Á annan tug framkvæmda í hættu Sveinn Arnarsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Umferð á Íslandi hefur aukist gríðarlega síðustu árin og hvert metið verið slegið á fætur öðru. Ljóst er að meira fjármagn þarf til viðhalds og nýframkvæmda. vísir/pjetur Fjárlagafrumvarpið eins og það er lagt fram af Bjarna Benediktssyni er sagt sem blaut tuska framan í margt sveitarstjórnarfólk, Vegagerðina og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að farið verði eftir nýsamþykktri samgönguáætlun þingsins. Um 13 og hálfan milljarð vantar inn í samgöngumálin að mati Vegagerðarinnar. Alþingi samþykkti samgönguáætlun án mótatkvæða þann 12. október síðastliðinn, rétt fyrir kosningar til Alþingis. Breytingartillögur voru einnig samþykktar sem áttu að skilja milljörðum inn í samgöngumálin strax á næsta ári. Bjarni Benediktsson greiddi jafnframt atkvæði með áætluninni og allflestum breytingartillögum, þar á meðal breytingartillögu meirihluta samgöngunefndar um auknar fjárveitingar upp á um tíu milljarða króna.Samkvæmt frumvarpinu frestast Dýrafjarðargöng. Þingmenn reyna þó að fá því breytt fyrir áramót.„Þetta er bara mjög ómerkileg pólitík,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Rétt fyrir kosningar spurðum við öll framboð um samgöngumál. Menn töluðu fjálglega um það fyrir kosningar að nú þyrfti að spýta í. Menn virtust hafa sterka vitund og mikinn vilja til að gera betur rétt fyrir kosningar. Það virðist greinilega hafa breyst núna.“ Runólfur bendir einnig á að hækkun álagna á bifreiðaeigendur sé í pípunum samkvæmt frumvarpinu. Það eigi hins vegar ekki að skila sér í vegabótum. „Nú á að hækka skatta á bifreiðaeigendur umfram verðlagsþróun. Á sama tíma var boðað að lækka ætti skatta, því er þetta þvert á það sem boðað var.“ Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, segir það þingsins núna að tryggja að engar tafir verði á Dýrafjarðargöngum og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. „Það er hreinlega ekki í boði að göngin tefjist frekar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samgöngubót fyrir fjórðunginn og landsmenn alla. Vestfirðir hafa þurft að sitja á hakanum lengi og nú er komið að þeim. Það er verkefni þingsins nú að koma verkinu áfram,“ segir Teitur Björn.Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu sameiginlega í gær með forsvarsmönnum Fjórðungssambands Vestfjarða. Á fundinum kom fram þverpólitískur vilji til að ljá málinu stuðning og óska eftir því við þingmenn annarra kjördæma að framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hefjist sem fyrst. Íslenskt vegakerfi er mjög illa farið, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Hann segist í hreinskilni ekki trúa því að þessi fjárlög verði að veruleika í óbreyttri mynd. „Við höfum margoft bent á það að til að halda í horfinu þurfum við um og yfir átta milljarða króna til viðhalds vega. Við erum að fá mun minna en það. Því er alveg ljóst að þessi fjárlög eru á nokkurn hátt sorgartíðindi fyrir okkur. Við fáum daglega kvartanir vegfarenda víðsvegar um landið vegna lélegra vega og því þurfum við að gera betur í þessum efnum,“ segir Hreinn.Verja átti 400 milljónum króna til að laga brúna yfir Eldvatn vegna Skaftárhlaups.vísir/vilhelmFerðamönnum hefur fjölgað mikið síðustu ár og umferð aukist sömuleiðis. Nú stefnir í metumferð á þjóðvegum landsins í ár og hefur það met verið slegið árlega síðustu ár. Vegakerfið liggur því undir skemmdum. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, eru flestar þær vegaframkvæmdir sem samþykktar voru í breytingartillögum meirihluta samgönguáætlunar í hættu á næsta ári og er sýnishorn þeirra framkvæmda á meðfylgjandi yfirlitskorti. Til að mynda verður ekki hægt að ljúka við gerð Dettifossvegar á næsta ári ef fjárlög fara í gegn óbreytt. Mikið hefur verið rætt um aðdráttarafl fossins fyrir ferðamenn. Er fossinn aflmesti foss í Evrópu og hefur mikið gildi fyrir ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir grátbroslegt að horfa upp á þennan leik einu sinni enn. „Við munum láta í okkur heyra. Það er búið að taka ákvörðun um þessa framkvæmd of oft. Nú þurfum við að sjá það að framkvæmdunum ljúki.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið eins og það er lagt fram af Bjarna Benediktssyni er sagt sem blaut tuska framan í margt sveitarstjórnarfólk, Vegagerðina og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að farið verði eftir nýsamþykktri samgönguáætlun þingsins. Um 13 og hálfan milljarð vantar inn í samgöngumálin að mati Vegagerðarinnar. Alþingi samþykkti samgönguáætlun án mótatkvæða þann 12. október síðastliðinn, rétt fyrir kosningar til Alþingis. Breytingartillögur voru einnig samþykktar sem áttu að skilja milljörðum inn í samgöngumálin strax á næsta ári. Bjarni Benediktsson greiddi jafnframt atkvæði með áætluninni og allflestum breytingartillögum, þar á meðal breytingartillögu meirihluta samgöngunefndar um auknar fjárveitingar upp á um tíu milljarða króna.Samkvæmt frumvarpinu frestast Dýrafjarðargöng. Þingmenn reyna þó að fá því breytt fyrir áramót.„Þetta er bara mjög ómerkileg pólitík,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Rétt fyrir kosningar spurðum við öll framboð um samgöngumál. Menn töluðu fjálglega um það fyrir kosningar að nú þyrfti að spýta í. Menn virtust hafa sterka vitund og mikinn vilja til að gera betur rétt fyrir kosningar. Það virðist greinilega hafa breyst núna.“ Runólfur bendir einnig á að hækkun álagna á bifreiðaeigendur sé í pípunum samkvæmt frumvarpinu. Það eigi hins vegar ekki að skila sér í vegabótum. „Nú á að hækka skatta á bifreiðaeigendur umfram verðlagsþróun. Á sama tíma var boðað að lækka ætti skatta, því er þetta þvert á það sem boðað var.“ Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, segir það þingsins núna að tryggja að engar tafir verði á Dýrafjarðargöngum og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. „Það er hreinlega ekki í boði að göngin tefjist frekar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samgöngubót fyrir fjórðunginn og landsmenn alla. Vestfirðir hafa þurft að sitja á hakanum lengi og nú er komið að þeim. Það er verkefni þingsins nú að koma verkinu áfram,“ segir Teitur Björn.Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu sameiginlega í gær með forsvarsmönnum Fjórðungssambands Vestfjarða. Á fundinum kom fram þverpólitískur vilji til að ljá málinu stuðning og óska eftir því við þingmenn annarra kjördæma að framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hefjist sem fyrst. Íslenskt vegakerfi er mjög illa farið, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Hann segist í hreinskilni ekki trúa því að þessi fjárlög verði að veruleika í óbreyttri mynd. „Við höfum margoft bent á það að til að halda í horfinu þurfum við um og yfir átta milljarða króna til viðhalds vega. Við erum að fá mun minna en það. Því er alveg ljóst að þessi fjárlög eru á nokkurn hátt sorgartíðindi fyrir okkur. Við fáum daglega kvartanir vegfarenda víðsvegar um landið vegna lélegra vega og því þurfum við að gera betur í þessum efnum,“ segir Hreinn.Verja átti 400 milljónum króna til að laga brúna yfir Eldvatn vegna Skaftárhlaups.vísir/vilhelmFerðamönnum hefur fjölgað mikið síðustu ár og umferð aukist sömuleiðis. Nú stefnir í metumferð á þjóðvegum landsins í ár og hefur það met verið slegið árlega síðustu ár. Vegakerfið liggur því undir skemmdum. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, eru flestar þær vegaframkvæmdir sem samþykktar voru í breytingartillögum meirihluta samgönguáætlunar í hættu á næsta ári og er sýnishorn þeirra framkvæmda á meðfylgjandi yfirlitskorti. Til að mynda verður ekki hægt að ljúka við gerð Dettifossvegar á næsta ári ef fjárlög fara í gegn óbreytt. Mikið hefur verið rætt um aðdráttarafl fossins fyrir ferðamenn. Er fossinn aflmesti foss í Evrópu og hefur mikið gildi fyrir ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir grátbroslegt að horfa upp á þennan leik einu sinni enn. „Við munum láta í okkur heyra. Það er búið að taka ákvörðun um þessa framkvæmd of oft. Nú þurfum við að sjá það að framkvæmdunum ljúki.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“