Maísbaun sem poppast út Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 8. desember 2016 11:00 Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður er með Birna Pop-up Shop á Eiðistorgi til 12. desember. Vísir/Stefán Sem stendur er ég að vinna að verkefninu „Birna Pop-up Shop“ sem gengur út á að hanna og selja vandaðar flíkur sem eru einstakar að því leyti að bæði efnin og flíkurnar eru framleidd í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður spurð út í pop-up verslunina sem hún er með á Eiðistorgi þessa dagana. Margir velta því eflaust fyrir sér hvað pop-up verslun sé, en um er að ræða milliliðalausa verslun, sem staðsett er hér í dag, farin á morgun og í tímabundnu húsnæði. „Ég hugsa nú bara alltaf um poppkorn þegar ég hugsa um pop-up, maísbaun sem poppast út,“ segir Birna létt í bragði og bætir við að verslunin verði opin til 12. desember alla virka daga og um helgar. Birna hefur verið búsett í Kaupmannahöfn, þar sem hún hefur búið í tuttugu og fjögur ár, en þetta er í annað skipti sem hún kemur til Íslands með Birna Pop-up Shop. „Ég er búin að vera að vinna við hönnun og framleiðslu í yfir tuttugu ár, í ýmiss konar fjölbreyttum verkefnum. Núna er fókusinn bara á Birna Pop-up Shop á Íslandi. Það er í lygilega mörgu að snúast þegar kemur að framleiðslu á fatnaði sem er framleiddur í takmörkuðu upplagi og úr sérvöldum efnum,“ segir Birna. Framleiðslan hefur verið með nýju sniði undanfarið en Birna hefur unnið með lítilli saumastofu í Póllandi og framleiðir aðeins tvö til tíu stykki í hverju efni. „Hugmyndin er að bjóða konum upp á að kaupa fatnað sem er ekki bundinn við nein sérstök „season“ og fæst í mjög takmörkuðu upplagi á kostakjörum. Það er óneitanlega gaman að vera í einstakri flík og eins og áður er mikið lagt upp úr gæðum í fatnaði og klæðilegum sniðum,“ segir hún. Þar sem Birna Pop-up Shop er milliliðalaus verslun, frá hönnuði til neytandans, er möguleiki að halda verðinu niðri og bjóða upp á hönnun á viðráðanlegu verði. „Þetta hefur gengið virkilega vel, það er upplagt að líta inn á Eiðistorg, ná sér í flík fyrir jólin eða í jólapakkann,“ segir Birna. Tíska og hönnun Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Sem stendur er ég að vinna að verkefninu „Birna Pop-up Shop“ sem gengur út á að hanna og selja vandaðar flíkur sem eru einstakar að því leyti að bæði efnin og flíkurnar eru framleidd í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður spurð út í pop-up verslunina sem hún er með á Eiðistorgi þessa dagana. Margir velta því eflaust fyrir sér hvað pop-up verslun sé, en um er að ræða milliliðalausa verslun, sem staðsett er hér í dag, farin á morgun og í tímabundnu húsnæði. „Ég hugsa nú bara alltaf um poppkorn þegar ég hugsa um pop-up, maísbaun sem poppast út,“ segir Birna létt í bragði og bætir við að verslunin verði opin til 12. desember alla virka daga og um helgar. Birna hefur verið búsett í Kaupmannahöfn, þar sem hún hefur búið í tuttugu og fjögur ár, en þetta er í annað skipti sem hún kemur til Íslands með Birna Pop-up Shop. „Ég er búin að vera að vinna við hönnun og framleiðslu í yfir tuttugu ár, í ýmiss konar fjölbreyttum verkefnum. Núna er fókusinn bara á Birna Pop-up Shop á Íslandi. Það er í lygilega mörgu að snúast þegar kemur að framleiðslu á fatnaði sem er framleiddur í takmörkuðu upplagi og úr sérvöldum efnum,“ segir Birna. Framleiðslan hefur verið með nýju sniði undanfarið en Birna hefur unnið með lítilli saumastofu í Póllandi og framleiðir aðeins tvö til tíu stykki í hverju efni. „Hugmyndin er að bjóða konum upp á að kaupa fatnað sem er ekki bundinn við nein sérstök „season“ og fæst í mjög takmörkuðu upplagi á kostakjörum. Það er óneitanlega gaman að vera í einstakri flík og eins og áður er mikið lagt upp úr gæðum í fatnaði og klæðilegum sniðum,“ segir hún. Þar sem Birna Pop-up Shop er milliliðalaus verslun, frá hönnuði til neytandans, er möguleiki að halda verðinu niðri og bjóða upp á hönnun á viðráðanlegu verði. „Þetta hefur gengið virkilega vel, það er upplagt að líta inn á Eiðistorg, ná sér í flík fyrir jólin eða í jólapakkann,“ segir Birna.
Tíska og hönnun Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira