Slökkviliðsmenn buðu ferðamönnum húsaskjól Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. desember 2016 13:15 Eldur kom upp í leiguíbúð sex ferðamanna við Kirkjuteig snemma í gærkvöldi. Íbúðin skemmdist mikið og voru ferðamennirnir því á vergangi eftir að slökkvistarfi lauk. Slökkviliðsmenn brugðu á það ráð að bjóða fólkinu með sér á slökkvistöðina á jólanótt. „Þetta er nú ekki svona það sem við gerum dagsdaglega. En í tilefni þess að það voru jól þá verður maður aðeins meyrari og mýkri,“ segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Næturvaktin tók þau upp á sína arma, þar til Rauði krossinn kom og greiddi götu þeirra endanlega,“ bætir hann við. Eldurinn kom upp um klukkan hálf átta. Ferðamennirnir komu hingað til lands til að fagna jólunum á Íslandi en íbúðin hafði verið leigð í gegnum Air BnB. Tveir reykskynjarar voru í íbúðinni en hvorugur virkaði; annar þeirra var án rafhlöðu og hinn gamall og óvirkur. Slökkviliðið var svo aftur kallað út á tólfta tímanum en þá hafði verið tilkynnt um eld á bekk við íbúðarhús á Álftanesi. Töluverður reykur barst inn í íbúð í gegnum þakskegg hússins en slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Þá sinnti slökkviliðið einnig vatnsleka sem kom upp í Ármúla í nótt. Þá var einnig mikið að gera í sjúkraflutningum í gærkvöldi og í nótt en sjö sjúkrabílar sinntu stöðugum útköllum til miðnættis. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Eldur kom upp í leiguíbúð sex ferðamanna við Kirkjuteig snemma í gærkvöldi. Íbúðin skemmdist mikið og voru ferðamennirnir því á vergangi eftir að slökkvistarfi lauk. Slökkviliðsmenn brugðu á það ráð að bjóða fólkinu með sér á slökkvistöðina á jólanótt. „Þetta er nú ekki svona það sem við gerum dagsdaglega. En í tilefni þess að það voru jól þá verður maður aðeins meyrari og mýkri,“ segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Næturvaktin tók þau upp á sína arma, þar til Rauði krossinn kom og greiddi götu þeirra endanlega,“ bætir hann við. Eldurinn kom upp um klukkan hálf átta. Ferðamennirnir komu hingað til lands til að fagna jólunum á Íslandi en íbúðin hafði verið leigð í gegnum Air BnB. Tveir reykskynjarar voru í íbúðinni en hvorugur virkaði; annar þeirra var án rafhlöðu og hinn gamall og óvirkur. Slökkviliðið var svo aftur kallað út á tólfta tímanum en þá hafði verið tilkynnt um eld á bekk við íbúðarhús á Álftanesi. Töluverður reykur barst inn í íbúð í gegnum þakskegg hússins en slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Þá sinnti slökkviliðið einnig vatnsleka sem kom upp í Ármúla í nótt. Þá var einnig mikið að gera í sjúkraflutningum í gærkvöldi og í nótt en sjö sjúkrabílar sinntu stöðugum útköllum til miðnættis.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira