Kenna flóttamönnum íslensku í frítíma sínum Sveinn Arnarsson skrifar 30. nóvember 2016 05:00 Vinátta hefur tekist á milli Joumanaa og Hrannar. Kennslan hefur stundum siglt í strand vegna tungumálaörðugleika en þeim skiptum fer ört fækkandi. Fréttablaðið/Auðunn Sjálfboðaliðar á Akureyri hafa síðasta mánuðinn kennt sýrlenskum flóttamönnum íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel að mati verkefnastjóra um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum. Þetta tengi saman fólk af ólíkum uppruna og þétti tengslanet nýrra Akureyringa. „Þetta er frábær leið til að kynnast fólki og einnig finnst manni eins og maður sé að gera gagn,“ segir Hrönn Björgvinsdóttir, einn sjálfboðaliða Rauða krossins. Hún hefur í rúman mánuð kennt sýrlenskri konu íslensku með ágætum árangri. „Þau eru auðvitað í skóla á kvöldin þar sem þeim er kennd íslenska. Þetta er bara ofan á það nám,“ segir Hrönn og bætir við að þær hittist til skiptis heima hjá hvor annarri og spjalli fyrst um daginn og veginn áður en þær fari í íslenskuna. „Ég er í fæðingarorlofi og hún heimavinnandi. Mér finnst við hafa tengst vel og erum ágætis vinkonur í dag. Til þess er leikurinn kannski gerður,“ segir Hrönn.Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks á AkureyriIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum í Eyjafirði, segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Rauði krossinn hafi ákveðið að auglýsa eftir sjálfboðaliðum þar sem áhugi flóttamannanna á aukakennslu í íslensku var töluverður. „Viðtökurnar voru mjög góðar og nú höfum við sjö sjálfboðaliða sem vilja kenna íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel og ný vinatengsl hafa myndast sem er mjög mikilvægt.“ Alls komu 26 sýrlenskir flóttamenn til Akureyrar í janúar á þessu ári. Að sögn Akureyrarbæjar hefur ágætlega gengið fyrir fólkið að aðlagast breyttu lífi. Líklegt þykir að í hópinn á nýju ári bætist fimm manna fjölskylda sem hefur verið á flótta í um fjögur ár. „Við reynum allavega að hafa þetta praktískt,“ segir Hrönn. „Við reynum að tala um það hversdagslega til að styrkja þann orðaforða. Þannig aðlagast vonandi fólkið betur og getur notað íslenskuna til að tjá sig.“ Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Sjálfboðaliðar á Akureyri hafa síðasta mánuðinn kennt sýrlenskum flóttamönnum íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel að mati verkefnastjóra um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum. Þetta tengi saman fólk af ólíkum uppruna og þétti tengslanet nýrra Akureyringa. „Þetta er frábær leið til að kynnast fólki og einnig finnst manni eins og maður sé að gera gagn,“ segir Hrönn Björgvinsdóttir, einn sjálfboðaliða Rauða krossins. Hún hefur í rúman mánuð kennt sýrlenskri konu íslensku með ágætum árangri. „Þau eru auðvitað í skóla á kvöldin þar sem þeim er kennd íslenska. Þetta er bara ofan á það nám,“ segir Hrönn og bætir við að þær hittist til skiptis heima hjá hvor annarri og spjalli fyrst um daginn og veginn áður en þær fari í íslenskuna. „Ég er í fæðingarorlofi og hún heimavinnandi. Mér finnst við hafa tengst vel og erum ágætis vinkonur í dag. Til þess er leikurinn kannski gerður,“ segir Hrönn.Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks á AkureyriIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum í Eyjafirði, segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Rauði krossinn hafi ákveðið að auglýsa eftir sjálfboðaliðum þar sem áhugi flóttamannanna á aukakennslu í íslensku var töluverður. „Viðtökurnar voru mjög góðar og nú höfum við sjö sjálfboðaliða sem vilja kenna íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel og ný vinatengsl hafa myndast sem er mjög mikilvægt.“ Alls komu 26 sýrlenskir flóttamenn til Akureyrar í janúar á þessu ári. Að sögn Akureyrarbæjar hefur ágætlega gengið fyrir fólkið að aðlagast breyttu lífi. Líklegt þykir að í hópinn á nýju ári bætist fimm manna fjölskylda sem hefur verið á flótta í um fjögur ár. „Við reynum allavega að hafa þetta praktískt,“ segir Hrönn. „Við reynum að tala um það hversdagslega til að styrkja þann orðaforða. Þannig aðlagast vonandi fólkið betur og getur notað íslenskuna til að tjá sig.“
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira