Sá stærsti í Domino´s deildinni þarf að ráða umboðsmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 09:00 Tryggvi Snær Hlinason í leik á móti KR. Vísir/Eyþór Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára og 216 sentímetrahár leikmaður Þórs frá Akureyri, er framtíðarmaður íslenska landsliðsins og án efa framtíðaratvinnumaður. Mikill áhugi er erlendis frá á kappanum en hann reiknar engu að síður að klára tímabilið með Þór Akureyri í Domino´s deildinni. Tryggvi Snær Hlinason er í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann hallast frekar að því að fara beint út í atvinnumennsku í Evrópu í stað þess að fara í bandaríska háskólakörfuboltann. En fyrst ætlar hann að klára skólann á Akureyri og um leið klára núverandi tímabil. „Það hefur verið aðeins ýtt á mig að koma út sem fyrst en mér sýnist að svo verði ekki. Af atvinnumannaliðunum hefur Valencia sýnt mér mestan áhuga,“ sagði Tryggvi í viðtalinu í Morgunblaðinu. Tryggvi segir að áhuginn á sér komi ekki síður frá bandarískum háskólum. Tryggvi sér ekki fyrir sér í dag hvað bíður hans á næsta tímabili en þótt að hann gæti samið við atvinnumannalið í vetur þá sé það freistandi að bíða fram á sumar þegar hann verður í eldlínunni með 20 ára landsliðinu í A-deild Evrópukeppninnar. Þar fær hann stóran glugga. „Verði þetta niðurstaðan þá verður fyrsta skrefið hjá mér að ráða umboðsmann. Tilboðin berast þá vonandi í framhaldinu. Ég gæti alveg hugsað mér að ákveða eitthvað eftir EM hjá U-20,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndu viðtali. Hann gerir sér alveg grein fyrir að hann er langt í frá fulllærður í körfuboltafræðunum og segir að Benedikt Guðmundsson hafi hjálpað honum mikið í vetur. „Ég er ennþá svo grænn að margt í mínum leik er hægt að bæta og laga. Fyrir mig hefur verið mjög heppilegt að fá Benedikt Guðmundsson norður,“ segir Tryggvi meðal annars í stóru viðtali hans við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. Tryggvi Snær Hlinason var með 9,5 stig, 6,2 fráköst, 2,2 varin skot að meðaltali á 26,1 mínútu í leik í fyrri umferð Domino´s deildarinnar en hann nýtti þá 71 prósent skota sinna utan af velli. Dominos-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára og 216 sentímetrahár leikmaður Þórs frá Akureyri, er framtíðarmaður íslenska landsliðsins og án efa framtíðaratvinnumaður. Mikill áhugi er erlendis frá á kappanum en hann reiknar engu að síður að klára tímabilið með Þór Akureyri í Domino´s deildinni. Tryggvi Snær Hlinason er í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann hallast frekar að því að fara beint út í atvinnumennsku í Evrópu í stað þess að fara í bandaríska háskólakörfuboltann. En fyrst ætlar hann að klára skólann á Akureyri og um leið klára núverandi tímabil. „Það hefur verið aðeins ýtt á mig að koma út sem fyrst en mér sýnist að svo verði ekki. Af atvinnumannaliðunum hefur Valencia sýnt mér mestan áhuga,“ sagði Tryggvi í viðtalinu í Morgunblaðinu. Tryggvi segir að áhuginn á sér komi ekki síður frá bandarískum háskólum. Tryggvi sér ekki fyrir sér í dag hvað bíður hans á næsta tímabili en þótt að hann gæti samið við atvinnumannalið í vetur þá sé það freistandi að bíða fram á sumar þegar hann verður í eldlínunni með 20 ára landsliðinu í A-deild Evrópukeppninnar. Þar fær hann stóran glugga. „Verði þetta niðurstaðan þá verður fyrsta skrefið hjá mér að ráða umboðsmann. Tilboðin berast þá vonandi í framhaldinu. Ég gæti alveg hugsað mér að ákveða eitthvað eftir EM hjá U-20,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndu viðtali. Hann gerir sér alveg grein fyrir að hann er langt í frá fulllærður í körfuboltafræðunum og segir að Benedikt Guðmundsson hafi hjálpað honum mikið í vetur. „Ég er ennþá svo grænn að margt í mínum leik er hægt að bæta og laga. Fyrir mig hefur verið mjög heppilegt að fá Benedikt Guðmundsson norður,“ segir Tryggvi meðal annars í stóru viðtali hans við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. Tryggvi Snær Hlinason var með 9,5 stig, 6,2 fráköst, 2,2 varin skot að meðaltali á 26,1 mínútu í leik í fyrri umferð Domino´s deildarinnar en hann nýtti þá 71 prósent skota sinna utan af velli.
Dominos-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira