Skildi skilríkin eftir í bílnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. desember 2016 07:00 Sönghópur skipaður jafnt innflytjendum sem innfæddum Berlínarbúum hóf upp raust sína á jólamarkaðnum í Berlín og hvatti til samstöðu allra. vísir/epa Þýska ríkisstjórnin samþykkti í gær að auka notkun eftirlitsmyndavéla. Af persónuverndarástæðum hafa til þessa verið strangar reglur í gildi í Þýskalandi um slíkt eftirlit. Þessi ákvörðun er tekin vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudaginn, sem kostaði tólf manns lífið. Við rannsókn málsins hefur lögreglan ekki haft mikið gagn af upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Borgarstjórnin í Berlín hefur sagt ástæðulaust að fjölga eftirlitsmyndavélum, þrátt fyrir árásina á mánudag. Árásarmaðurinn var í gær enn ófundinn, en hann varð tólf manns að bana og særði nærri 50 manns, þar af 30 alvarlega, þegar hann ók inn á jólamarkaðinn á stórri flutningabifreið.Lögreglumenn á vakt á jólamarkaðnum á Breidscheid-torgi í Berlín þar sem tólf manns létu lífið og tugir særðust á mánudagskvöldið.vísir/EPALögreglan leitaði að rúmlega tvítugum manni, Anis Amri, sem hún hafði grunaðan um að vera hættulegan vegna tengsla við íslamska öfgamenn. Hann er frá Túnis og sótti um hæli í Þýskalandi í apríl síðastliðnum. Umsókn hans var hafnað í sumar en stjórnvöld höfðu fallist á að fresta því tímabundið að vísa honum úr landi. Skilríki hans fundust undir bílstjórasæti vöruflutningabifreiðarinnar sem ekið var inn í mannfjöldann á jólamarkaðnum í Berlín síðastliðið mánudagskvöld. Árásarmaðurinn virðist hafa stolið bifreiðinni frá pólsku flutningafyrirtæki. Bifreiðarstjórinn, sem var pólskur ríkisborgari, fannst látinn í bílnum með sár eftir bæði hnífstungur og byssuskot. Þýskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að hann hafi átt í átökum við árásarmanninn þegar bifreiðinni var ekið inn á jólamarkaðinn. Árásarmaðurinn hafi skotið hann um það leyti sem bifreiðin stöðvaðist. Þetta kemur heim og saman við frásagnir vitna um að hvellur mikill hafi heyrst frá bifreiðinni þegar henni var ekið inn í mannfjöldann. Vígasamtökin Íslamskt ríki, eða Daish, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en samtökin hafa ítrekað skorað á fólk um heim allan að fremja hryðjuverk. Anis Amri er sagður hafa haft tengsl við öfgaklerk að nafni Abu Walaa, sem var handtekinn í bænum Bad Salzdetfurth þann 8. nóvember síðastliðinn. Sá var ákærður fyrir að hafa reynt að fá ungt fólk til að ganga til liðs við Daish-samtökin. Annar hælisleitandi var í fyrstu grunaður um verknaðinn en hann var látinn laus þar sem ekkert benti til sektar hans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Þýska ríkisstjórnin samþykkti í gær að auka notkun eftirlitsmyndavéla. Af persónuverndarástæðum hafa til þessa verið strangar reglur í gildi í Þýskalandi um slíkt eftirlit. Þessi ákvörðun er tekin vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudaginn, sem kostaði tólf manns lífið. Við rannsókn málsins hefur lögreglan ekki haft mikið gagn af upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Borgarstjórnin í Berlín hefur sagt ástæðulaust að fjölga eftirlitsmyndavélum, þrátt fyrir árásina á mánudag. Árásarmaðurinn var í gær enn ófundinn, en hann varð tólf manns að bana og særði nærri 50 manns, þar af 30 alvarlega, þegar hann ók inn á jólamarkaðinn á stórri flutningabifreið.Lögreglumenn á vakt á jólamarkaðnum á Breidscheid-torgi í Berlín þar sem tólf manns létu lífið og tugir særðust á mánudagskvöldið.vísir/EPALögreglan leitaði að rúmlega tvítugum manni, Anis Amri, sem hún hafði grunaðan um að vera hættulegan vegna tengsla við íslamska öfgamenn. Hann er frá Túnis og sótti um hæli í Þýskalandi í apríl síðastliðnum. Umsókn hans var hafnað í sumar en stjórnvöld höfðu fallist á að fresta því tímabundið að vísa honum úr landi. Skilríki hans fundust undir bílstjórasæti vöruflutningabifreiðarinnar sem ekið var inn í mannfjöldann á jólamarkaðnum í Berlín síðastliðið mánudagskvöld. Árásarmaðurinn virðist hafa stolið bifreiðinni frá pólsku flutningafyrirtæki. Bifreiðarstjórinn, sem var pólskur ríkisborgari, fannst látinn í bílnum með sár eftir bæði hnífstungur og byssuskot. Þýskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að hann hafi átt í átökum við árásarmanninn þegar bifreiðinni var ekið inn á jólamarkaðinn. Árásarmaðurinn hafi skotið hann um það leyti sem bifreiðin stöðvaðist. Þetta kemur heim og saman við frásagnir vitna um að hvellur mikill hafi heyrst frá bifreiðinni þegar henni var ekið inn í mannfjöldann. Vígasamtökin Íslamskt ríki, eða Daish, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en samtökin hafa ítrekað skorað á fólk um heim allan að fremja hryðjuverk. Anis Amri er sagður hafa haft tengsl við öfgaklerk að nafni Abu Walaa, sem var handtekinn í bænum Bad Salzdetfurth þann 8. nóvember síðastliðinn. Sá var ákærður fyrir að hafa reynt að fá ungt fólk til að ganga til liðs við Daish-samtökin. Annar hælisleitandi var í fyrstu grunaður um verknaðinn en hann var látinn laus þar sem ekkert benti til sektar hans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira