Bein útsending: Polar Nanoq kemur til hafnar í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2017 22:30 Þrír skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið handteknir grunaðir um að hafa upplýsingar sem tengjast hvarfinu á Birnu Brjánsdóttur. Reiknað er með því að Polar Nanoq leggist að bryggju um klukkan 23 í kvöld. Öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn hefur verið lokað fyrir almenningi. Töluverð umferð hefur verið á svæðinu í dag og í kvöld en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir viðbúið að töluvert verði af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Hvetja almenning til að halda sig heima Þeim tilmælum er beint til almennings að halda sig heima. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að fylgjast frekar með málinu í fjölmiðlum. Polar Nanoq hélt áleiðis til Íslands fyrir tæpum sólarhring. Um hádegisbil í dag fóru sérsveitarmenn um borð í togarann og handtóku tvo grænlenska skipverja. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn á tíunda tímanum í kvöld. Fjölmiðlar hafa takmarkaðan aðgang að lokaða svæðinu en þó meiri en almenningur. Vísir verður með beina útsendingu frá komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn. Lögregla er meðvituð um útsendinguna.Aðrir skipverjar frjálsir ferða sinna Við komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn verða hinir grunuðu fluttir frá borði í fylgd lögreglu. Lögreglumenn munu fara um borð í skipið og það skoðað fram á nótt. Aðrir skipverjar eru frjálsir ferða sinna hér á landi en munu, einhverjir að minnsta kosti, verða fengnir í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögregla hefur til hádegis á morgun til að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem handteknir voru í hádeginu í dag en til 20:30 annað kvöld til að fara fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum. Uppfært klukkan 00.40. Útsendingunni er nú lokið. Upptaka af henni er aðgengileg í spilaranum efst í fréttinni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39 Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. 18. janúar 2017 18:21 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þrír skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið handteknir grunaðir um að hafa upplýsingar sem tengjast hvarfinu á Birnu Brjánsdóttur. Reiknað er með því að Polar Nanoq leggist að bryggju um klukkan 23 í kvöld. Öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn hefur verið lokað fyrir almenningi. Töluverð umferð hefur verið á svæðinu í dag og í kvöld en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir viðbúið að töluvert verði af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Hvetja almenning til að halda sig heima Þeim tilmælum er beint til almennings að halda sig heima. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að fylgjast frekar með málinu í fjölmiðlum. Polar Nanoq hélt áleiðis til Íslands fyrir tæpum sólarhring. Um hádegisbil í dag fóru sérsveitarmenn um borð í togarann og handtóku tvo grænlenska skipverja. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn á tíunda tímanum í kvöld. Fjölmiðlar hafa takmarkaðan aðgang að lokaða svæðinu en þó meiri en almenningur. Vísir verður með beina útsendingu frá komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn. Lögregla er meðvituð um útsendinguna.Aðrir skipverjar frjálsir ferða sinna Við komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn verða hinir grunuðu fluttir frá borði í fylgd lögreglu. Lögreglumenn munu fara um borð í skipið og það skoðað fram á nótt. Aðrir skipverjar eru frjálsir ferða sinna hér á landi en munu, einhverjir að minnsta kosti, verða fengnir í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögregla hefur til hádegis á morgun til að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem handteknir voru í hádeginu í dag en til 20:30 annað kvöld til að fara fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum. Uppfært klukkan 00.40. Útsendingunni er nú lokið. Upptaka af henni er aðgengileg í spilaranum efst í fréttinni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39 Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. 18. janúar 2017 18:21 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39
Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30
Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. 18. janúar 2017 18:21
Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33