Sérfræðingar segja Trump hafa rangt fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2016 08:45 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Sérfræðingar, stjórnmálamenn og embættismenn segja Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa rangt fyrir sér í nýjasta Twitter-uppþoti sínu. Þar hélt Trump því fram að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum, ef atkvæði „milljóna sem kusu ólöglega“ væru dregin frá. Engar vísbendingar eru hins vegar um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað. Í heildina fékk Trump um tveimur milljónum færri atkvæða en Clinton, en þó vann hann á kjörmönnum með miklum meirihluta. Græni flokkurinn vinnur nú að því að láta endurtelja atkvæði þriggja mikilvægra ríkja, Michigan, Pennsylvania og Wisconsin, þar sem Trump vann með tiltölulega litlum mun. Til dæmis vann hann alla 16 kjörmenn Michigan með einungis 10.704 atkvæðum meira en Clinton, en alls voru greidd tæplega 4,8 milljónir atkvæða í ríkinu. Demókratar og Clinton hafa gengið til liðs við Græna flokkinn og hjálpa til við að reyna að fá endurtalninguna í gegn.Trump virðist hafa brugðist reiður við þeim fréttum en í gær sendi hann frá sér nokkur tíst um málið þar sem hann hélt því fram, án nokkurra sannanna, að milljónir hefðu kosið ólöglega og ef að kjörmannakerfið hefði ekki verið til staðar hefði hann samt unnið kosningarnar. Þingmenn úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum segja Trump hafa rangt fyrir sér. Sérfræðingar segja það einnig, en samkvæmt AFP fréttaveitunni, segja þeir einnig að ummæli Trump setji hættulegt fordæmi og dragi mögulega úr trausti fólks á lýðræði. Trump hélt því ítrekað fram fyrir kosningarnar að kerfið væri spillt og að verið væri að svindla á sér. Nú berst hann gegn því að atkvæði verði talin aftur.In addition to winning the Electoral College in a landslide, I won the popular vote if you deduct the millions of people who voted illegally— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 It would have been much easier for me to win the so-called popular vote than the Electoral College in that I would only campaign in 3 or 4--— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 states instead of the 15 states that I visited. I would have won even more easily and convincingly (but smaller states are forgotten)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 Serious voter fraud in Virginia, New Hampshire and California - so why isn't the media reporting on this? Serious bias - big problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 28, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Sérfræðingar, stjórnmálamenn og embættismenn segja Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa rangt fyrir sér í nýjasta Twitter-uppþoti sínu. Þar hélt Trump því fram að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum, ef atkvæði „milljóna sem kusu ólöglega“ væru dregin frá. Engar vísbendingar eru hins vegar um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað. Í heildina fékk Trump um tveimur milljónum færri atkvæða en Clinton, en þó vann hann á kjörmönnum með miklum meirihluta. Græni flokkurinn vinnur nú að því að láta endurtelja atkvæði þriggja mikilvægra ríkja, Michigan, Pennsylvania og Wisconsin, þar sem Trump vann með tiltölulega litlum mun. Til dæmis vann hann alla 16 kjörmenn Michigan með einungis 10.704 atkvæðum meira en Clinton, en alls voru greidd tæplega 4,8 milljónir atkvæða í ríkinu. Demókratar og Clinton hafa gengið til liðs við Græna flokkinn og hjálpa til við að reyna að fá endurtalninguna í gegn.Trump virðist hafa brugðist reiður við þeim fréttum en í gær sendi hann frá sér nokkur tíst um málið þar sem hann hélt því fram, án nokkurra sannanna, að milljónir hefðu kosið ólöglega og ef að kjörmannakerfið hefði ekki verið til staðar hefði hann samt unnið kosningarnar. Þingmenn úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum segja Trump hafa rangt fyrir sér. Sérfræðingar segja það einnig, en samkvæmt AFP fréttaveitunni, segja þeir einnig að ummæli Trump setji hættulegt fordæmi og dragi mögulega úr trausti fólks á lýðræði. Trump hélt því ítrekað fram fyrir kosningarnar að kerfið væri spillt og að verið væri að svindla á sér. Nú berst hann gegn því að atkvæði verði talin aftur.In addition to winning the Electoral College in a landslide, I won the popular vote if you deduct the millions of people who voted illegally— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 It would have been much easier for me to win the so-called popular vote than the Electoral College in that I would only campaign in 3 or 4--— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 states instead of the 15 states that I visited. I would have won even more easily and convincingly (but smaller states are forgotten)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 Serious voter fraud in Virginia, New Hampshire and California - so why isn't the media reporting on this? Serious bias - big problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 28, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira