Fjárlög taka ekki mið af þörf þeirra sem þurfa að taka lyf 10. desember 2016 07:15 Fjárlög Bjarna Benediktssonar eru veruleg vonbrigði og koma á óvart að mati Jakobs Fals Garðarssonar, framkvæmdastjóra Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á íslandi. Hann segir fjárlög ekki setja nægjanlegt fjármagn í lyfjakaup og að sú upphæð sem eigi að verja í málaflokkinn dugi skammt. „Þessi fjárlög koma mjög á óvart. Það er athyglisvert að undanfarin ár hafa framlög til lyfjamála ekki endurspeglað þá þörf sem við búum við,“ segir Jakob Falur.Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fréttablaðið/Vilhelm„Ár eftir ár hafa Sjúkratryggingar Íslands farið fram úr fjárlögum og þurfa að fá aukafjármagn með fjáraukalögum. Þetta segir okkur að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins er broguð.“ Þann 20. september síðastliðinn var sagt frá því á forsíðu Fréttablaðsins að fjármagn til kaupa á nýjum sjúkrahúslyfjum væri uppurið. Guðrún Gylfadóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið að svo væri en bætti við að samt sem áður hefði mikill fjöldi nýrra lyfja verið samþykktur á árinu og lyfjum forgangsraðað. Mikil og ör þróun er í lyfjum, svo sem í krabbameins- og gigtarlyfjum. Þessi lyf eru hins vegar afar kostnaðarsöm fyrir hið opinbera. Á Vesturlöndum hefur þessi málaflokkur vaxið gífurlega og miklum fjármunum árlega varið í lyf. Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fór því heildarfé í lyfjakaup úr sex milljörðum í átta milljarða.Að mati Jakobs Fals er sama uppi á teningnum á næsta ári ef ekkert verður að gert. „Tal stjórnarmanna um að koma til móts við heilbrigðiskerfið með þeim hætti að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi að fullu stenst ekki. Fjárlögin taka alls ekki mið af raunverulegri þörf í lyfjamálum og því munum við sjá sama ástandið á næsta ári eins og við höfum verið að sjá síðustu ár,“ segir Jakob Falur. Gerður Gröndal, lyf- og gigtarlæknir, og Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, reifuðu áhyggjur sínar um málefni sjúkrahúslyfja í ritstjórnargrein Læknablaðsins í október í fyrra. Sögðu þau áhyggjuefni ef lyfjameðferð sjúklinga með alvarlega sjúkdóma næði ekki að vera sambærileg þeirri sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Fjárlagafrumvarp 2017 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Fjárlög Bjarna Benediktssonar eru veruleg vonbrigði og koma á óvart að mati Jakobs Fals Garðarssonar, framkvæmdastjóra Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á íslandi. Hann segir fjárlög ekki setja nægjanlegt fjármagn í lyfjakaup og að sú upphæð sem eigi að verja í málaflokkinn dugi skammt. „Þessi fjárlög koma mjög á óvart. Það er athyglisvert að undanfarin ár hafa framlög til lyfjamála ekki endurspeglað þá þörf sem við búum við,“ segir Jakob Falur.Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fréttablaðið/Vilhelm„Ár eftir ár hafa Sjúkratryggingar Íslands farið fram úr fjárlögum og þurfa að fá aukafjármagn með fjáraukalögum. Þetta segir okkur að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins er broguð.“ Þann 20. september síðastliðinn var sagt frá því á forsíðu Fréttablaðsins að fjármagn til kaupa á nýjum sjúkrahúslyfjum væri uppurið. Guðrún Gylfadóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið að svo væri en bætti við að samt sem áður hefði mikill fjöldi nýrra lyfja verið samþykktur á árinu og lyfjum forgangsraðað. Mikil og ör þróun er í lyfjum, svo sem í krabbameins- og gigtarlyfjum. Þessi lyf eru hins vegar afar kostnaðarsöm fyrir hið opinbera. Á Vesturlöndum hefur þessi málaflokkur vaxið gífurlega og miklum fjármunum árlega varið í lyf. Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fór því heildarfé í lyfjakaup úr sex milljörðum í átta milljarða.Að mati Jakobs Fals er sama uppi á teningnum á næsta ári ef ekkert verður að gert. „Tal stjórnarmanna um að koma til móts við heilbrigðiskerfið með þeim hætti að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi að fullu stenst ekki. Fjárlögin taka alls ekki mið af raunverulegri þörf í lyfjamálum og því munum við sjá sama ástandið á næsta ári eins og við höfum verið að sjá síðustu ár,“ segir Jakob Falur. Gerður Gröndal, lyf- og gigtarlæknir, og Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, reifuðu áhyggjur sínar um málefni sjúkrahúslyfja í ritstjórnargrein Læknablaðsins í október í fyrra. Sögðu þau áhyggjuefni ef lyfjameðferð sjúklinga með alvarlega sjúkdóma næði ekki að vera sambærileg þeirri sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjárlagafrumvarp 2017 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent