Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 108-74 | Hólmarar áttu ekki séns Stefán Árni Pálsson skrifar 8. desember 2016 20:30 Vísir KR vann auðveldan sigur á botnliði Snæfells, 108-74, í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram Í DHL-höllinni vestur í bæ. Snæfellingar héldu aðeins í við Íslandsmeistarana í fyrsta leikhluta en eftir það var leikurinn í raun búinn. KR-ingar með mikið betra lið og unnu sannfærandi sigur. Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig en stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna KR.Af hverju vann KR? Það er kannski ekki flókinn ástæða fyrir því, liðið er einfaldlega miklu betra en Snæfell. Skotnýting KR-inga í kvöld var frábær og það gerði lífið ekki auðveldara fyrir Hólmara. Þetta var leikur milli Davíðs og Golíats.Bestu menn vallarins Brynjar Þór Björnsson var magnaður í liði KR, og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Í þeim síðari fengu ungu strákarnir í liði heimamann tækifærið og nýttu það vel.Tölfræði sem vakti athygli KR-liðið var með um 60% skotnýtingu bæði fyrir utan þriggja stig línuna og einnig í tveggja stiga skotum. Það er auðvitað alveg út í hött gott.Hvað gekk illa ? Snæfellingar réðu bara ekki við hraðan og reynsluna hjá KR-liðinu og áttu í raun aldrei séns. Það er erfitt að segja að eitthvað sérstakt hafi gengið illa hjá Snæfellingum, þeir voru almennt ekki nægilega góðir. Ingi: Viljum bara verða betriIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Til að byrja með var þessi leikur spennandi og ég er ánægður með það hvernig mínir menn mættu til leiks,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. „Hittni KR-ingar í kvöld var óeðlilega góð, og ég hefði viljað sjá þessa hittni á móti Njarðvík en ekki á móti okkur. Þetta er bara frábært lið og enginn skömm að tapa fyrir KR. Fimmtíu stiga tap hefði ekkert verið óeðlileg úrslit.“ Ingi sagðist alls ekki vera óánægður með liðið, fyrir utan einn mann og það var Sefton Barrett. „KR-ingarnir voru mjög vel tengdir hér í dag og greinilegt að æðiskastið hans Finns hefur kveikt í þeim og þeir hafa verið það stressaðir að þeir hafi ekki viljað klúðra því.“ Hann segir það ekki skipta neinu máli á móti hverjum Snæfell spili, markmiðið sé alltaf að reyna verða betri og betri. „Við erum ekki nægilega sterkir líkamlega séð og það bitnar á varnarleiknum. Stundum vantar líka bara upp á samskiptin.“ Brynjar: Skrítið að gíra sig upp í leik sem þú veist að þú ert að fara vinnaBrynjar í leik með KR„Það er kannski erfitt að taka eitthvað út úr svona ójöfnum leik,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn. „Mér fannst við bara nálgast leikinn á jákvæðan máta, það er erfitt að gíra sig upp í leik við lið sem maður veit í raun og veru að maður er alltaf að fara vinna.“ Brynjar segir að Snæfellingarnir hafi oft á tíðum spilað mjög vel í kvöld og látið KR-inga hafa fyrir hlutunum. „Við treystum aðeins of mikið á stökkskotin í kvöld og við vorum að hitta rosalega vel. Ef við hefðum ekki verið að hitta, þá hefði þetta kannski verið 15-20 stiga sigur. Við verðum að keyra aðeins meira á körfuna.“ Brynjar segir að liðið sé ekkert að fara tapa mörgum leikjum í DHL-höllinni, þó að það hafi gerst í tvígang að undanförnu. „Við ætlum okkur deildarameistaratitilinn en það hefur reynst okkur gríðarlega vel undanfarin ár, að eiga alltaf oddaleikina hér á heimavelli.“ KR-Snæfell 108-74 (31-21, 27-19, 22-14, 28-20) KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Cedrick Taylor Bowen 18/10 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/6 fráköst, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/13 fráköst/14 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 8, Snorri Hrafnkelsson 4/4 fráköst/4 varin skot, Benedikt Lárusson 2, Karvel Ágúst Schram 2, Sigvaldi Eggertsson 2.Snæfell: Sefton Barrett 20/13 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Andrée Fares Michelsson 15, Þorbergur Helgi Sæþórsson 10/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 9, Snjólfur Björnsson 7, Árni Elmar Hrafnsson 6, Geir Elías Úlfur Helgason 5, Maciej Klimaszewski 2. Dominos-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
KR vann auðveldan sigur á botnliði Snæfells, 108-74, í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram Í DHL-höllinni vestur í bæ. Snæfellingar héldu aðeins í við Íslandsmeistarana í fyrsta leikhluta en eftir það var leikurinn í raun búinn. KR-ingar með mikið betra lið og unnu sannfærandi sigur. Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig en stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna KR.Af hverju vann KR? Það er kannski ekki flókinn ástæða fyrir því, liðið er einfaldlega miklu betra en Snæfell. Skotnýting KR-inga í kvöld var frábær og það gerði lífið ekki auðveldara fyrir Hólmara. Þetta var leikur milli Davíðs og Golíats.Bestu menn vallarins Brynjar Þór Björnsson var magnaður í liði KR, og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Í þeim síðari fengu ungu strákarnir í liði heimamann tækifærið og nýttu það vel.Tölfræði sem vakti athygli KR-liðið var með um 60% skotnýtingu bæði fyrir utan þriggja stig línuna og einnig í tveggja stiga skotum. Það er auðvitað alveg út í hött gott.Hvað gekk illa ? Snæfellingar réðu bara ekki við hraðan og reynsluna hjá KR-liðinu og áttu í raun aldrei séns. Það er erfitt að segja að eitthvað sérstakt hafi gengið illa hjá Snæfellingum, þeir voru almennt ekki nægilega góðir. Ingi: Viljum bara verða betriIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Til að byrja með var þessi leikur spennandi og ég er ánægður með það hvernig mínir menn mættu til leiks,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. „Hittni KR-ingar í kvöld var óeðlilega góð, og ég hefði viljað sjá þessa hittni á móti Njarðvík en ekki á móti okkur. Þetta er bara frábært lið og enginn skömm að tapa fyrir KR. Fimmtíu stiga tap hefði ekkert verið óeðlileg úrslit.“ Ingi sagðist alls ekki vera óánægður með liðið, fyrir utan einn mann og það var Sefton Barrett. „KR-ingarnir voru mjög vel tengdir hér í dag og greinilegt að æðiskastið hans Finns hefur kveikt í þeim og þeir hafa verið það stressaðir að þeir hafi ekki viljað klúðra því.“ Hann segir það ekki skipta neinu máli á móti hverjum Snæfell spili, markmiðið sé alltaf að reyna verða betri og betri. „Við erum ekki nægilega sterkir líkamlega séð og það bitnar á varnarleiknum. Stundum vantar líka bara upp á samskiptin.“ Brynjar: Skrítið að gíra sig upp í leik sem þú veist að þú ert að fara vinnaBrynjar í leik með KR„Það er kannski erfitt að taka eitthvað út úr svona ójöfnum leik,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn. „Mér fannst við bara nálgast leikinn á jákvæðan máta, það er erfitt að gíra sig upp í leik við lið sem maður veit í raun og veru að maður er alltaf að fara vinna.“ Brynjar segir að Snæfellingarnir hafi oft á tíðum spilað mjög vel í kvöld og látið KR-inga hafa fyrir hlutunum. „Við treystum aðeins of mikið á stökkskotin í kvöld og við vorum að hitta rosalega vel. Ef við hefðum ekki verið að hitta, þá hefði þetta kannski verið 15-20 stiga sigur. Við verðum að keyra aðeins meira á körfuna.“ Brynjar segir að liðið sé ekkert að fara tapa mörgum leikjum í DHL-höllinni, þó að það hafi gerst í tvígang að undanförnu. „Við ætlum okkur deildarameistaratitilinn en það hefur reynst okkur gríðarlega vel undanfarin ár, að eiga alltaf oddaleikina hér á heimavelli.“ KR-Snæfell 108-74 (31-21, 27-19, 22-14, 28-20) KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Cedrick Taylor Bowen 18/10 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/6 fráköst, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/13 fráköst/14 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 8, Snorri Hrafnkelsson 4/4 fráköst/4 varin skot, Benedikt Lárusson 2, Karvel Ágúst Schram 2, Sigvaldi Eggertsson 2.Snæfell: Sefton Barrett 20/13 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Andrée Fares Michelsson 15, Þorbergur Helgi Sæþórsson 10/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 9, Snjólfur Björnsson 7, Árni Elmar Hrafnsson 6, Geir Elías Úlfur Helgason 5, Maciej Klimaszewski 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira