Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2017 15:51 Skýrsla starfshóps um um eignir Íslendinga á aflandsfélögum er komin út. Samsett/Valli/Ernir Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshópsins sem gerð var opinber í dag. Starfshópurinn telur að mögulegt tekjutap hins opinbera vegna vantalinna eigna geti numið allt frá 2,8-6,5 milljarða króna árlega miðað við gildandi tekjuskattslög. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði starfshópinn sem átti að meta umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum og tekjutap hins opinbera af slíkum umsvifum.Erfitt að leggja nákvæmt mat á umfangið Tekið er fram í skýrslunni að erfitt sé að leggja nákvæmt mat á umfang og beinar fjárhæðir og telur nefndin ljóst að þeir upphæðir sem hún nefnir séu á breiðu bili. Meginniðurstaða matsins er að uppsafnað fjármagn á aflandssvæðum vegna ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum yfir tímabilið 1990-2015 geti verið á bilinu 140-160 milljarðar króna. Einnig var stuðst við upplýsingar um eignir í stýringu erlendis sem hafa verið notaðar til þess að áætla umfang aflandseigna, en starfshópurinn telur umfang þeirra geta verið á bilinu 110-350 milljarðar króna. Tekið er þó fram að ekki er hægt að segja til um það hversu stór hluti umfangsins hafi verið gefinn upp til skatts á íslensku skattframtali. Að lokum var lagt mat á óskráðar fjármagnstilfærslur milli landa og þær taldar geta numið á bilinu 100-300 milljarða króna Starfshópurinn telur mögulegt er að þær fjárhæðir sem um ræðir skarist að einhverju leyti. Að því gefnu að fjárhæðirnar skarist ekki er niðurstaðan sú að alls geti umfangið hafa numið á bilinu 350-810 milljarða króna í lok árs 2015.Umsvifamikil aflandsfélagavæðing Íslendinga fyrir hrun Mögulegt tekjutap hins opinbera af fjármagnstilfærslum og eignaumsýslu á aflandssvæðum var einnig skoðað og niðurstöður matsins sýndu að hið opinbera geti orðið af af 2,8-6,5 milljarða króna ár hvert miðað við framangreindar áætlanir um eignaumsvif og að því gefnu að fjármagn sem talið er vera á aflandssvæðum sé ekki gefið upp til skatts á íslensku skattframtali. Að mati starfshópsins bendir allt til þess að mest öll aflandsvistun eigna í eigu Íslendinga hafi átti sér stað fyrir fall fjármálakerfisins árið 2008 en frá þeim tíma hafi orðið miklar framfarir í reglulegum upplýsingaskiptum milli landa. Í skýrslunni segir að umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs hafi verið einstakt á heimsvísu á árunum fyrir hrun og að drifkrafturinn hafi verið skattahagræðing og virk markaðssetning íslenskrar sérbankaþjónustu í Lúxemborg. Í skýrslunni segir einnig að íslensk skattalög virðast íslensk skattalög hafa gefið meira svigrúm til flutnings eigna úr lögsögunni með löglegum hætti en víða annars staðar, en eftirfylgni ogagnaskráning á þessu sviði hélt ekki í við hraðan vöxt fjármagnsflutninga. Í starfshópnum sátu fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins, Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands og skattrannsóknarstjóra, auk Sigurðar Ingólfssonar, hagfræðings, sem var skipaður formaður hópsins. Skýrsla starfshópsins hefur verið send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umfjöllunar og meðferðar. Panama-skjölin Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshópsins sem gerð var opinber í dag. Starfshópurinn telur að mögulegt tekjutap hins opinbera vegna vantalinna eigna geti numið allt frá 2,8-6,5 milljarða króna árlega miðað við gildandi tekjuskattslög. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði starfshópinn sem átti að meta umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum og tekjutap hins opinbera af slíkum umsvifum.Erfitt að leggja nákvæmt mat á umfangið Tekið er fram í skýrslunni að erfitt sé að leggja nákvæmt mat á umfang og beinar fjárhæðir og telur nefndin ljóst að þeir upphæðir sem hún nefnir séu á breiðu bili. Meginniðurstaða matsins er að uppsafnað fjármagn á aflandssvæðum vegna ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum yfir tímabilið 1990-2015 geti verið á bilinu 140-160 milljarðar króna. Einnig var stuðst við upplýsingar um eignir í stýringu erlendis sem hafa verið notaðar til þess að áætla umfang aflandseigna, en starfshópurinn telur umfang þeirra geta verið á bilinu 110-350 milljarðar króna. Tekið er þó fram að ekki er hægt að segja til um það hversu stór hluti umfangsins hafi verið gefinn upp til skatts á íslensku skattframtali. Að lokum var lagt mat á óskráðar fjármagnstilfærslur milli landa og þær taldar geta numið á bilinu 100-300 milljarða króna Starfshópurinn telur mögulegt er að þær fjárhæðir sem um ræðir skarist að einhverju leyti. Að því gefnu að fjárhæðirnar skarist ekki er niðurstaðan sú að alls geti umfangið hafa numið á bilinu 350-810 milljarða króna í lok árs 2015.Umsvifamikil aflandsfélagavæðing Íslendinga fyrir hrun Mögulegt tekjutap hins opinbera af fjármagnstilfærslum og eignaumsýslu á aflandssvæðum var einnig skoðað og niðurstöður matsins sýndu að hið opinbera geti orðið af af 2,8-6,5 milljarða króna ár hvert miðað við framangreindar áætlanir um eignaumsvif og að því gefnu að fjármagn sem talið er vera á aflandssvæðum sé ekki gefið upp til skatts á íslensku skattframtali. Að mati starfshópsins bendir allt til þess að mest öll aflandsvistun eigna í eigu Íslendinga hafi átti sér stað fyrir fall fjármálakerfisins árið 2008 en frá þeim tíma hafi orðið miklar framfarir í reglulegum upplýsingaskiptum milli landa. Í skýrslunni segir að umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs hafi verið einstakt á heimsvísu á árunum fyrir hrun og að drifkrafturinn hafi verið skattahagræðing og virk markaðssetning íslenskrar sérbankaþjónustu í Lúxemborg. Í skýrslunni segir einnig að íslensk skattalög virðast íslensk skattalög hafa gefið meira svigrúm til flutnings eigna úr lögsögunni með löglegum hætti en víða annars staðar, en eftirfylgni ogagnaskráning á þessu sviði hélt ekki í við hraðan vöxt fjármagnsflutninga. Í starfshópnum sátu fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins, Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands og skattrannsóknarstjóra, auk Sigurðar Ingólfssonar, hagfræðings, sem var skipaður formaður hópsins. Skýrsla starfshópsins hefur verið send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umfjöllunar og meðferðar.
Panama-skjölin Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira