Ljóðakvöld á Norðurbakkanum Magnús Guðmundsson skrifar 14. desember 2016 11:00 Kristian Guttesen ljóðskáld verður á meðal skáldana sem lesa upp í Hafnarfirði í kvöld. Visir/Pjetur Það er víða lesið úr nýjum bókum þessa dagana og bókakaffið á Norðurbakkanum lætur ekki sitt eftir liggja. Þar verður haldið ljóðakvöld í kvöld klukkan átta og þangað mæta Þorsteinn frá Hamri, Sunna Ross, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristian Guttesen og lesa úr verkum sínum. Þorsteinn frá Hamri er á meðal þekktustu skálda þjóðarinnar en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1958. Þorsteinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap sinn en nú í haust sendi hann frá sér ljóðabókina Núna sem hefur hlotið afar góðar viðtökur. Sunna Ross er ungt skáld og myndlistarkona frá Eiðum. Nýverið birtust nokkur ljóð eftir hana í safninu Bók sem allir myndu lesa– ljóð ungra austfirskra höfunda, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf út í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins. Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd á Akranesi. Fyrsta bók hennar, ljóðabókin Blálogaland, kom út árið 1999 en síðan hefur hún á víxl sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og leikverk. Nú í haust sendi Sigurbjörg frá sér örsögur undir undir titlinum Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Kristian Guttesen er fæddur í Danmörku þar sem hann ólst upp fyrstu ár ævi sinnar. Hann hefur búið á Íslandi frá 1985, en dvaldi við nám í Wales frá 1995 til 1999. Fyrsta bók Kristians, Afturgöngur, kom út árið 1995, en alls hefur hann gefið út tíu frumortar ljóðabækur. Kynnir kvöldsins verður Birgitta Jónsdóttir. Njótum aðventunnar saman.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember. Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Það er víða lesið úr nýjum bókum þessa dagana og bókakaffið á Norðurbakkanum lætur ekki sitt eftir liggja. Þar verður haldið ljóðakvöld í kvöld klukkan átta og þangað mæta Þorsteinn frá Hamri, Sunna Ross, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristian Guttesen og lesa úr verkum sínum. Þorsteinn frá Hamri er á meðal þekktustu skálda þjóðarinnar en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1958. Þorsteinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap sinn en nú í haust sendi hann frá sér ljóðabókina Núna sem hefur hlotið afar góðar viðtökur. Sunna Ross er ungt skáld og myndlistarkona frá Eiðum. Nýverið birtust nokkur ljóð eftir hana í safninu Bók sem allir myndu lesa– ljóð ungra austfirskra höfunda, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf út í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins. Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd á Akranesi. Fyrsta bók hennar, ljóðabókin Blálogaland, kom út árið 1999 en síðan hefur hún á víxl sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og leikverk. Nú í haust sendi Sigurbjörg frá sér örsögur undir undir titlinum Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Kristian Guttesen er fæddur í Danmörku þar sem hann ólst upp fyrstu ár ævi sinnar. Hann hefur búið á Íslandi frá 1985, en dvaldi við nám í Wales frá 1995 til 1999. Fyrsta bók Kristians, Afturgöngur, kom út árið 1995, en alls hefur hann gefið út tíu frumortar ljóðabækur. Kynnir kvöldsins verður Birgitta Jónsdóttir. Njótum aðventunnar saman.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember.
Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“