Loksins kominn tími til að halda gleðileg jól Benedikt Bóas hinriksson skrifar 22. desember 2016 07:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóra Samherja. Vísir/Auðunn „Það var kominn tími til að fara ekki í gegnum enn ein jólin með þetta yfir sér,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en fyrirtækið tilkynnti í gærkvöldi að Seðlabankinn hefði látið mál sitt gegn Kaldbaki ehf., dótturfyrirtæki Samherja, niður falla eftir 60 mánaða langa rannsókn. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt tilkynningu Samherja um niðurfellinguna snerist málið um tvær bankafærslur, þar af var önnur upp á 1.500 norskar krónur eða um 20 þúsund íslenskar. Í tilkynningunni kemur fram að það sé von Samherja að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og breytingar verði gerðar í stjórnsýslunni þannig að slíkt geti ekki endurtekið sig. „Hjartað segir manni að það sé lítil von um að einhver axli ábyrgð í þessu máli, því miður. Það verður að hafa í huga hvernig Seðlabankinn er búinn að haga sér, sem er búið að hafa áhrif á gríðarlega marga. Þegar búið er að fella niður á annað hundrað kærur á fyrirtæki og einstaklinga þá verður að álykta að eitthvað sé að í stjórnsýslunni. Við ætlum að berjast gegn því að svona geti gerst aftur og það hefði átt að vera búið að stoppa þennan leik fyrir löngu,“ segir hann. Þorsteinn viðurkennir að á þessum 60 mánuðum hafi komið stundir þar sem hann velti fyrir sér hvort hann hefði jafnvel gert mistök. „Að sjálfsögðu spurðum við okkur að því, við erum ekkert óskeikulir. Við vorum líka að reka fyrirtæki á erfiðum tíma eftir hrun og við útilokuðum ekkert að við hefðum gert mistök. Við fórum að sjálfsögðu yfir okkar mál en það gekk erfiðlega að fá upplýsingar um hvað við áttum að hafa gert – því var haldið frá okkur mjög lengi.“ Hann bendir á að nánast allar fullyrðingar Seðlabankans um Samherja hafi reynst rangar og málatilbúnaður bankans hafi oft breyst frá upphafi málsins. Hann segir að málið hafi tekið á, enda sé erfitt að vera hafður fyrir rangri sök svona lengi. „Að hafa svona yfir sér er þungt og þetta snerti marga. Svona lagað á ekki að geta gerst og að rannsóknin taki svona langan tíma, eins og Seðlabankinn tók sér, er algjörlega óásættanlegt. Það á ekki að vera hægt að fara með fólk á svona hátt. Þegar maður er hafður fyrir rangri sök svona lengi þá er það erfitt og ég skal viðurkenna það að þetta er búið að vera erfitt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það var kominn tími til að fara ekki í gegnum enn ein jólin með þetta yfir sér,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en fyrirtækið tilkynnti í gærkvöldi að Seðlabankinn hefði látið mál sitt gegn Kaldbaki ehf., dótturfyrirtæki Samherja, niður falla eftir 60 mánaða langa rannsókn. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt tilkynningu Samherja um niðurfellinguna snerist málið um tvær bankafærslur, þar af var önnur upp á 1.500 norskar krónur eða um 20 þúsund íslenskar. Í tilkynningunni kemur fram að það sé von Samherja að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og breytingar verði gerðar í stjórnsýslunni þannig að slíkt geti ekki endurtekið sig. „Hjartað segir manni að það sé lítil von um að einhver axli ábyrgð í þessu máli, því miður. Það verður að hafa í huga hvernig Seðlabankinn er búinn að haga sér, sem er búið að hafa áhrif á gríðarlega marga. Þegar búið er að fella niður á annað hundrað kærur á fyrirtæki og einstaklinga þá verður að álykta að eitthvað sé að í stjórnsýslunni. Við ætlum að berjast gegn því að svona geti gerst aftur og það hefði átt að vera búið að stoppa þennan leik fyrir löngu,“ segir hann. Þorsteinn viðurkennir að á þessum 60 mánuðum hafi komið stundir þar sem hann velti fyrir sér hvort hann hefði jafnvel gert mistök. „Að sjálfsögðu spurðum við okkur að því, við erum ekkert óskeikulir. Við vorum líka að reka fyrirtæki á erfiðum tíma eftir hrun og við útilokuðum ekkert að við hefðum gert mistök. Við fórum að sjálfsögðu yfir okkar mál en það gekk erfiðlega að fá upplýsingar um hvað við áttum að hafa gert – því var haldið frá okkur mjög lengi.“ Hann bendir á að nánast allar fullyrðingar Seðlabankans um Samherja hafi reynst rangar og málatilbúnaður bankans hafi oft breyst frá upphafi málsins. Hann segir að málið hafi tekið á, enda sé erfitt að vera hafður fyrir rangri sök svona lengi. „Að hafa svona yfir sér er þungt og þetta snerti marga. Svona lagað á ekki að geta gerst og að rannsóknin taki svona langan tíma, eins og Seðlabankinn tók sér, er algjörlega óásættanlegt. Það á ekki að vera hægt að fara með fólk á svona hátt. Þegar maður er hafður fyrir rangri sök svona lengi þá er það erfitt og ég skal viðurkenna það að þetta er búið að vera erfitt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira