Svartir sauðir selja jólarjúpur á netinu Sveinn Arnarsson skrifar 24. desember 2016 07:00 Rjúpan er ómissandi á borðum fjölda landsmanna um jólin. Nordicphotos/Getty Þrátt fyrir sölubann á rjúpu ber enn á því að einstaklingar freistist til að selja rjúpur í aðdraganda jóla til þeirra sem ekki hafa náð að afla þeirra af sjálfsdáðum. Hafa viðmælendur Fréttablaðsins heyrt að gangverð á rjúpu sé allt frá tvö til fimm þúsund krónur á fugl. Formaður Skotvís segir þó að langflestir veiðimenn virði þær reglur sem hafa verið settar um sölubann á rjúpu. Að þessu sinni hefur einnig borið á því að salan hafi færst yfir á Facebook. Þegar hringt er í einstaklinga sem auglýsa rjúpur til sölu hafa fuglar bæði verið sannarlega til sölu en sumir bera það fyrir sig að um hrekk vina hafi verið að ræða.Dúi Landmark, formaður Skotvísvísir/valli„Tilfinning okkar í Skotvís er sú að sala á rjúpu undanfarin ár hafi verið blessunarlega mjög lítil,“ segir Dúi Landmark, formaður Skotvís, skotveiðifélags Íslands. „Eftir að sölubannið var sett á hefur salan ekki verið svipur hjá sjón sem er fagnaðarefni og við teljum að sölubannið hafi borið góðan árangur í að stemma stigu við þessu.“ Veiðidagar rjúpu á núliðnu rjúpnaveiðitímabili voru aðeins 12 talsins og voru veður válynd marga af þessum dögum. Því hafa margir veiðimenn fengið lítið á tímabilinu. Að sumra mati eru rjúpur og jól óaðskiljanleg og því miklu kostað til svo rjúpur geti verið á boðstólum um hátíðarnar. Fyrirkomulag veiðinnar í ár var harðlega gagnrýnt af Skotvís þar sem menn reyndu oft á tíðum að ganga til rjúpna við erfið skilyrði.Skjáskot af Facebook-færslu.„Við hvetjum veiðimenn auðvitað til að fylgja settum reglum. Sala á rjúpu er ekki í samræmi við það sem Skotvís hefur verið að vinna að. Hér er verið að selja villibráð sem sannarlega er bannað að höndla með,“ segir Dúi. „Að langmestu leyti er þetta úr sögunni eins og þetta tíðkaðist hér á árum áður þó einhver brögð séu að því að menn séu að selja í dag, en þeir eru mjög fáir og endurspegla alls ekki allan hóp þeirra veiðimanna sem fylgja settum reglum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Þrátt fyrir sölubann á rjúpu ber enn á því að einstaklingar freistist til að selja rjúpur í aðdraganda jóla til þeirra sem ekki hafa náð að afla þeirra af sjálfsdáðum. Hafa viðmælendur Fréttablaðsins heyrt að gangverð á rjúpu sé allt frá tvö til fimm þúsund krónur á fugl. Formaður Skotvís segir þó að langflestir veiðimenn virði þær reglur sem hafa verið settar um sölubann á rjúpu. Að þessu sinni hefur einnig borið á því að salan hafi færst yfir á Facebook. Þegar hringt er í einstaklinga sem auglýsa rjúpur til sölu hafa fuglar bæði verið sannarlega til sölu en sumir bera það fyrir sig að um hrekk vina hafi verið að ræða.Dúi Landmark, formaður Skotvísvísir/valli„Tilfinning okkar í Skotvís er sú að sala á rjúpu undanfarin ár hafi verið blessunarlega mjög lítil,“ segir Dúi Landmark, formaður Skotvís, skotveiðifélags Íslands. „Eftir að sölubannið var sett á hefur salan ekki verið svipur hjá sjón sem er fagnaðarefni og við teljum að sölubannið hafi borið góðan árangur í að stemma stigu við þessu.“ Veiðidagar rjúpu á núliðnu rjúpnaveiðitímabili voru aðeins 12 talsins og voru veður válynd marga af þessum dögum. Því hafa margir veiðimenn fengið lítið á tímabilinu. Að sumra mati eru rjúpur og jól óaðskiljanleg og því miklu kostað til svo rjúpur geti verið á boðstólum um hátíðarnar. Fyrirkomulag veiðinnar í ár var harðlega gagnrýnt af Skotvís þar sem menn reyndu oft á tíðum að ganga til rjúpna við erfið skilyrði.Skjáskot af Facebook-færslu.„Við hvetjum veiðimenn auðvitað til að fylgja settum reglum. Sala á rjúpu er ekki í samræmi við það sem Skotvís hefur verið að vinna að. Hér er verið að selja villibráð sem sannarlega er bannað að höndla með,“ segir Dúi. „Að langmestu leyti er þetta úr sögunni eins og þetta tíðkaðist hér á árum áður þó einhver brögð séu að því að menn séu að selja í dag, en þeir eru mjög fáir og endurspegla alls ekki allan hóp þeirra veiðimanna sem fylgja settum reglum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Jólafréttir Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira