Lewandowski grenjaði úr hlátri yfir vali France Football Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2016 15:15 Gott grín, France Football. vísir/getty/afp/twitter Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafði engan húmor, eða kannski rosalega mikinn húmor, yfir vali France Football á bestu fótboltamönnum ársins. Cristiano Ronaldo hreppti Gullboltann í fjórða sinn á ferlinum í gær þegar valið var tilkynnt en hann er nú einum Gullbolta á eftir Lionel Messi í baráttu tveggja bestu fótboltamanna heims. Áður en kom að útnefningu þess besta taldi France Football, franska fótboltaritið sem heldur utan um Gullboltann, niður frá 30 en í 16. sæti var Pólverjinn Robert Lewandowski. Þessi magnaði framherji skoraði 42 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á síðustu leiktíð er liðið varð Þýskalandsmeistari og þá er hann búinn að skora 19 mörk á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur var hann ekki ofar á listanum. Hann var ekki einu sinni efsti Bæjarinn á listanum því Sílemaðurinn Arturu Vidal var kosinn af blaðamönnunum 173 í 14. sætið. Efsti leikmaðurinn sem spilar í þýsku 1. deildinni var Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Dortmund, Hann var í 11. sæti. Þegar valið var kunngjört á Twitter-síðu France Football sendi sá pólski þeim augljósa pillu. Hann þurfti ekki nein orð heldur negldi hann fjórum Emoji af manni grenjandi úr hlátri á franska tímaritið.@francefootball — Robert Lewandowski (@lewy_official) December 12, 2016 Final ranking of Ballon d'Or France Football 2016 : 16thROBERT LEWANDOWSKI#ballondor pic.twitter.com/9XyTQ2Dcrr— France Football (@francefootball) December 12, 2016 Fótbolti Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00 Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Sjá meira
Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafði engan húmor, eða kannski rosalega mikinn húmor, yfir vali France Football á bestu fótboltamönnum ársins. Cristiano Ronaldo hreppti Gullboltann í fjórða sinn á ferlinum í gær þegar valið var tilkynnt en hann er nú einum Gullbolta á eftir Lionel Messi í baráttu tveggja bestu fótboltamanna heims. Áður en kom að útnefningu þess besta taldi France Football, franska fótboltaritið sem heldur utan um Gullboltann, niður frá 30 en í 16. sæti var Pólverjinn Robert Lewandowski. Þessi magnaði framherji skoraði 42 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á síðustu leiktíð er liðið varð Þýskalandsmeistari og þá er hann búinn að skora 19 mörk á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur var hann ekki ofar á listanum. Hann var ekki einu sinni efsti Bæjarinn á listanum því Sílemaðurinn Arturu Vidal var kosinn af blaðamönnunum 173 í 14. sætið. Efsti leikmaðurinn sem spilar í þýsku 1. deildinni var Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Dortmund, Hann var í 11. sæti. Þegar valið var kunngjört á Twitter-síðu France Football sendi sá pólski þeim augljósa pillu. Hann þurfti ekki nein orð heldur negldi hann fjórum Emoji af manni grenjandi úr hlátri á franska tímaritið.@francefootball — Robert Lewandowski (@lewy_official) December 12, 2016 Final ranking of Ballon d'Or France Football 2016 : 16thROBERT LEWANDOWSKI#ballondor pic.twitter.com/9XyTQ2Dcrr— France Football (@francefootball) December 12, 2016
Fótbolti Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00 Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Sjá meira
Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00
Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34
Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17