Íslenska karlalandsliðið maður ársins á Bylgjunni: „Lið eru hætt að vanmeta Ísland“ Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. desember 2016 12:00 Landsliðshópur Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar er maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis en tilkynnt var um niðurstöðuna í útvarpsþættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í morgun. Strákarnir okkar unnu eins og frægt er orðið hug og hjörtu þjóðarinnar með framgöngu sinni í Frakklandi. Hæst bar sigurinn á Englendingum í sextán liða úrslitum en liðið hefur farið vel af stað í undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018 og eru til alls líklegir. „Takk fyrir þetta. Tilfinningin er góð en það er hópurinn sem er að fá þessa útnefningu. Það er gaman að hafa verið hluti af þessu,“ sagði Heimir í samtali við Bylgjuna í dag en viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland er með sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu undankeppni liðsins eftir ævintýrið í Frakklandi. „Við vissum að það yrði erfitt að endurræsa allar vélar eftir EM-ævintýrið. Sérstaklegar þar sem kröfurnar eru meiri og andstæðingarnir leika öðruvísi gegn okkur. Lið eru hætt að vanmeta Ísland. Vonandi er það orðin regla að Ísland taki þátt í stórmótum.“ Var í hálfgerðri liðveislu hjá Lars í byrjunHeimir fór fögrum orðum um Lars Lagerback er hann var spurður út í hvaða lærdóm hann hefði dregið af Svíanum. „Eins og ég hef oft sagt var ég í hálfgerðri liðveislu hjá honum og reyndi að læra eins mikið og ég gat. Hann er höfuðið á bak við þetta allt saman og við reynum að halda því áfram en heiðurinn liggur einnig hjá þjálfurum landsins sem komu þessum drengjum upp.“ Landsliðið var einnig valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á dögunum en Gylfi var valinn íþróttamaður ársins. „Maður sér hversu mikið þetta gaf þjóðinni í sumar að við gátum sameinað þjóðina þegar við vorum í Frakklandi. Það voru allir vinir í tvo mánuði í stað þess að þrasa um pólitík,“ sagði Heimir léttur en viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Myndaveisla frá Íþróttamanni ársins í Hörpu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var útnefndur Íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna. Úrslitin í kjörinu voru kunngjörð við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. 29. desember 2016 22:30 Gylfi: Mitt besta ár Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum. 29. desember 2016 21:01 Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36 Gylfi komst í fámennan hóp Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í fyrsta eða öðru sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins undanfarin fjögur ár, tvisvar í efsta sæti og tvisvar í öðru sæti. 30. desember 2016 06:30 Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30 Íslenska íþróttaárið mikla 2016: EM-ævintýrið, fýla Ronaldo, sundsnillingar og þjálfaraæði Íslenskir íþróttamenn hafa líklega aldrei áður verið meira áberandi en á árinu 2016 en heilmargt gerðist einnig á alþjóðlegum vettvangi. 29. desember 2016 17:00 Sextán afrek sem gera árið 2016 að besta íþróttaári Íslendinga Ísland er engin smáþjóð þegar kemur að afrekum íþróttafólks þjóðarinnar en á árinu 2016 gerði okkar besta íþróttafólk betur en nokkurn tímann fyrr. Fréttablaðið skoðar aðeins hversu gott þetta íþróttaár var. 31. desember 2016 08:00 Enn sætara í annað skiptið Gylfi Þór Sigurðsson er Íþróttamaður ársins 2016 í árlegu kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu næstar á eftir í kjörinu sem var lýst í Hörpu í gærkvöldi. 30. desember 2016 06:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Landsliðshópur Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar er maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis en tilkynnt var um niðurstöðuna í útvarpsþættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í morgun. Strákarnir okkar unnu eins og frægt er orðið hug og hjörtu þjóðarinnar með framgöngu sinni í Frakklandi. Hæst bar sigurinn á Englendingum í sextán liða úrslitum en liðið hefur farið vel af stað í undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018 og eru til alls líklegir. „Takk fyrir þetta. Tilfinningin er góð en það er hópurinn sem er að fá þessa útnefningu. Það er gaman að hafa verið hluti af þessu,“ sagði Heimir í samtali við Bylgjuna í dag en viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland er með sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu undankeppni liðsins eftir ævintýrið í Frakklandi. „Við vissum að það yrði erfitt að endurræsa allar vélar eftir EM-ævintýrið. Sérstaklegar þar sem kröfurnar eru meiri og andstæðingarnir leika öðruvísi gegn okkur. Lið eru hætt að vanmeta Ísland. Vonandi er það orðin regla að Ísland taki þátt í stórmótum.“ Var í hálfgerðri liðveislu hjá Lars í byrjunHeimir fór fögrum orðum um Lars Lagerback er hann var spurður út í hvaða lærdóm hann hefði dregið af Svíanum. „Eins og ég hef oft sagt var ég í hálfgerðri liðveislu hjá honum og reyndi að læra eins mikið og ég gat. Hann er höfuðið á bak við þetta allt saman og við reynum að halda því áfram en heiðurinn liggur einnig hjá þjálfurum landsins sem komu þessum drengjum upp.“ Landsliðið var einnig valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á dögunum en Gylfi var valinn íþróttamaður ársins. „Maður sér hversu mikið þetta gaf þjóðinni í sumar að við gátum sameinað þjóðina þegar við vorum í Frakklandi. Það voru allir vinir í tvo mánuði í stað þess að þrasa um pólitík,“ sagði Heimir léttur en viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Myndaveisla frá Íþróttamanni ársins í Hörpu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var útnefndur Íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna. Úrslitin í kjörinu voru kunngjörð við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. 29. desember 2016 22:30 Gylfi: Mitt besta ár Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum. 29. desember 2016 21:01 Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36 Gylfi komst í fámennan hóp Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í fyrsta eða öðru sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins undanfarin fjögur ár, tvisvar í efsta sæti og tvisvar í öðru sæti. 30. desember 2016 06:30 Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30 Íslenska íþróttaárið mikla 2016: EM-ævintýrið, fýla Ronaldo, sundsnillingar og þjálfaraæði Íslenskir íþróttamenn hafa líklega aldrei áður verið meira áberandi en á árinu 2016 en heilmargt gerðist einnig á alþjóðlegum vettvangi. 29. desember 2016 17:00 Sextán afrek sem gera árið 2016 að besta íþróttaári Íslendinga Ísland er engin smáþjóð þegar kemur að afrekum íþróttafólks þjóðarinnar en á árinu 2016 gerði okkar besta íþróttafólk betur en nokkurn tímann fyrr. Fréttablaðið skoðar aðeins hversu gott þetta íþróttaár var. 31. desember 2016 08:00 Enn sætara í annað skiptið Gylfi Þór Sigurðsson er Íþróttamaður ársins 2016 í árlegu kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu næstar á eftir í kjörinu sem var lýst í Hörpu í gærkvöldi. 30. desember 2016 06:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Myndaveisla frá Íþróttamanni ársins í Hörpu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var útnefndur Íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna. Úrslitin í kjörinu voru kunngjörð við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. 29. desember 2016 22:30
Gylfi: Mitt besta ár Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum. 29. desember 2016 21:01
Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36
Gylfi komst í fámennan hóp Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í fyrsta eða öðru sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins undanfarin fjögur ár, tvisvar í efsta sæti og tvisvar í öðru sæti. 30. desember 2016 06:30
Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30
Íslenska íþróttaárið mikla 2016: EM-ævintýrið, fýla Ronaldo, sundsnillingar og þjálfaraæði Íslenskir íþróttamenn hafa líklega aldrei áður verið meira áberandi en á árinu 2016 en heilmargt gerðist einnig á alþjóðlegum vettvangi. 29. desember 2016 17:00
Sextán afrek sem gera árið 2016 að besta íþróttaári Íslendinga Ísland er engin smáþjóð þegar kemur að afrekum íþróttafólks þjóðarinnar en á árinu 2016 gerði okkar besta íþróttafólk betur en nokkurn tímann fyrr. Fréttablaðið skoðar aðeins hversu gott þetta íþróttaár var. 31. desember 2016 08:00
Enn sætara í annað skiptið Gylfi Þór Sigurðsson er Íþróttamaður ársins 2016 í árlegu kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu næstar á eftir í kjörinu sem var lýst í Hörpu í gærkvöldi. 30. desember 2016 06:00