Mig hefur alltaf langað til að verða prestur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 09:45 María Rut verður vígð til prests í byrjun nýs árs og heldur þá á ný mið. Vísir/Eyþór María Rut Baldursdóttir guðfræðingur er að búa sig undir próf þegar ég hringi í hana og bið um viðtal. „Ég er í nokkrum áföngum í verkefnastjórnun í Háskóla Íslands en auðvitað í fullri vinnu með,“ segir hún og upplýsir að hún sé þjónustustjóri hjá Reykjavíkurborg í þjónustumiðstöðinni í Árbæ. Tilefni viðtalsins er prestsembætti sem María Rut sótti um og fékk í Bjarnanesprestakalli í Austur-Skaftafellssýslu. Það nær yfir Lón, Höfn, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. „Mig hefur alltaf langað til að verða prestur og þetta var kjörið tækifæri,“ segir hún. „Ég var líka búin að kynna mér aðeins prestakallið og fannst það heillandi.“ Hún kveðst hafa verið búin að sækja um nokkur embætti og því verið mjög ánægð þegar hún fékk símtalið frá biskupi í síðustu viku. María Rut er fædd 1985. Hún átti heima á Hólmavík sem krakki, bjó í Njarðvík um tíma og tvö ár í Svíþjóð. Hún á eiginmann og tvo drengi, sex ára og tveggja og hálfs árs. „Maðurinn minn er í kennaranámi og tilbúinn að hoppa með mér hvert sem er. Hann heitir Eyþór Grétar Grétarsson og titlar sig íþróttamann á ja.is, það er bara húmor!“ Hún segir hvorugt þeirra hjóna tengjast Hornafirði en vinnufélagar þeirra og ættingjar þekki til þar og gefi staðnum meðmæli. María Rut verður vígð í byrjun nýs árs. Hún kveðst hafa lokið guðfræðináminu í febrúar 2015. „Ég skrifaði lokaritgerðina í fæðingarorlofi 2014,“ segir hún og kveðst hafa skrifað um staðgöngumæðrun út frá kristinni siðfræði. Hún er ekki bara guðfræðingur heldur líka menntuð í söng og fiðluleik og segir hvort tveggja geta komið sér vel fyrir austan. Hún fær embættisbústað fyrir fjölskylduna því nýi sóknarpresturinn, Stígur Reynisson, sem áður var í hálfa starfinu býr í eigin húsnæði. „Við Stígur þekkjumst lítillega úr náminu og mér líst vel á að vinna með honum. Finnst líka ágætt að byrja í hálfu starfi, það tekur tíma að komast inn í nýtt samfélag og þetta er stórt starf en ég er tilbúin í nýjar áskoranir, ný verkefni og að kynnast nýju fólki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
María Rut Baldursdóttir guðfræðingur er að búa sig undir próf þegar ég hringi í hana og bið um viðtal. „Ég er í nokkrum áföngum í verkefnastjórnun í Háskóla Íslands en auðvitað í fullri vinnu með,“ segir hún og upplýsir að hún sé þjónustustjóri hjá Reykjavíkurborg í þjónustumiðstöðinni í Árbæ. Tilefni viðtalsins er prestsembætti sem María Rut sótti um og fékk í Bjarnanesprestakalli í Austur-Skaftafellssýslu. Það nær yfir Lón, Höfn, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. „Mig hefur alltaf langað til að verða prestur og þetta var kjörið tækifæri,“ segir hún. „Ég var líka búin að kynna mér aðeins prestakallið og fannst það heillandi.“ Hún kveðst hafa verið búin að sækja um nokkur embætti og því verið mjög ánægð þegar hún fékk símtalið frá biskupi í síðustu viku. María Rut er fædd 1985. Hún átti heima á Hólmavík sem krakki, bjó í Njarðvík um tíma og tvö ár í Svíþjóð. Hún á eiginmann og tvo drengi, sex ára og tveggja og hálfs árs. „Maðurinn minn er í kennaranámi og tilbúinn að hoppa með mér hvert sem er. Hann heitir Eyþór Grétar Grétarsson og titlar sig íþróttamann á ja.is, það er bara húmor!“ Hún segir hvorugt þeirra hjóna tengjast Hornafirði en vinnufélagar þeirra og ættingjar þekki til þar og gefi staðnum meðmæli. María Rut verður vígð í byrjun nýs árs. Hún kveðst hafa lokið guðfræðináminu í febrúar 2015. „Ég skrifaði lokaritgerðina í fæðingarorlofi 2014,“ segir hún og kveðst hafa skrifað um staðgöngumæðrun út frá kristinni siðfræði. Hún er ekki bara guðfræðingur heldur líka menntuð í söng og fiðluleik og segir hvort tveggja geta komið sér vel fyrir austan. Hún fær embættisbústað fyrir fjölskylduna því nýi sóknarpresturinn, Stígur Reynisson, sem áður var í hálfa starfinu býr í eigin húsnæði. „Við Stígur þekkjumst lítillega úr náminu og mér líst vel á að vinna með honum. Finnst líka ágætt að byrja í hálfu starfi, það tekur tíma að komast inn í nýtt samfélag og þetta er stórt starf en ég er tilbúin í nýjar áskoranir, ný verkefni og að kynnast nýju fólki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira