
Fyrstu metrar nýrrar ríkisstjórnar
Mótun efnahagsstefnu er efst á listanum. Skortur á slíkri stefnu hefur lengi verið íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum Þrándur í Götu. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var stofnaður til að bæta úr þessu. Þar ræðir breiður hópur fólks tillögur um leiðir til að bæta lífskjör Íslendinga með langtímahugsun og heildarhagsmuni að leiðarljósi. Arfleifð nýrrar ríkisstjórnar veltur að miklum hluta á því hve vel tekst að halda áfram með vinnu af þessum toga.
Næst ber að nefna vinnumarkaðinn. Laun hafa hækkað hratt síðustu misseri á meðan framleiðni hefur staðið í stað. Þetta skapar hættu á sársaukafullri aðlögun með gengislækkun. Þá hringrás þekkja Íslendingar orðið alltof vel.
Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt í umsvifamikla vinnu við að koma okkur út úr þessum vítahring með nýju fyrirkomulagi kjarasamningagerðar. Sú vinna er nú í uppnámi af tveimur ástæðum: lífeyrisréttindi hafa ekki enn verið jöfnuð og nýlegar ákvarðanir kjararáðs eru á skjön við ramma samkomulagsins. Ný ríkisstjórn þarf að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að illa fari.
Þriðja verkefnið er forgangsröðun hjá hinu opinbera. Stóraukin útgjöld voru meginstefið í loforðum margra stjórnmálaflokka í nýafstöðnum kosningum. Verði staðið við þau mun ný ríkisstjórn ýta undir ofþenslu á versta mögulega tíma. Öflug heilbrigðisþjónusta, bætt fjármögnun háskólakerfisins og markviss uppbygging innviða eru verkefni sem eiga að njóta forgangs á næstu árum. Á móti þarf ný ríkisstjórn hins vegar að draga úr öðrum útgjöldum með þrennum hætti: lækka vaxtagreiðslur með sölu opinberra fyrirtækja, draga úr verkefnum sem snúa að samfélagsmótun og nýta fyrirliggjandi tækifæri til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri.
Spennandi verður að sjá hvernig ný ríkisstjórn verður samsett. Mikilvægara er þó að hún sameinist um góð verkefni. Það er von mín að þessi mál verði þar ofarlega á blaði.
Skoðun

Er veganismi á undanhaldi?
Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar

Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla
Benedikt Már Þorvaldsson skrifar

Geðheilbrigði er mannréttindamál
Svava Arnardóttir skrifar

Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima
Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar

Sniðganga fyrir Palestínu
Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar

Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn
Gunnar Axel Axelsson skrifar

Lýðræði í mótvindi
Gunnar Salvarsson skrifar

Orka Breiðafjarðar
Ingólfur Hermannsson skrifar

Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km
Kristján Ingimarsson skrifar

Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið
Vilhjálmur Birgisson skrifar

Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda
Eldur Smári Kristinsson skrifar

Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar
Guðmundur Oddsson skrifar

Eigum við samleið
Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar

Þjóðarmorð Palestínu
Guðný Gústafsdóttir skrifar

Agaleysi bítur
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Ísland boðar mannúð en býður útlegð
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar

Börnin eru ekki tölur
Bryngeir Valdimarsson skrifar

Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar
Valdimar Víðisson skrifar

Að kveikja á síðustu eldspýtunni
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi?
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Grímulaus aðför að landsbyggðinni
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Menningarstríð í borginni
Hildur Björnsdóttir skrifar

Málfrelsið
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Austurland lykilhlekkur í varnarmálum
Ragnar Sigurðsson skrifar

Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands
Snævar Ívarsson skrifar

Fjárfesting í færni
Maj-Britt Hjördís Briem skrifar

Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu
Hugrún Vignisdóttir skrifar