Bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka stjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 21:35 Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kveðst bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þingflokkur Pírata fundaði í dag um hvernig nálgast skuli komandi stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm en stefnt er á að fyrsti formlegi fundurinn verði á mánudag. „Í dag höfum við aðallega bara verið að fara yfir verkferla og reyna að finna út hvernig væri best og ákjósanlegt að vinna áfram þá vinnu sem var komin af stað og komin langt á veg með,“ sagði Smári í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að málefnalega sé ekki langt á milli flokkanna þó þeir séu vissulega ólíkir og með ólíkar áherslur. „En það er mikill vilji til þess að ná saman og ég vona að allir flokkarnir leggi sitt af mörkum við að miðla málum og komast að góðri niðurstöðu.“Ekki fullreynt að mynda fimm flokka stjórn Varðandi það hvað sé öðruvísi nú en fyrir tæpum tveimur vikum þegar upp úr slitnaði í viðræðum flokkanna fimm segir Smári að margir hafi viljað meina að þá hafi ekki verið fullreynt á mögulegt samstarf. „Nú ætlum við að láta þetta verða fullreynt áður en við gefumst upp og ég sé enga ástæðu til þess að við gefumst upp vegna þess að þetta var komið það langt. Flokkarnir ættu alveg að geta náð sameiginlegri lendingu og við ættum að geta myndað ríkisstjórn,“ sagði Smári.Sitt sýnist hverjum um ákvörðun forsetans Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið í gær frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Enginn hafði verið með umboðið síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði því á miðvikudaginn í seinustu viku en ekki virðast allir á eitt sáttir með að Birgitta hafi fengið umboðið frá forseta. Þannig hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagt að það hafi verið óþarfi hjá Guðna að láta umboðið í hendurnar á Birgittu og samflokksmaður hennar, Þorsteinn Víglundsson, sagði í dag að það hafi verið mistök hjá forsetanum að fela einhverjum umboðið á þessum tímapunkti. Í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag sagði Birgitta að það hefði komið henni nokkuð á óvart að fá umboðið í gær þar sem hún taldi að forsetinn myndi láta helgina líða áður en hann tæki ákvörðun um hver myndi fá umboðið. Þá kvaðst hún vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skiptið, það er að fyrirkomulag þeirra verði flatara og að enginn einn sitji við „endann á borðinu.“ Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kveðst bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þingflokkur Pírata fundaði í dag um hvernig nálgast skuli komandi stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm en stefnt er á að fyrsti formlegi fundurinn verði á mánudag. „Í dag höfum við aðallega bara verið að fara yfir verkferla og reyna að finna út hvernig væri best og ákjósanlegt að vinna áfram þá vinnu sem var komin af stað og komin langt á veg með,“ sagði Smári í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að málefnalega sé ekki langt á milli flokkanna þó þeir séu vissulega ólíkir og með ólíkar áherslur. „En það er mikill vilji til þess að ná saman og ég vona að allir flokkarnir leggi sitt af mörkum við að miðla málum og komast að góðri niðurstöðu.“Ekki fullreynt að mynda fimm flokka stjórn Varðandi það hvað sé öðruvísi nú en fyrir tæpum tveimur vikum þegar upp úr slitnaði í viðræðum flokkanna fimm segir Smári að margir hafi viljað meina að þá hafi ekki verið fullreynt á mögulegt samstarf. „Nú ætlum við að láta þetta verða fullreynt áður en við gefumst upp og ég sé enga ástæðu til þess að við gefumst upp vegna þess að þetta var komið það langt. Flokkarnir ættu alveg að geta náð sameiginlegri lendingu og við ættum að geta myndað ríkisstjórn,“ sagði Smári.Sitt sýnist hverjum um ákvörðun forsetans Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið í gær frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Enginn hafði verið með umboðið síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði því á miðvikudaginn í seinustu viku en ekki virðast allir á eitt sáttir með að Birgitta hafi fengið umboðið frá forseta. Þannig hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagt að það hafi verið óþarfi hjá Guðna að láta umboðið í hendurnar á Birgittu og samflokksmaður hennar, Þorsteinn Víglundsson, sagði í dag að það hafi verið mistök hjá forsetanum að fela einhverjum umboðið á þessum tímapunkti. Í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag sagði Birgitta að það hefði komið henni nokkuð á óvart að fá umboðið í gær þar sem hún taldi að forsetinn myndi láta helgina líða áður en hann tæki ákvörðun um hver myndi fá umboðið. Þá kvaðst hún vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skiptið, það er að fyrirkomulag þeirra verði flatara og að enginn einn sitji við „endann á borðinu.“
Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54