Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 29-30 | Dramatískur Haukasigur Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 15. desember 2016 22:00 Það var hart tekist á í kvöld. vísir/ernir Guðmundur Árni Ólafsson skoraði sigurmark Hauka gegn FH í Hafnarfjarðarslag í 16. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-30, Haukum í vil. Þetta var níundi sigur Hauka í röð en þeir þurftu að hafa gríðarlega mikið fyrir honum gegn sterku liði FH sem spilaði lengst af vel í leiknum. Mikil harka hljóp í leikinn í seinni hálfleik og á 39. mínútu fékk Adam Haukur Baumruk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Einar Rafn Eiðsson.Ernir Eyjólfsson tók myndirnar hér að ofan. Rauða spjaldið virtist þó frekar efla Haukana en hitt og þeir lönduðu stigunum tveimur. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir HM-fríið. Haukar fara inn í það í 2. sæti og FH í því þriðja. FH byrjaði leikinn betur og gaf tóninn með því að skora fyrstu þrjú mörkin. Ágúst Elí Björgvinsson var frábær í markinu og sömu sögu var að segja af Einari Rafni Eiðssyni. Hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik og gaf fjórar stoðsendingar. Hinum megin var Janus Daði Smárason öflugur en hann dró Hauka aftur inn í leikinn seinni hluta fyrri hálfleiks með mörkum og stoðsendingum. Hann kom með beinum hætti að fimm af síðustu sex mörkum Hauka í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 15-13, FH í vil. Haukar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks en FH-ingar svöruðu með 3-1 kafla. Þá tóku Haukar aftur við sér, jöfnuðu metin og náðu forystunni. Vörn Hauka var öflug á þessum kafla og Giedrius Morkunas góður í markinu. Á meðan datt Ágúst Elí niður í marki FH. Haukar komust fjórum mörkum yfir, 21-25, en FH svaraði með þremur mörkum. Gestirnir tóku því næst þriggja marka kipp og voru með sigurinn í hendi sér. En þrátt fyrir að vera fjórum mörkum undir, 24-28, gáfust heimamenn ekki upp og skoruðu fimm mörk í röð. Birkir Fannar Bragason var kominn í markið á þessum tíma en hann varði sex af síðustu 11 skotum Hauka. Óðinn Þór Ríkharðsson kom FH yfir, 29-28, en Janus Daði jafnaði metin með sínu sjötta marki. FH-ingar fóru í sókn, Gísli Þorgeir Kristjánsson réðist til atlögu við vörn FH og komst í gegn en Morkunas varði. FH-ingar voru ósáttir með að fá ekki dæmt brot, og höfðu ýmislegt til síns máls. Haukum var hins vegar alveg sama og í næstu sókn skoraði Guðmundur Árni úr hægra horninu þegar hálf mínúta var eftir. FH tók leikhlé og að því loknu opnuðu heimamenn hornið fyrir Óðinn Þór. Hann gat jafnað metin en Morkunas sá við honum og tryggði Haukum sigurinn og montréttinn í bænum. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með sex mörk og þeir Guðmundur Árni, Daníel Þór Ingason og Jón Þorbjörn Jóhannsson skoruðu allir fimm mörk. Morkunas varði 15 skot í markinu (43%) og Grétar Ari Guðjónsson fjögur (31%). Hjá FH var Einar Rafn markahæstur með níu mörk en Ásbjörn Friðriksson kom næstur með sex mörk. Ágúst Elí tók 13 bolta í markinu (34%) og Birkir Fannar sex (55%).Halldór: Var ósáttur með tvö atriði undir lokin Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var ánægður með frammistöðu sinna manna en þeim mun svekktari með tapið gegn erkifjendunum í kvöld. „Við vorum með leikinn í höndunum en slökuðum of mikið á í seinni hálfleik. En svo komum við til baka og komust yfir. Svo skora þeir og við klikkum á dauðafæri. Það er bara þannig. Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða,“ sagði Halldór sem sagði að frammistaða FH í kvöld hefði verið góð. „Ég er mjög ánægður með mína menn og er búinn að vera ánægður með þá í allan vetur. Stundum er þetta svona, íþróttir eru ekkert alltaf sanngjarnar.“ Halldór gat lítið tjáð sig um rauða spjaldið sem Adam Haukur Baumruk fékk í seinni hálfleik. Hann var þó ósáttur við tvo dóma undir lok leiksins. „Ég hefði viljað fá tvær mínútur þegar Ísak [Rafnsson] fór í hraðaupphlaupið og var keyrður. Þetta eru nýjar reglur en allt í einu fara menn ekki eftir þeim,“ sagði Halldór og bætti við: „Svo þegar Gísla [Þorgeiri Kristjánssyni] var hrint í loftinu í næstsíðustu sókninni. Hvað ef hann hefði meiðst? Nýju reglurnar segja að hann þurfi að fara út af í þrjár sóknir. Ég er mjög ósáttur við þessi tvö atriði og þess vegna talaði ég við dómarana eftir leikinn.“Gunnar: Það verða rauð jól í ár Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, gat brosað breitt eftir níunda sigur hans manna í röð. En hvað gerði útslagið í leiknum í kvöld að hans mati? „Eigum við ekki að segja karakterinn. Við gáfumst ekki upp við mótlæti. Við vorum komnir með gott forskot í seinni hálfleik en misstum það niður og þeir komust yfir. En við sýndum karakter og kaldan haus að klára þetta í lokin,“ sagði Gunnar. „Það var ótrúlegt að vinna þetta með einu marki. FH-liðið spilaði frábærlega og var mjög erfitt. Það er frábært að gefa fólkinu sem kom að styðja okkur þennan sigur í jólagjöf. Það verða rauð jól í ár.“ Haukar byrjuðu leikinn á hælunum og FH leiddi allan fyrri hálfleikinn. En í þeim seinni voru Haukar sterkari aðilinn og náðu að landa sigrinum. „Mér fannst vanta upp á varnarleikinn í fyrri hálfleik og við vorum að fá á okkur skítamörk þegar höndin var uppi. Að sama skapi komum við okkur í góð færi en Ágúst Elí [Björgvinsson] var góður í markinu og tók 5-6 dauðafæri. Nýtingin í seinni hálfleik var betri. Að sama skapi þéttum við varnarleikinn og héldum einbeitingu,“ sagði Gunnar sem kvaðst ekki hafa séð hvað gerðist þegar Adam Haukur Baumruk fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik. Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Guðmundur Árni Ólafsson skoraði sigurmark Hauka gegn FH í Hafnarfjarðarslag í 16. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-30, Haukum í vil. Þetta var níundi sigur Hauka í röð en þeir þurftu að hafa gríðarlega mikið fyrir honum gegn sterku liði FH sem spilaði lengst af vel í leiknum. Mikil harka hljóp í leikinn í seinni hálfleik og á 39. mínútu fékk Adam Haukur Baumruk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Einar Rafn Eiðsson.Ernir Eyjólfsson tók myndirnar hér að ofan. Rauða spjaldið virtist þó frekar efla Haukana en hitt og þeir lönduðu stigunum tveimur. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir HM-fríið. Haukar fara inn í það í 2. sæti og FH í því þriðja. FH byrjaði leikinn betur og gaf tóninn með því að skora fyrstu þrjú mörkin. Ágúst Elí Björgvinsson var frábær í markinu og sömu sögu var að segja af Einari Rafni Eiðssyni. Hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik og gaf fjórar stoðsendingar. Hinum megin var Janus Daði Smárason öflugur en hann dró Hauka aftur inn í leikinn seinni hluta fyrri hálfleiks með mörkum og stoðsendingum. Hann kom með beinum hætti að fimm af síðustu sex mörkum Hauka í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 15-13, FH í vil. Haukar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks en FH-ingar svöruðu með 3-1 kafla. Þá tóku Haukar aftur við sér, jöfnuðu metin og náðu forystunni. Vörn Hauka var öflug á þessum kafla og Giedrius Morkunas góður í markinu. Á meðan datt Ágúst Elí niður í marki FH. Haukar komust fjórum mörkum yfir, 21-25, en FH svaraði með þremur mörkum. Gestirnir tóku því næst þriggja marka kipp og voru með sigurinn í hendi sér. En þrátt fyrir að vera fjórum mörkum undir, 24-28, gáfust heimamenn ekki upp og skoruðu fimm mörk í röð. Birkir Fannar Bragason var kominn í markið á þessum tíma en hann varði sex af síðustu 11 skotum Hauka. Óðinn Þór Ríkharðsson kom FH yfir, 29-28, en Janus Daði jafnaði metin með sínu sjötta marki. FH-ingar fóru í sókn, Gísli Þorgeir Kristjánsson réðist til atlögu við vörn FH og komst í gegn en Morkunas varði. FH-ingar voru ósáttir með að fá ekki dæmt brot, og höfðu ýmislegt til síns máls. Haukum var hins vegar alveg sama og í næstu sókn skoraði Guðmundur Árni úr hægra horninu þegar hálf mínúta var eftir. FH tók leikhlé og að því loknu opnuðu heimamenn hornið fyrir Óðinn Þór. Hann gat jafnað metin en Morkunas sá við honum og tryggði Haukum sigurinn og montréttinn í bænum. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með sex mörk og þeir Guðmundur Árni, Daníel Þór Ingason og Jón Þorbjörn Jóhannsson skoruðu allir fimm mörk. Morkunas varði 15 skot í markinu (43%) og Grétar Ari Guðjónsson fjögur (31%). Hjá FH var Einar Rafn markahæstur með níu mörk en Ásbjörn Friðriksson kom næstur með sex mörk. Ágúst Elí tók 13 bolta í markinu (34%) og Birkir Fannar sex (55%).Halldór: Var ósáttur með tvö atriði undir lokin Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var ánægður með frammistöðu sinna manna en þeim mun svekktari með tapið gegn erkifjendunum í kvöld. „Við vorum með leikinn í höndunum en slökuðum of mikið á í seinni hálfleik. En svo komum við til baka og komust yfir. Svo skora þeir og við klikkum á dauðafæri. Það er bara þannig. Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða,“ sagði Halldór sem sagði að frammistaða FH í kvöld hefði verið góð. „Ég er mjög ánægður með mína menn og er búinn að vera ánægður með þá í allan vetur. Stundum er þetta svona, íþróttir eru ekkert alltaf sanngjarnar.“ Halldór gat lítið tjáð sig um rauða spjaldið sem Adam Haukur Baumruk fékk í seinni hálfleik. Hann var þó ósáttur við tvo dóma undir lok leiksins. „Ég hefði viljað fá tvær mínútur þegar Ísak [Rafnsson] fór í hraðaupphlaupið og var keyrður. Þetta eru nýjar reglur en allt í einu fara menn ekki eftir þeim,“ sagði Halldór og bætti við: „Svo þegar Gísla [Þorgeiri Kristjánssyni] var hrint í loftinu í næstsíðustu sókninni. Hvað ef hann hefði meiðst? Nýju reglurnar segja að hann þurfi að fara út af í þrjár sóknir. Ég er mjög ósáttur við þessi tvö atriði og þess vegna talaði ég við dómarana eftir leikinn.“Gunnar: Það verða rauð jól í ár Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, gat brosað breitt eftir níunda sigur hans manna í röð. En hvað gerði útslagið í leiknum í kvöld að hans mati? „Eigum við ekki að segja karakterinn. Við gáfumst ekki upp við mótlæti. Við vorum komnir með gott forskot í seinni hálfleik en misstum það niður og þeir komust yfir. En við sýndum karakter og kaldan haus að klára þetta í lokin,“ sagði Gunnar. „Það var ótrúlegt að vinna þetta með einu marki. FH-liðið spilaði frábærlega og var mjög erfitt. Það er frábært að gefa fólkinu sem kom að styðja okkur þennan sigur í jólagjöf. Það verða rauð jól í ár.“ Haukar byrjuðu leikinn á hælunum og FH leiddi allan fyrri hálfleikinn. En í þeim seinni voru Haukar sterkari aðilinn og náðu að landa sigrinum. „Mér fannst vanta upp á varnarleikinn í fyrri hálfleik og við vorum að fá á okkur skítamörk þegar höndin var uppi. Að sama skapi komum við okkur í góð færi en Ágúst Elí [Björgvinsson] var góður í markinu og tók 5-6 dauðafæri. Nýtingin í seinni hálfleik var betri. Að sama skapi þéttum við varnarleikinn og héldum einbeitingu,“ sagði Gunnar sem kvaðst ekki hafa séð hvað gerðist þegar Adam Haukur Baumruk fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira