Carrie Fisher minnst um allan heim Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2016 21:00 Carrie Fisher Vísir/EPA Leikkonan og rithöfundurinn Carrie Fisher hefur verið minnst um allan heim í kvöld eftir að fregnir bárust af andláti hennar. Carrie tjáði sig oft um frægð foreldra sinna, eiturlyfjafíkn sína og baráttu sína við geðhvarfasýki. Auk þessa var hún yfirlýstur andstæðingur útlitsdýrkunar í Hollywood. Hún var frá unga aldri í sviðsljósinu, en foreldrar hennar, Debbie Reynolds og Eddie Fisher voru bæði leikarar og ólst Carrie upp í Beverly Hills hverfinu í Los Angeles. Hún hefur oft tjáð sig um reynslu sína af því að hafa alist upp í kringum svo frægt fólk og um frægð sína. Í viðtali frá árinu 2009 sagði hún til að mynda frá því að hún hefði ekki óskað sér frægðarinnar og að hún teldi fólk oft rugla saman frægð og ást. Carrie flaug upp á stjörnuhiminninn árið 1977 þegar hún, þá 19 ára gömul, tók sér hlutverk í kvikmynd George Lucas sem bar nafnið Star Wars. BBC tók saman orð Carrie sjálfrar um það þegar hún hreppti hlutverkið. „Þegar ég fékk hlutverk sem prinsessa í þessari kjánalegu litlu vísindaskáldsögumynd, hugsaði ég með mér: þetta verður gaman. Ég er 19 ára! Hver vill ekki hafa gaman þegar hann er 19 ára?“ „Ég fer og hangi með einhverjum vélmennum í nokkra mánuði og svo kem ég til baka og finn út úr því hvað ég vil gera þegar ég fullorðnast“ Ljóst er að Star Wars varð töluvert stærra heldur en hún sá fyrir sér á þeim tíma og lék Carrie í þeim öllum á árunum 1977-1983 áður en hún endurtók leikinn í Star Wars: Force Awakens árið 2015. Hægt er að sjá áheyrnaprufu Carrie fyrir hlutverkið hér að neðan.Með frægðinni sem fylgdi leik hennar í Star Wars fylgdu þó töluverðir erfiðleikar, sem Carrie hefur tjáð sig um, svo sem eins og eiturlyfjafíkn hennar en hún hefur lýst því hvernig hún neytti harðra eiturlyfja á meðan tökum stóð. „Eiturlyfin gerðu eitthvað fyrir mig sem ég var of löt til að gera fyrir mig sjálf, þau veittu mér gífurlega spennu og tilfinningar“ sagði Fisher um efnin. Carrie var jafnframt greind með geðhvarfasýki og hefur hún orðið ötull talsmaður þeirra sem kljást við þann sjúkdóm. Hún hefur til að mynda ráðlagt öðrum einstaklingum sem berjast við sjúkdóminn um það hvernig hún hefur tekist á við hann, en var greind með sjúkdóminn 24 ára gömul en gat ekki sætt sig við greininguna fyrr en hún hætti neyslu fíkniefna 28 ára gömul. Carrie gagnrýndi jafnframt meðferð Hollywood kvikmyndaiðnaðarins á konum og sagði frá því að hún hefði verið beðin um að léttast fyrir hlutverk sitt í Star Wars, bæði árið 1977 fyrir upprunalegu myndina, og rúmum fjörtíu árum síðar fyrir sjöundu myndina í myndabálknum. „Þeir vilja ekki ráða mig alla – heldur bara þrjá fjórðu! Ekkert breytist, þetta er allt byggt á útlitinu. Ég er í vinnu þar sem það eina sem skiptir máli er þyngdin og útlitið. Það er svo bilað. Þeir gætu allt eins sagt mér að yngjast, því svo einfalt á það að vera.“ Hægt er að sjá Fisher tjá sig um útlitsdýrkun í Hollywood í viðtalinu hér að neðan, þar sem hún mætti með hundinn sinn Gary. Viðtalið sýnir hve litríkur persónuleiki hún var.Margir meðleikarar hennar úr Stjörnustríðsmyndunum sem og fleiri Hollywood stjörnur hafa minnst hennar og tjáð sorg sína yfir fráfalli hennar á samfélagsmiðlunum. no words #Devastated pic.twitter.com/R9Xo7IBKmh— Mark Hamill (@HamillHimself) December 27, 2016 There are no words for this loss. Carrie was the brightest light in every room she entered. I will miss her dearly. pic.twitter.com/GgIeYGeMt9— Peter Mayhew (@TheWookieeRoars) December 27, 2016 .@CarriefFisher was a brilliant writer, actor, and friend. She was so much fun. I can't believe she's gone. https://t.co/wpxGvBWA0b— Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) December 27, 2016 She was the brightest, funniest, bravest, kindest, cleverest and sweetest person I ever knew. A crushing blow to lose @carrieffisher— Stephen Fry (@stephenfry) December 27, 2016 I'm deeply saddened to learn of the death of Carrie Fisher. I will miss our banterings. A wonderful talent & light has been extinguished.— William Shatner (@WilliamShatner) December 27, 2016 Ljóst er að heimsbyggðin öll syrgir fráfall Carrie en þúsundir hafa tjáð sig um fráfall hennar undir myllumerkinu #CarrieFisher á Twitter.#CarrieFisher Tweets Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Leikkonan og rithöfundurinn Carrie Fisher hefur verið minnst um allan heim í kvöld eftir að fregnir bárust af andláti hennar. Carrie tjáði sig oft um frægð foreldra sinna, eiturlyfjafíkn sína og baráttu sína við geðhvarfasýki. Auk þessa var hún yfirlýstur andstæðingur útlitsdýrkunar í Hollywood. Hún var frá unga aldri í sviðsljósinu, en foreldrar hennar, Debbie Reynolds og Eddie Fisher voru bæði leikarar og ólst Carrie upp í Beverly Hills hverfinu í Los Angeles. Hún hefur oft tjáð sig um reynslu sína af því að hafa alist upp í kringum svo frægt fólk og um frægð sína. Í viðtali frá árinu 2009 sagði hún til að mynda frá því að hún hefði ekki óskað sér frægðarinnar og að hún teldi fólk oft rugla saman frægð og ást. Carrie flaug upp á stjörnuhiminninn árið 1977 þegar hún, þá 19 ára gömul, tók sér hlutverk í kvikmynd George Lucas sem bar nafnið Star Wars. BBC tók saman orð Carrie sjálfrar um það þegar hún hreppti hlutverkið. „Þegar ég fékk hlutverk sem prinsessa í þessari kjánalegu litlu vísindaskáldsögumynd, hugsaði ég með mér: þetta verður gaman. Ég er 19 ára! Hver vill ekki hafa gaman þegar hann er 19 ára?“ „Ég fer og hangi með einhverjum vélmennum í nokkra mánuði og svo kem ég til baka og finn út úr því hvað ég vil gera þegar ég fullorðnast“ Ljóst er að Star Wars varð töluvert stærra heldur en hún sá fyrir sér á þeim tíma og lék Carrie í þeim öllum á árunum 1977-1983 áður en hún endurtók leikinn í Star Wars: Force Awakens árið 2015. Hægt er að sjá áheyrnaprufu Carrie fyrir hlutverkið hér að neðan.Með frægðinni sem fylgdi leik hennar í Star Wars fylgdu þó töluverðir erfiðleikar, sem Carrie hefur tjáð sig um, svo sem eins og eiturlyfjafíkn hennar en hún hefur lýst því hvernig hún neytti harðra eiturlyfja á meðan tökum stóð. „Eiturlyfin gerðu eitthvað fyrir mig sem ég var of löt til að gera fyrir mig sjálf, þau veittu mér gífurlega spennu og tilfinningar“ sagði Fisher um efnin. Carrie var jafnframt greind með geðhvarfasýki og hefur hún orðið ötull talsmaður þeirra sem kljást við þann sjúkdóm. Hún hefur til að mynda ráðlagt öðrum einstaklingum sem berjast við sjúkdóminn um það hvernig hún hefur tekist á við hann, en var greind með sjúkdóminn 24 ára gömul en gat ekki sætt sig við greininguna fyrr en hún hætti neyslu fíkniefna 28 ára gömul. Carrie gagnrýndi jafnframt meðferð Hollywood kvikmyndaiðnaðarins á konum og sagði frá því að hún hefði verið beðin um að léttast fyrir hlutverk sitt í Star Wars, bæði árið 1977 fyrir upprunalegu myndina, og rúmum fjörtíu árum síðar fyrir sjöundu myndina í myndabálknum. „Þeir vilja ekki ráða mig alla – heldur bara þrjá fjórðu! Ekkert breytist, þetta er allt byggt á útlitinu. Ég er í vinnu þar sem það eina sem skiptir máli er þyngdin og útlitið. Það er svo bilað. Þeir gætu allt eins sagt mér að yngjast, því svo einfalt á það að vera.“ Hægt er að sjá Fisher tjá sig um útlitsdýrkun í Hollywood í viðtalinu hér að neðan, þar sem hún mætti með hundinn sinn Gary. Viðtalið sýnir hve litríkur persónuleiki hún var.Margir meðleikarar hennar úr Stjörnustríðsmyndunum sem og fleiri Hollywood stjörnur hafa minnst hennar og tjáð sorg sína yfir fráfalli hennar á samfélagsmiðlunum. no words #Devastated pic.twitter.com/R9Xo7IBKmh— Mark Hamill (@HamillHimself) December 27, 2016 There are no words for this loss. Carrie was the brightest light in every room she entered. I will miss her dearly. pic.twitter.com/GgIeYGeMt9— Peter Mayhew (@TheWookieeRoars) December 27, 2016 .@CarriefFisher was a brilliant writer, actor, and friend. She was so much fun. I can't believe she's gone. https://t.co/wpxGvBWA0b— Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) December 27, 2016 She was the brightest, funniest, bravest, kindest, cleverest and sweetest person I ever knew. A crushing blow to lose @carrieffisher— Stephen Fry (@stephenfry) December 27, 2016 I'm deeply saddened to learn of the death of Carrie Fisher. I will miss our banterings. A wonderful talent & light has been extinguished.— William Shatner (@WilliamShatner) December 27, 2016 Ljóst er að heimsbyggðin öll syrgir fráfall Carrie en þúsundir hafa tjáð sig um fráfall hennar undir myllumerkinu #CarrieFisher á Twitter.#CarrieFisher Tweets
Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira