Leitað verður áfram á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði auk þess sem leitað verður á vegaslóðum á Strandarheiði á Reykjanesi en það er gert vegna vísbendinga sem borist hafa frá almenningi.
Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði eru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni að störfum, sérsveitin og björgunarsveitir. Þá taka bátar gæslunnar, Baldur og Óðinn, einnig þátt í leitinni. Búið er að setja upp gult tjald á svæðinu eins og sést á myndinni hér að ofan en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er tjaldið fyrir kafarana sem eru að störfum eftir að þeir koma upp úr köldum sjónum.

Lögreglan minnir á að enn er hægt að koma upplýsingum á framfæri í síma lögreglu 444-1000 eða í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fréttin var seinast uppfærð klukkan 14:21.

