Fjárlagafrumvarpið boðar styrjaldarástand Sveinn arnarsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Fjárlagafrumvarpið mun að óbreyttu hafa gríðarlega mikil áhrif á starfsemi Landspítalans að mati stjórnenda spítalans. Mælt var fyrir frumvarpinu á þingi í gær. vísir/vilhelm Verði frumvarp til fjárlaga samþykkt frá Alþingi óbreytt mun það þýða að Landspítalinn þurfi að skera niður um 5,3 milljarða króna til að mæta því. „Þessi fjárlög eru hamfarir fyrir okkur, það er ekkert öðruvísi,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri LSH. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjórum milljörðum verði bætt við hjá Landspítalanum. María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að rúmir þrír milljarðar færu í hækkun launa og því yrðu um 800 milljónir eftir inn í reksturinn.Páll MatthíassonPáll segir síðan meira koma til sem breyti stöðunni umtalsvert. „Þegar tekinn er til greina halli á þessu ári og því næsta, vangoldnar launahækkanir lækna og eftirspurnaraukning sem er ein og sér um 2,1 milljarður króna, sjáum við að við þurfum að skera niður um 5,3 milljarða króna á næsta ári,“ segir Páll. „Það eru einfaldlega um tíu prósent af rekstri stofnunarinnar. Þetta þýðir styrjaldarástand og fjöldauppsagnir og að við höggvum niður þjónustu. Það er síðan þeirra sem lögðu frumvarpið fram að taka afstöðu til þeirra.“Umræðan í þingsalUm 5.200 manns vinna á Landspítalanum. Stofnunin er langstærsti opinberi vinnustaðurinn og slaga fjárframlög til hans á næsta ári í sextíu milljarða króna. Ef til uppsagna kemur á stofnuninni gæti það haft áhrif á fjölda manns. Að mati Páls er hér um að ræða gífurleg vonbirgði. Spítalinn hafi talað skýrt um að þörfin væri um 12 milljarðar króna. Með þessum tölum sé ekki hægt að fara í flatan niðurskurð. Nú þyrfti að fara í forgangsröðun og hætta að veita einhverja þjónustu sem nú er fyrir hendi innan spítalans. „Ef við skoðum nýlega OECD-skýrslu erum við í neðsta sæti meðal Evrópulanda þegar innviðauppbygging er skoðuð. McKinsey-skýrslan sýndi okkur að við erum að reka spítala með miklu minna fjármagn en löndin í kringum okkur. Allt helst þetta í hendur og nú erum við að sjá niðurskurð eins og hann gerðist verstur eftir kreppuna 2008,“ segir Páll. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Verði frumvarp til fjárlaga samþykkt frá Alþingi óbreytt mun það þýða að Landspítalinn þurfi að skera niður um 5,3 milljarða króna til að mæta því. „Þessi fjárlög eru hamfarir fyrir okkur, það er ekkert öðruvísi,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri LSH. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjórum milljörðum verði bætt við hjá Landspítalanum. María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að rúmir þrír milljarðar færu í hækkun launa og því yrðu um 800 milljónir eftir inn í reksturinn.Páll MatthíassonPáll segir síðan meira koma til sem breyti stöðunni umtalsvert. „Þegar tekinn er til greina halli á þessu ári og því næsta, vangoldnar launahækkanir lækna og eftirspurnaraukning sem er ein og sér um 2,1 milljarður króna, sjáum við að við þurfum að skera niður um 5,3 milljarða króna á næsta ári,“ segir Páll. „Það eru einfaldlega um tíu prósent af rekstri stofnunarinnar. Þetta þýðir styrjaldarástand og fjöldauppsagnir og að við höggvum niður þjónustu. Það er síðan þeirra sem lögðu frumvarpið fram að taka afstöðu til þeirra.“Umræðan í þingsalUm 5.200 manns vinna á Landspítalanum. Stofnunin er langstærsti opinberi vinnustaðurinn og slaga fjárframlög til hans á næsta ári í sextíu milljarða króna. Ef til uppsagna kemur á stofnuninni gæti það haft áhrif á fjölda manns. Að mati Páls er hér um að ræða gífurleg vonbirgði. Spítalinn hafi talað skýrt um að þörfin væri um 12 milljarðar króna. Með þessum tölum sé ekki hægt að fara í flatan niðurskurð. Nú þyrfti að fara í forgangsröðun og hætta að veita einhverja þjónustu sem nú er fyrir hendi innan spítalans. „Ef við skoðum nýlega OECD-skýrslu erum við í neðsta sæti meðal Evrópulanda þegar innviðauppbygging er skoðuð. McKinsey-skýrslan sýndi okkur að við erum að reka spítala með miklu minna fjármagn en löndin í kringum okkur. Allt helst þetta í hendur og nú erum við að sjá niðurskurð eins og hann gerðist verstur eftir kreppuna 2008,“ segir Páll. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira