Forfaðir Donalds Trump hét Þormóður Ljótsson Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2016 19:02 Líkur benda til að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, og íslenskar konur eigi sameiginlegar rætur á norrænasta svæði Bretlandseyja en móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Magnús Jónsson sagnfræðing og Agnar Helgason, líffræðilegan mannfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í þáttaröðinni Landnemarnir á Stöð 2 hafa rætur íslensku þjóðarinnar á Suðureyjum við Skotland verið skoðaðar en Magnús Jónsson sagnfræðingur fer þangað reglulega með hópa Íslendinga í skoðunarferðir. Norskir fjölmiðlar hafa nú rakið rætur Donalds Trump til norrænna manna á sömu slóðum í gegnum móður hans, Mary Anne MacLeod, en forfaðir hennar hét Ljótur. Ætt Ljóts skiptist í tvo ættboga í gegnum syni hans, sem hétu Þorkell og Þormóður, en í skoskum ritum eru þeir nefndir Torquil og Tormod MacLeod. „Þormóður þessi er ættfaðir þeirra á Ljóðhúsum,“ segir Magnús en tekur fram að hann hafi verið uppi í kringum 1300 löngu eftir að Ísland var fullnumið. Magnús Jónsson sagnfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Móðir Donalds Trump var frá bænum Tungu á Ljóðhúsum en svo var eyjan Lewis nefnd í fornsögum. Þar er allt morandi í norrænum örnefnum. „Á Kjalarnesi, í Kjós og í kringum Akranes eru mörg örnefni sem tengjast sömu örnefnum og á Ljóðhúsum,“ segir Magnús. Það er talið benda til þess að landnámsmenn þar hafi margir komið frá þessari eyju á Suðureyjum. Afkomendur Ketils flatnefs, Auður djúpúðga, Björn austræni, Helgi bjólan og Þórunn hyrna, eru nöfn úr landnámssögunni sem tengjast Suðureyjum. Og það er fleira en fornsögurnar og örnefnin. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar sýna sérstæð tengsl milli íslenskra kvenna og kvenna frá Suðureyjum. Þannig fundust tvö afbrigði hvatbera erfðaefnis einungis í Íslendingum og Suðureyingum, og hvergi annars staðar í heiminum, sem bendir til að konur ættaðar frá Suðureyjum hafi verið áberandi í landnámshópnum, að sögn Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu.Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við Íslendingar eru náskyldir Suðureyingum í kvenlegg. Hvatberaerfðaefni okkar er margt hvert alveg eins og við finnum á Suðureyjum. Þannig að það má segja að umtalsverður fjöldi af konum hafi komið þaðan til Íslands. Hvort það gerir okkur skyld Donald Trump veit ég ekki en það gæti verið,“ segir Agnar. Magnús Jónsson fer einnig varlega í að fjölyrða um skyldleika Íslendinga við Donald Trump. „En vissulega ef við getum teygt okkar forfeður á þetta svæði þá getur hann gert það alveg eins,“ segir Magnús. Móðir Donalds Trump, Mary Anne MacLeod, lést árið 2000, en faðir hans, Frederick Christ Trump, lést árið 1999. Bretland Donald Trump Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Líkur benda til að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, og íslenskar konur eigi sameiginlegar rætur á norrænasta svæði Bretlandseyja en móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Magnús Jónsson sagnfræðing og Agnar Helgason, líffræðilegan mannfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í þáttaröðinni Landnemarnir á Stöð 2 hafa rætur íslensku þjóðarinnar á Suðureyjum við Skotland verið skoðaðar en Magnús Jónsson sagnfræðingur fer þangað reglulega með hópa Íslendinga í skoðunarferðir. Norskir fjölmiðlar hafa nú rakið rætur Donalds Trump til norrænna manna á sömu slóðum í gegnum móður hans, Mary Anne MacLeod, en forfaðir hennar hét Ljótur. Ætt Ljóts skiptist í tvo ættboga í gegnum syni hans, sem hétu Þorkell og Þormóður, en í skoskum ritum eru þeir nefndir Torquil og Tormod MacLeod. „Þormóður þessi er ættfaðir þeirra á Ljóðhúsum,“ segir Magnús en tekur fram að hann hafi verið uppi í kringum 1300 löngu eftir að Ísland var fullnumið. Magnús Jónsson sagnfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Móðir Donalds Trump var frá bænum Tungu á Ljóðhúsum en svo var eyjan Lewis nefnd í fornsögum. Þar er allt morandi í norrænum örnefnum. „Á Kjalarnesi, í Kjós og í kringum Akranes eru mörg örnefni sem tengjast sömu örnefnum og á Ljóðhúsum,“ segir Magnús. Það er talið benda til þess að landnámsmenn þar hafi margir komið frá þessari eyju á Suðureyjum. Afkomendur Ketils flatnefs, Auður djúpúðga, Björn austræni, Helgi bjólan og Þórunn hyrna, eru nöfn úr landnámssögunni sem tengjast Suðureyjum. Og það er fleira en fornsögurnar og örnefnin. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar sýna sérstæð tengsl milli íslenskra kvenna og kvenna frá Suðureyjum. Þannig fundust tvö afbrigði hvatbera erfðaefnis einungis í Íslendingum og Suðureyingum, og hvergi annars staðar í heiminum, sem bendir til að konur ættaðar frá Suðureyjum hafi verið áberandi í landnámshópnum, að sögn Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu.Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við Íslendingar eru náskyldir Suðureyingum í kvenlegg. Hvatberaerfðaefni okkar er margt hvert alveg eins og við finnum á Suðureyjum. Þannig að það má segja að umtalsverður fjöldi af konum hafi komið þaðan til Íslands. Hvort það gerir okkur skyld Donald Trump veit ég ekki en það gæti verið,“ segir Agnar. Magnús Jónsson fer einnig varlega í að fjölyrða um skyldleika Íslendinga við Donald Trump. „En vissulega ef við getum teygt okkar forfeður á þetta svæði þá getur hann gert það alveg eins,“ segir Magnús. Móðir Donalds Trump, Mary Anne MacLeod, lést árið 2000, en faðir hans, Frederick Christ Trump, lést árið 1999.
Bretland Donald Trump Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?