2016 16:53 Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00 EA Sports hafði samband við KSÍ vegna FIFA 18 Tölvuleikjafyrirtækið EA Sports hafði samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um viðræður um að íslenska landsliðið yrði með í næstu útgáfu af tölvuleiknum vinsæla FIFA 18. 21. september 2016 16:54 Geir þögull sem gröfin um störf sín í Frakklandi Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vill ekki gefa upp hvaða vinnu hann innti af hendi í Frakklandi á meðan Evrópumótið stóð yfir. 7. október 2016 07:00 Mörg víti að varast þegar kemur að byggingu nýs þjóðarleikvangs "Ef menn hafa kynnt sér íþróttasöguna þá sér maður að það eru óskaplega mörg dæmi um að svona verkefni hafi endað illa.“ 9. september 2016 16:42 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Þórir Hákonarson lét af störfum sem framkvæmdastjóri KSÍ í mars á síðasta ári. Við starfi hans tók Klara Bjartmarz sem hefur lengi starfað fyrir Knattspyrnusambandið. Geir segir að það hafi komið í hans hlut að setja Klöru inn í nýja starfið. „Það verður að líta til þess að það urðu gríðarlega miklar breytingar, og óvæntar breytingar, á árinu sem þýddu að ég þurfti að sinna miklu stærra verkefni heldur en ráð var gert fyrir þegar það urðu framkvæmdastjóraskipti. Ég held að það sé forsendan í því. Ég þurfti að leiða nýjan starfsmann inn í starfið. Það var enginn annar til þess,“ sagði Geir. Hann segir að þrátt fyrir að Klara sé reynslumikil hafi þurft að setja hana inn í þá málaflokka og verkefni sem hvíla á herðum framkvæmdastjórans.Lítið brot af þeim fjármunum sem fóru í rekstur KSÍ. „Þetta var ekki beint í mínum höndum,“ sagði Geir um bónusgreiðslurnar sem fjárhagsnefnd KSÍ lagði til. „Eins og ávallt reyni ég að gera mitt besta og þigg fyrir þá umbun sem er ákvörðuð. Þetta er lítið, lítið brot af þeim fjármunum sem fóru í rekstur KSÍ. Kannski er lærdómurinn sá að fjölga starfsmönnum og fá sérstaka starfsmenn til að vinna að EM-verkefninu.“ Sumir hafa velt fyrir sér hvaða hlutverki Geir gengdi úti í Frakklandi á meðan á EM stóð. „Mitt hlutverk fyrir KSÍ er ávallt það sama, að stýra Knattspyrnusambandinu alla daga ársins, sama hvar ég er staddur. Stóran hluta af árinu er ég staddur erlendis en er í stöðugu síma- og tölvusambandi við mitt fólk. Ég var í fyrirsvari fyrir KSÍ úti í Frakklandi og var undir miklu álagi frá ýmsum áttum. Ég vann bara hefðbundin störf fyrir KSÍ á sama tíma,“ sagði Geir. En af hverju fékk hann tvo mánuði greidda í bónus en aðrir starfsmenn KSÍ bara einn?Mikið álag „Það byggist ekki beint á EM í Frakklandi. Kjarninn í því kom til vegna þeirra breytinga sem urðu á skrifstofu KSÍ og því mikla álagi sem fluttist yfir á mig. Það var mjög reyndur framkvæmdarstjóri sem hætti með skömmum fyrirvara og við fengum nýjan framkvæmdarstjóra. Og alveg sama hver það var þurfti ég að taka miklu meiri þátt í daglegri starfsemi KSÍ á nýjan leik. Það tekur 1-2 ár að koma sér inn í svona viðamikið starf,“ svaraði Geir. Næsta ársþing KSÍ fer fram í febrúar á næsta ári. Geir ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs en talsverðar líkur eru á því að hann fái mótframboð frá Guðna Bergssyni, fyrrum landsliðsfyrirliða, sem liggur nú undir feldi og íhugar hvort hann eigin að bjóða sig fram. En hvernig líst Geir á mögulegt mótframboð?Reynsla mín og þekking er dýrmæt fyrir KSÍ „Bara vel. Ég er tilbúinn að vinna að framgangi íslenskrar knattspyrnu eins og ég hef gert svo lengi. Ég hef látið verkin tala og það eru spennandi tímar framundan. Sú reynsla og þekking sem ég hef byggt er dýrmæt fyrir KSÍ. Ég hef nóg að gefa ennþá. Forverar mínir í starfi voru tvöfalt lengur en ég. Ég get alveg séð fyrir mér að halda áfram en það er í höndum aðildarfélaganna,“ sagði Geir og bætti því við að fréttir um mögulegt framboð Guðna hafi komið sér á óvart. „Það kom mér á óvart að hann skyldi hafa hug á þessu núna, bara vegna þess að resktur KSÍ gengur frábærlega, bæði innan vallar og utan. En þetta eru opin og lýðræðisleg samtök, svo opin að menn geta nánast komið inn af götunni og boðið sig fram. Það er engin takmörkun,“ sagði Geir sem hefur verið formaður KSÍ frá 2007. Hann hefur starfað hjá KSÍ frá 1993, eða í 23 ár.Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir fékk tveggja mánaða laun í bónus á meðan aðrir fengu einn mánuð Annað starfsfólk KSÍ, sem vann í Frakklandi, fékk einn mánuð greiddan í bónus. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest innan raða KSÍ. 5. október 2016 07:00 Guðni íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ á næsta ársþingi Knattspyrnusambandsins í í febrúar á næsta ári. 22. nóvember 2016 19:47 KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. nóvember 2016 19:13 Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands greiðir starfsmönnum launauppbót vegna EM í Frakklandi í sumar. Upphæðin samsvaraði mánaðarlaunum hvers starfsmanns. 26. september 2016 07:00 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. 27. september 2016 07:00 Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30 Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ „Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara.“ 20. september 2016 16:53 Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00 EA Sports hafði samband við KSÍ vegna FIFA 18 Tölvuleikjafyrirtækið EA Sports hafði samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um viðræður um að íslenska landsliðið yrði með í næstu útgáfu af tölvuleiknum vinsæla FIFA 18. 21. september 2016 16:54 Geir þögull sem gröfin um störf sín í Frakklandi Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vill ekki gefa upp hvaða vinnu hann innti af hendi í Frakklandi á meðan Evrópumótið stóð yfir. 7. október 2016 07:00 Mörg víti að varast þegar kemur að byggingu nýs þjóðarleikvangs "Ef menn hafa kynnt sér íþróttasöguna þá sér maður að það eru óskaplega mörg dæmi um að svona verkefni hafi endað illa.“ 9. september 2016 16:42 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Geir fékk tveggja mánaða laun í bónus á meðan aðrir fengu einn mánuð Annað starfsfólk KSÍ, sem vann í Frakklandi, fékk einn mánuð greiddan í bónus. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest innan raða KSÍ. 5. október 2016 07:00
Guðni íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ á næsta ársþingi Knattspyrnusambandsins í í febrúar á næsta ári. 22. nóvember 2016 19:47
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. nóvember 2016 19:13
Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands greiðir starfsmönnum launauppbót vegna EM í Frakklandi í sumar. Upphæðin samsvaraði mánaðarlaunum hvers starfsmanns. 26. september 2016 07:00
PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45
Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. 27. september 2016 07:00
Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30
Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ „Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara.“ 20. september 2016 16:53
Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00
EA Sports hafði samband við KSÍ vegna FIFA 18 Tölvuleikjafyrirtækið EA Sports hafði samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um viðræður um að íslenska landsliðið yrði með í næstu útgáfu af tölvuleiknum vinsæla FIFA 18. 21. september 2016 16:54
Geir þögull sem gröfin um störf sín í Frakklandi Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vill ekki gefa upp hvaða vinnu hann innti af hendi í Frakklandi á meðan Evrópumótið stóð yfir. 7. október 2016 07:00
Mörg víti að varast þegar kemur að byggingu nýs þjóðarleikvangs "Ef menn hafa kynnt sér íþróttasöguna þá sér maður að það eru óskaplega mörg dæmi um að svona verkefni hafi endað illa.“ 9. september 2016 16:42