Boðað til samningafundar í kjaradeilu sjómanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 12:31 Formaður Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir áramót. Vísir/Ernir Boðað hefur til samningafundar í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið, en fyrst var greint frá þessu á vef RÚV. Að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, munu samninganefndir sjómanna hittast í dag og fara yfir málin en verkfall sjómanna hófst í liðinni viku eftir að þeir felldu nýgerðan kjarasamning. Valmundur kveðst ekki vita hvað verði rætt á fundinum á morgun. Hann er ekki bjartsýnn á að það náist samningar fyrir jól. Aðspurður hvort hann haldi að það takist að semja fyrir áramót segir Valmundur: „Það er aldrei að vita en maður er ekki bjartsýnn miðað við hvernig ástandið er núna.“ Hann segir málið ekki endilega snúast um hærri laun heldur meira um vinnutíma og mönnun á skipum. „Það er ýmislegt sem sjómenn hafa ekki sem aðrir hafa, til dæmis desemberorlofsuppbót, frí hlífðarföt og svo auðvitað sjómannaafslátturinn sem var tekinn af okkur með lögum, menn eru ekki sáttir við það. Við vitum auðvitað að við gerum ekki kröfu á ríkið, þeir eru ekki okkar viðsemjendur, en þá gerum við þá kröfu á útgerðarmenn að þeir greiði sjómönnum uppbót fyrir sjómannaafslátt,“ segir Valmundur og bendir á að þeir sem vinni á farskipum, hafrannsóknarskipum og varðskipum fái greidda uppbót fyrir sjómannaafsláttinn en fiskimenn ekki. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Boðað hefur til samningafundar í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið, en fyrst var greint frá þessu á vef RÚV. Að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, munu samninganefndir sjómanna hittast í dag og fara yfir málin en verkfall sjómanna hófst í liðinni viku eftir að þeir felldu nýgerðan kjarasamning. Valmundur kveðst ekki vita hvað verði rætt á fundinum á morgun. Hann er ekki bjartsýnn á að það náist samningar fyrir jól. Aðspurður hvort hann haldi að það takist að semja fyrir áramót segir Valmundur: „Það er aldrei að vita en maður er ekki bjartsýnn miðað við hvernig ástandið er núna.“ Hann segir málið ekki endilega snúast um hærri laun heldur meira um vinnutíma og mönnun á skipum. „Það er ýmislegt sem sjómenn hafa ekki sem aðrir hafa, til dæmis desemberorlofsuppbót, frí hlífðarföt og svo auðvitað sjómannaafslátturinn sem var tekinn af okkur með lögum, menn eru ekki sáttir við það. Við vitum auðvitað að við gerum ekki kröfu á ríkið, þeir eru ekki okkar viðsemjendur, en þá gerum við þá kröfu á útgerðarmenn að þeir greiði sjómönnum uppbót fyrir sjómannaafslátt,“ segir Valmundur og bendir á að þeir sem vinni á farskipum, hafrannsóknarskipum og varðskipum fái greidda uppbót fyrir sjómannaafsláttinn en fiskimenn ekki.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27