Líf mitt hefur snúist um þennan mann minn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. desember 2016 13:15 Birgitta stendur dyggan vörð um verk eiginmannsins, Sigurjóns Ólafssonar. Vísir/Stefán „Þetta er orðinn dálítill tími,“ segir Birgitta þegar minnst er á 85 ára afmælið í dag. Hún ólst upp á Fjóni í Danmörku en flutti til Íslands 25 ára og hefur því búið hér á landi í 60 ár. „Ég kom hingað með Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara 1956, þá áttum við tvö börn og settumst að á Laugarnestanga þar sem hann var með sitt heimili; ég var seinni eiginkona hans. Húsakynnin voru braggi þar sem Sigurjón var með vinnustofu og 30 fermetra áfast steinhús, allt leifar frá hernum. Fljótlega voru börnin orðin fjögur en Sigurjón orðinn sjúklingur því hann hafði fengið berkla ungur og það mein tók sig upp. Hann fékk að fara á Reykjalund því hann óttaðist að ef hann færi á Vífilsstaði ætti hann ekki afturkvæmt.“ Ragnar í Smára, sveitungi Sigurjóns, kom fjölskyldunni til hjálpar og lét reisa íbúðarhús sem var áfast eldra húsnæði, að sögn Birgittu. „Sigurjón vildi hvergi annars staðar vera en á Laugarnesinu en hér fékkst ekki byggingarleyfi svo byggt var timburhús í óleyfi sem mætti lyfta af grunni sínum ef við yrðum að flytja héðan. Húsið stóð tilbúið árið 1961 og inn flutti ég með börnin, Sigurjón kom heim af Reykjalundi ári seinna. Hann dreif í að láta reisa skála í kringum braggann 1963 – líka í óleyfi og átti að rífa, borginni að kostnaðarlausu, ef með þyrfti. Þegar Sigurjón lést 1982, var skálinn orðinn ófullkomið húsnæði sem geymsla fyrir verkin hans og þá var mér ráðlegt að stofna safn til að búa til ramma og lögfestingu utan um þau.“ Með framlögum frá bönkum og fyrirtækjum og aðstoð ríkis og Reykjavíkurborgar tókst Birgittu að koma upp fallegu húsnæði svo hægt væri að skoða verk Sigurjóns í viðeigandi umhverfi. „Líf mitt hefur snúist um þennan mann minn og gerir enn því hann lét eftir sig stórt safn listaverka sem ég hef reynt að halda utan um. En ég stóð ekki ein. Það var fullt af fólki í kringum mig sem studdi mig.“ Hlíf er sú eina fjögurra barna Birgittu sem býr á Íslandi. Dagur og Ólafur eru í Danmörku og Freyr á Spáni. Þrjú þeirra verja með henni afmælisdeginum í dag. Birgitta segir sér hafa liðið vel á Laugarnestanga þótt þar gusti stundum hressilega. Hún kveðst hafa alist upp um kílómetra frá ströndinni á Vestur-Fjóni og enn halda tengslum við það byggðarlag. „Þó að bekkjarfélagar mínir séu ekki lengur á ferðinni hér þá kemur fólk af annarri kynslóð að heilsa upp á mig.“ Lífið Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
„Þetta er orðinn dálítill tími,“ segir Birgitta þegar minnst er á 85 ára afmælið í dag. Hún ólst upp á Fjóni í Danmörku en flutti til Íslands 25 ára og hefur því búið hér á landi í 60 ár. „Ég kom hingað með Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara 1956, þá áttum við tvö börn og settumst að á Laugarnestanga þar sem hann var með sitt heimili; ég var seinni eiginkona hans. Húsakynnin voru braggi þar sem Sigurjón var með vinnustofu og 30 fermetra áfast steinhús, allt leifar frá hernum. Fljótlega voru börnin orðin fjögur en Sigurjón orðinn sjúklingur því hann hafði fengið berkla ungur og það mein tók sig upp. Hann fékk að fara á Reykjalund því hann óttaðist að ef hann færi á Vífilsstaði ætti hann ekki afturkvæmt.“ Ragnar í Smára, sveitungi Sigurjóns, kom fjölskyldunni til hjálpar og lét reisa íbúðarhús sem var áfast eldra húsnæði, að sögn Birgittu. „Sigurjón vildi hvergi annars staðar vera en á Laugarnesinu en hér fékkst ekki byggingarleyfi svo byggt var timburhús í óleyfi sem mætti lyfta af grunni sínum ef við yrðum að flytja héðan. Húsið stóð tilbúið árið 1961 og inn flutti ég með börnin, Sigurjón kom heim af Reykjalundi ári seinna. Hann dreif í að láta reisa skála í kringum braggann 1963 – líka í óleyfi og átti að rífa, borginni að kostnaðarlausu, ef með þyrfti. Þegar Sigurjón lést 1982, var skálinn orðinn ófullkomið húsnæði sem geymsla fyrir verkin hans og þá var mér ráðlegt að stofna safn til að búa til ramma og lögfestingu utan um þau.“ Með framlögum frá bönkum og fyrirtækjum og aðstoð ríkis og Reykjavíkurborgar tókst Birgittu að koma upp fallegu húsnæði svo hægt væri að skoða verk Sigurjóns í viðeigandi umhverfi. „Líf mitt hefur snúist um þennan mann minn og gerir enn því hann lét eftir sig stórt safn listaverka sem ég hef reynt að halda utan um. En ég stóð ekki ein. Það var fullt af fólki í kringum mig sem studdi mig.“ Hlíf er sú eina fjögurra barna Birgittu sem býr á Íslandi. Dagur og Ólafur eru í Danmörku og Freyr á Spáni. Þrjú þeirra verja með henni afmælisdeginum í dag. Birgitta segir sér hafa liðið vel á Laugarnestanga þótt þar gusti stundum hressilega. Hún kveðst hafa alist upp um kílómetra frá ströndinni á Vestur-Fjóni og enn halda tengslum við það byggðarlag. „Þó að bekkjarfélagar mínir séu ekki lengur á ferðinni hér þá kemur fólk af annarri kynslóð að heilsa upp á mig.“
Lífið Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira