Kínverjar harðorðir í garð Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 10:28 Donald Trump vill endursemja um ,,Eitt Kína'' stefnuna en Kínverjar segja það ekki koma til greina. Vísir/AFP Kínverjar hafa gert Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna það ljóst að stefnan um „Eitt Kína“ sé ekki opin til endurskoðunar. Guardian greinir frá.Trump hefur áður sagt að hann sé tilbúinn til þess að starfa með Kínverjum en einungis ef þeir eru sjálfir reiðubúnir til samstarfs. Séu Kínverjar ekki reiðubúnir til þess telur Trump ljóst að Bandaríkin muni styðja fullveldi Taívan.Sjá einnig:Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og KínaKínverjar hafa gert tilkall til Taívans frá árinu 1949 þegar borgarastyrjöld lauk þar í landi með þeim afleiðingum að leiðtogar lýðveldissinna flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki sem þeir hafa allar götur síðan kallað Lýðveldið Kína. Grunnt hefur verið á á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan, þó samskiptin hafi batnað allra síðustu ár. Bandaríkin tóku svo upp stefnuna um „Eitt Kína“ árið 1972 og samþykktu þar með að í raun væri bara um eina kínverska ríkisstjórn að ræða, ríkisstjórnina á meginlandinu og hefur þetta verið grunnurinn að utanríkissamskiptum landanna. Bandaríkjamenn lokuðu sendiráði sínu í Taívan árið 1979 en hafa þrátt fyrir þetta haldið uppi nánum óformlegum tengslum við yfirvöld á eyjunni og eru til að mynda skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Utanríkisráðuneyti Kína hefur gefið út harðorða yfirlýsingu eftir ummæli Trumps um „Eitt Kína“ stefnuna en þar segir að Kínverjar munu ekki setjast niður að neinum samningaborðum til að ræða eðli þeirrar stefnu, hún sé óbreytanleg þar sem aðeins sé um að ræða eina kínverska ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er Trump jafnframt varaður við því að rugga bátnum og að eina leiðin fyrir hann til að koma í veg fyrir að samskipti ríkjanna tveggja, Bandaríkjanna og Kína versni sé að samþykkja hve viðkvæm málefni Taívan séu fyrir kínversk yfirvöld. Trump hefur áður skaðað samskipti ríkjanna tveggja en eitt af hans fyrstu verkum eftir að hann var kosinn var að ræða við forseta Taívan í síma, en það var í fyrsta sinn sem leiðtogi, eða verðandi leiðtogi Bandaríkjanna hefur átt í slíkum samskiptum við leiðtoga í Taívan í áratugi. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt yfirvöld í Kína í sjónvarpsviðtölum og á Twitter síðu sinni fyrir afstöðu sína í málefnum Norður-Kóreu, Suður-Kínahafs og gjaldeyrismála, en hann hefur sakað Kínverja um að hafa umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfi iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Kínverjar hafa gert Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna það ljóst að stefnan um „Eitt Kína“ sé ekki opin til endurskoðunar. Guardian greinir frá.Trump hefur áður sagt að hann sé tilbúinn til þess að starfa með Kínverjum en einungis ef þeir eru sjálfir reiðubúnir til samstarfs. Séu Kínverjar ekki reiðubúnir til þess telur Trump ljóst að Bandaríkin muni styðja fullveldi Taívan.Sjá einnig:Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og KínaKínverjar hafa gert tilkall til Taívans frá árinu 1949 þegar borgarastyrjöld lauk þar í landi með þeim afleiðingum að leiðtogar lýðveldissinna flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki sem þeir hafa allar götur síðan kallað Lýðveldið Kína. Grunnt hefur verið á á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan, þó samskiptin hafi batnað allra síðustu ár. Bandaríkin tóku svo upp stefnuna um „Eitt Kína“ árið 1972 og samþykktu þar með að í raun væri bara um eina kínverska ríkisstjórn að ræða, ríkisstjórnina á meginlandinu og hefur þetta verið grunnurinn að utanríkissamskiptum landanna. Bandaríkjamenn lokuðu sendiráði sínu í Taívan árið 1979 en hafa þrátt fyrir þetta haldið uppi nánum óformlegum tengslum við yfirvöld á eyjunni og eru til að mynda skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Utanríkisráðuneyti Kína hefur gefið út harðorða yfirlýsingu eftir ummæli Trumps um „Eitt Kína“ stefnuna en þar segir að Kínverjar munu ekki setjast niður að neinum samningaborðum til að ræða eðli þeirrar stefnu, hún sé óbreytanleg þar sem aðeins sé um að ræða eina kínverska ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er Trump jafnframt varaður við því að rugga bátnum og að eina leiðin fyrir hann til að koma í veg fyrir að samskipti ríkjanna tveggja, Bandaríkjanna og Kína versni sé að samþykkja hve viðkvæm málefni Taívan séu fyrir kínversk yfirvöld. Trump hefur áður skaðað samskipti ríkjanna tveggja en eitt af hans fyrstu verkum eftir að hann var kosinn var að ræða við forseta Taívan í síma, en það var í fyrsta sinn sem leiðtogi, eða verðandi leiðtogi Bandaríkjanna hefur átt í slíkum samskiptum við leiðtoga í Taívan í áratugi. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt yfirvöld í Kína í sjónvarpsviðtölum og á Twitter síðu sinni fyrir afstöðu sína í málefnum Norður-Kóreu, Suður-Kínahafs og gjaldeyrismála, en hann hefur sakað Kínverja um að hafa umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfi iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira